Hafnaði Lars Von Trier 6. desember 2010 11:58 Berglind Rósa Magnúsdóttir hannar barnaföt undir nafninu Beroma. Hún segir tilviljun hafa ráðið því að hún fór að hanna barnaföt. Fréttablaðið/Valli Berglind Rósa Magnúsdóttir hefur hannað falleg barnaföt undir nafninu Beroma frá því í byrjun þessa árs. Vörurnar hafa slegið í gegn enda skemmtilegar og einstakar. Berglind Rósa lærði fatahönnun við Margrethe-hönnunarskólann í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan árið 2003. Eftir útskrift ákvað hún að taka sér hlé frá fatahönnuninni og flakka þess í stað um heiminn. „Ég fékk svo sem nóg af fínum tilboðum eftir útskrift en ég var orðin þreytt á náminu og ákvað í staðinn að flytja til Spánar og Frakklands og vinna á lúxushótelum," útskýrir Berglind en henni bauðst meðal annars vinna við að hanna búninga fyrir leikstjórann Lars Von Trier. Berglind Rósa segir það hafa verið tilviljun að hún hafi nú lifibrauð sitt af því að hanna barnaföt. Upphaflega hafi hún aðeins ætlað að sauma nokkrar flíkur á syni sína en það hafi fljótlega undið upp á sig. „Þetta spurðist bara út og nú hef ég varla undan við að sauma. En mér finnst þetta ofboðslega skemmtilegt og nú er þetta orðin mín vinna og mig langar að halda þessu áfram eins lengi og ég get," segir hún. Efnin sem Berglind Rósa notar hefur hún sankað að sér í gegnum árin og mikið fær hún að gjöf frá ömmum sínum og frænkum. „Með því að panta ekki efni frá heildsölum tryggi ég það frekar að hver flík sé einstök og mér finnst það svolítið skemmtilegt," útskýrir Berglind Rósa, sem er að vonum ánægð með þessar góðu viðtökur sem Beroma hefur fengið. Fötin eru fáanleg í versluninni Fiðrildinu í Reykjavík, Hrími á Akureyri, Húsi handanna á Egilsstöðum, í Svíþjóð og bráðlega verða þau einnig fáanleg í Bandaríkjunum. Berglind Rósa var einnig þátttakandi í Pop Up markaðinum sem í Hugmyndahúsi háskólanna um helgina. - sm Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
Berglind Rósa Magnúsdóttir hefur hannað falleg barnaföt undir nafninu Beroma frá því í byrjun þessa árs. Vörurnar hafa slegið í gegn enda skemmtilegar og einstakar. Berglind Rósa lærði fatahönnun við Margrethe-hönnunarskólann í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan árið 2003. Eftir útskrift ákvað hún að taka sér hlé frá fatahönnuninni og flakka þess í stað um heiminn. „Ég fékk svo sem nóg af fínum tilboðum eftir útskrift en ég var orðin þreytt á náminu og ákvað í staðinn að flytja til Spánar og Frakklands og vinna á lúxushótelum," útskýrir Berglind en henni bauðst meðal annars vinna við að hanna búninga fyrir leikstjórann Lars Von Trier. Berglind Rósa segir það hafa verið tilviljun að hún hafi nú lifibrauð sitt af því að hanna barnaföt. Upphaflega hafi hún aðeins ætlað að sauma nokkrar flíkur á syni sína en það hafi fljótlega undið upp á sig. „Þetta spurðist bara út og nú hef ég varla undan við að sauma. En mér finnst þetta ofboðslega skemmtilegt og nú er þetta orðin mín vinna og mig langar að halda þessu áfram eins lengi og ég get," segir hún. Efnin sem Berglind Rósa notar hefur hún sankað að sér í gegnum árin og mikið fær hún að gjöf frá ömmum sínum og frænkum. „Með því að panta ekki efni frá heildsölum tryggi ég það frekar að hver flík sé einstök og mér finnst það svolítið skemmtilegt," útskýrir Berglind Rósa, sem er að vonum ánægð með þessar góðu viðtökur sem Beroma hefur fengið. Fötin eru fáanleg í versluninni Fiðrildinu í Reykjavík, Hrími á Akureyri, Húsi handanna á Egilsstöðum, í Svíþjóð og bráðlega verða þau einnig fáanleg í Bandaríkjunum. Berglind Rósa var einnig þátttakandi í Pop Up markaðinum sem í Hugmyndahúsi háskólanna um helgina. - sm
Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira