
Ríkisútvarpið 80 ára: Ákall til eigenda
Þetta er rifjað hér upp til að minna á það sem er vel gert í Ríkisútvarpinu og óska því til hamingju með afmælið. Ríkisútvarpið er fjölmiðill mannúðarstefnu, húmanisma. Einmitt þannig var útvarpsþátturinn um Matthías Jochumsson og þannig var fallegi þátturinn um Reyni Pétur sem sýndur var í sjónvarpinu fyrir fáeinum dögum.
Á dögunum fékk Ríkisútvarpið viðurkenningu EBU - Sambands evrópskra útvarpsstöðva - fyrir bestu sjónvarpsfréttaumfjöllun ársins 2010.
Viðurkenningin var veitt fyrir fréttaumfjöllun um eldgosið í Eyjafjallajökli og um afleiðingar fjármálahrunsins. Þessi viðurkenning vakti ekki verðskuldaða athygli hér á landi. Það breytir ekki því sem kemur fram í skoðanakönnunum aftur og aftur að Ríkisútvarpið nýtur langmestrar virðingar íslenskra fjölmiðla.
Þessi góði árangur byggir umfram allt á þeim starfsháttum sem hafa þróast á Ríkisútvarpinu í 80 ár og á kunnáttu og menntun starfsfólksins. Það þýðir ekki að Ríkisútvarpið sé hafið yfir gagnrýni. Um daginn skrifuðu á annað á annað þúsund manns nafn sitt á lista þar sem mótmælt var „skoðanakúgun undir yfirskini hlutleysis". Margir þekktir rithöfundar fylgdu listanum úr hlaði. Tilefnið var fyrirvaralaus uppsögn pistlahöfundarins Láru Hönnu og fréttamannsins Þórhalls Jósepssonar. Inn í þetta blandaðist einnig pirringur yfir því að Ríkisútvarpið virtist lengi vel ætla algjörlega að hunsa kosningar fyrir stjórnlagaþingið og bera við hlutleysisstefnu.
Það er jafnvægislist að stjórna Ríkisútvarpinu og hefur ekki alltaf tekist vel. Það er heldur ekki von. Íslenska flokkapólitíkin lá í áratugi eins og mara yfir útvarpinu, starfsfólki þess og stjórnendum. Það var hlutskipti útvarpsstjóra að reyna að standa vörð um sjálfstæði útvarpsins. Strax í árdaga varð útvarpsráð mjög flokkspólitískt. Ráðið samþykkti í júlí 1931 að fréttamenn og útvarpsstjóri skyldu bera allar fréttir og frásagnir fyrir útvarpsráð sem kynnu að valda gremju eða hneykslun. Útvarpsstjórinn, Jónas Þorbergsson, neitaði að hlíta þessum fyrirmælum en óskaði þess í stað eftir almennum vinnureglum fyrir fréttamenn til að vinna eftir.
Síðustu stóru flokkspólitísku atlögunni að sjálfstæði útvarpsins var einnig hrundið af starfsfólki þess árið 2005. Þá neyddi þáverandi formaður útvarpsráðs útvarpsstjórann til að taka mann, sem sáralítið hafði starfað við fréttamennsku, fram yfir nokkra af reyndustu fréttamönnum landsins og skipa hann í stöðu fréttastjóra. Það snerist í höndunum á formanninum en fljótlega eftir það var ákveðið að breyta Ríkisútvarpinu í einkahlutfélag í opinberri eigu. Sú ráðstöfun er umdeild.
Útvarpsráð var lagt niður en í stað þess skipar Alþingi stjórn Ríkisútvarpsins ohf., sem virðist eingöngu hafa það hlutverk að fylgjast með rekstrinum. Í Ríkisútvarpinu ohf. hefur útvarpsstjórinn nánast alræðisvald yfir dagskránni og mannaráðningum. Það fyrirkomulag kallar á lóðrétta forstjórastjórnun en gott útvarp byggir fyrst og fremst á láréttu samráði dagskrárgerðarfólks um áherslur, áferð, efnistök og stefnu. Hættan við hina lóðréttu stjórnun er meðal annars sú að hún getur drepið niður frumkvæði starfsfólksins og um leið ánægju þess af starfinu.
Önnur hætta sem núverandi fyrirkomulag felur í sér er sú ráðstöfun að afnema afnotagjöld og hafa þess í stað nefskatt. Við það missir Ríkisútvarpið fjárhagslegt sjálfstæði. Alþingi getur tekið sér það vald að ráðskast með þennan skatt nokkurn veginn eins og það vill, jafnvel þótt í lögunum standi að skatturinn sé tekjustofn Ríkisútvarpsins. Alþingi hefur nú lífæð útvarpsins í höndum sér.
Hlutafélagavæðing útvarpsins hefur kosti og galla. Nú hlýtur að vera komið að því að ræða það opið og fordómalaust með það fyrir augum að draga úr göllunum eins og hægt er. Minna má á að við eigendur Ríkisútvarpsins erum oft tilætlunarsöm og megum líka að vera það. En okkur ber einnig skylda til að gera eitthvað fyrir afmælisbarnið. Annars veslast það bara upp.
Skoðun

Að flokka hver vinnur og hver tapar
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi
Jón Kaldal skrifar

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar

Ferðamannaþorpin - Náttúruvá
Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar