Fékk tilboð um kynferðislega þjónustu 8. desember 2010 06:00 Ásgeir Davíðsson var einn viðmælenda bandaríska sendiráðsins um mansal á Íslandi. Starfsmaður bandaríska sendiráðsins var árið 2006 sendur í rannsóknarferð inn á nektarstaðinn Goldfinger í Kópavogi, þar sem hann fékk tilboð um „kynlífsþjónustu", eins og það er orðað í skýrslu sendiráðsins, sem Fréttablaðið hefur undir höndum og Wikileaks hefur boðað birtingu á. Rannsóknarferð sendiráðsstarfsmannsins, sem ekki er nafngreindur í skjalinu, var þáttur í samantekt fyrir árlega skýrslu Bandaríkjastjórnar um mansal í heiminum. Sendiráðið leggur á ári hverju mikla vinnu í Íslandskafla skýrslunnar, þar sem fjallað er um mansal á Íslandi, hversu algengt það er, hvernig löggjöf sé háttað og til hvaða aðgerða stjórnvöld hafa gripið. Við undirbúning skýrslunnar árið 2006 ræddu starfsmenn sendiráðsins við þrettán manns, þar á meðal við Guðrúnu Jónsdóttur, fjölmiðlafulltrúa Stígamóta, Jóhann Benediktsson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, og Ásgeir Davíðsson, eiganda Goldfinger. Ásgeir er sagður neita því að nokkuð ólöglegt fari fram á Goldfinger. „Starfsmanni embættisins, sem heimsótti staðinn, var engu að síður boðin kynlífsþjónusta - sem bendir til þess að eigendur og lögregla láti að minnsta kosti sem þeir sjái ekki ólögmæta iðju sem stefnir konum í hættu. Hann tók einnig eftir því að einn dansaranna virtist vera með glóðarauga, sem gæti - að vísu eingöngu byggt á atvikslýsingu - bent til misnotkunar í tengslum við starfið."- gb WikiLeaks Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Starfsmaður bandaríska sendiráðsins var árið 2006 sendur í rannsóknarferð inn á nektarstaðinn Goldfinger í Kópavogi, þar sem hann fékk tilboð um „kynlífsþjónustu", eins og það er orðað í skýrslu sendiráðsins, sem Fréttablaðið hefur undir höndum og Wikileaks hefur boðað birtingu á. Rannsóknarferð sendiráðsstarfsmannsins, sem ekki er nafngreindur í skjalinu, var þáttur í samantekt fyrir árlega skýrslu Bandaríkjastjórnar um mansal í heiminum. Sendiráðið leggur á ári hverju mikla vinnu í Íslandskafla skýrslunnar, þar sem fjallað er um mansal á Íslandi, hversu algengt það er, hvernig löggjöf sé háttað og til hvaða aðgerða stjórnvöld hafa gripið. Við undirbúning skýrslunnar árið 2006 ræddu starfsmenn sendiráðsins við þrettán manns, þar á meðal við Guðrúnu Jónsdóttur, fjölmiðlafulltrúa Stígamóta, Jóhann Benediktsson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, og Ásgeir Davíðsson, eiganda Goldfinger. Ásgeir er sagður neita því að nokkuð ólöglegt fari fram á Goldfinger. „Starfsmanni embættisins, sem heimsótti staðinn, var engu að síður boðin kynlífsþjónusta - sem bendir til þess að eigendur og lögregla láti að minnsta kosti sem þeir sjái ekki ólögmæta iðju sem stefnir konum í hættu. Hann tók einnig eftir því að einn dansaranna virtist vera með glóðarauga, sem gæti - að vísu eingöngu byggt á atvikslýsingu - bent til misnotkunar í tengslum við starfið."- gb
WikiLeaks Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira