Tímaritið Star Magazine heldur því fram á forsíðu sinni að leikkonan Angelina Jolie hafi haldið ótal sinnum framhjá sambýlismanni sínum, Brad Pitt, auk þess sem hún neyti eiturlyfja og stundi svartagaldur.
Rithöfundurinn Andrew Morton hefur skrifað heila bók um samband leikaranna og kemur hún út í byrjun ágúst og hefur Star Magazine forsíðuefni sitt frá honum.
„Ég tók viðtöl við fjöldann allan af fólki sem þekkir parið og þau sögðu mér ýmislegt forvitnilegt um Angelinu og samband hennar við Brad," sagði rithöfundurinn. Bókin heitir einfaldlega Angelina: An Unauthorized Biography.

Samkvæmt fjölskylduvini kvíðir Angelina útgáfu bókarinnar og óttast að hún geti skaðað samband hennar og Brad.