Ekkert verður af þeim hugmyndum í bráð að leikið verði sérstakt umspil á Englandi um fjórða lausa sætið í Meistaradeild Evrópu. Félögin í ensku úrvalsdeildinni kusu gegn tillögunni.
Stóru fjögur félögin voru fljót að lýsa yfir andstöðu sinni á tillögunni. Hún hljóðaði þannig að liðin sem enda í fjórða til sjöunda sæti myndu spila sérstakt umspil um sæti í Meistaradeildinni í stað þess að það færi beint til liðsins í fjórða sætinu.
Liverpool, Manchester United, Arsenal og Chelsea hafa verið fulltrúar Englands í Meistaradeildinni síðustu sex tímabil. Aðeins Everton náði að stöðva einkonun þeirra, það var árið 2005.