Fótbolti

Mutu biður stuðningsmenn afsökunar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Adrian Mutu.
Adrian Mutu. Nordic Photos / AFP
Adrian Mutu hefur beðið stuðningsmenn Fiorentina, félagið sjálft og leikmenn þess, afsökunar á því að hann hafi verið dæmdur í níu mánaða keppnisbann vegna lyfjamisnotkunar.

Farið var fram á að Mutu yrði dæmdur í eins árs keppnisbann en niðurstaða yfirvalda var að hann yrði frá í níu mánuði.

„Ég er ekki sáttur við þessa niðurstöðu. Ég veit að ég gerði mistök en mér finnst níu mánuðir langur tími," sagði Mutu á heimasíðu félagsins.

„Ég bið stuðningsmenn, félagið og leikmenn afsökunar á þessari fjarveru minni," bætti hann við.

Mutu féll á lyfjaprófi í janúar síðastliðnum og hefur þegar tekið út tvo mánuði af keppnisbanni sínu. Hann getur byrjað að spila á ný í lok október næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×