Íslandsmeistararnir í einliðaleik í badminton, Ragna Ingólfsdóttir og Helgi Jóhannesson, urðu einnig meistarar í í tvíliðaleik.
Ragna varð meistari ásamt Katrínu Atladóttur en þær lögðu Tinnu Helgadóttur og Snjólaugu Jóhannsdóttur, 2-1, í hörkuleik.
Ragna og Katrín unnu fyrstu lotuna 23-21 en Tinna og Snjólaug svöruðu með því að vinna aðra lotuna, 21-19.
Ragna og Katrín voru miklu betri í úrslitalotunni sem þær unnu, 21-6.
Helgi og Magnús Ingi Helgason lögðu gömlu mennina Brodda Kristjánsson og Þorstein Pál Hængsson, 2-0, í karlaflokki.
Sigurinn var auðveldur enda fóru loturnar 21-12 og 21-10.