Lotus meðal fimm fremstu 2013 31. mars 2010 12:09 Tony Fernandez ásamt ökumönnum Lotus liðsins. mynd: Getty Images Tony Fernandes hjá Lotus Formúlu 1 liðinu telur að lið sitt geti orðið meðal fimm fremstu keppnisliðanna innan þriggja ára, en lið hans hefur verið sneggst af nýju liðunum. Jarno Trulli og Heikki Kovalainen aka fyrir Lotus. Lotus var á árum áður sögufrægt keppnislið og nýtt lið var stofnað með sama nafni fyrir þetta tímabil. Tæknistjóri liðsins er Mike Gascoyne og liðið er með aðsetur í Norfolk í Bretlandi og einnig í Kuala Lumpur í Malasíu. "Ég vona að við verðum meðal tíu fremstu á næsta ári og meðal fimm fremstu eftir þrjú ár", sagði Fernandes við Autosport vefsetrið. "Hvað keppnishraða varðar þá erum við ekki svo fjarri. Kovalainen var að elta Nico Hulkenberg, þannig að ég er viss um að við getum náð Sauber, Williams, Renault og Torro Rosso áður en langt um líður. Það á margt eftir að gerast á næstu þremur árum, sem mun auðvelda okkur verkið." Fernandez telur að peningar séu ekki aðalmálið þegar kemur að góðum árangri liðsins. "Toyota varði hundruðum miljóna dala og nái aldrei toppnum. Ég held að mannskapurinn skipti meira máli. Hundruðir miljóna dala þýða ekki 300 miljónir í hraða. Við erum mættir í Formúlu 1 vegna ástríðunnar og á viðskiptalegum grundvelli. Þetta er gott fyrir viðskiptin", sagði Fernandez sem er frá Malasíu. Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Tony Fernandes hjá Lotus Formúlu 1 liðinu telur að lið sitt geti orðið meðal fimm fremstu keppnisliðanna innan þriggja ára, en lið hans hefur verið sneggst af nýju liðunum. Jarno Trulli og Heikki Kovalainen aka fyrir Lotus. Lotus var á árum áður sögufrægt keppnislið og nýtt lið var stofnað með sama nafni fyrir þetta tímabil. Tæknistjóri liðsins er Mike Gascoyne og liðið er með aðsetur í Norfolk í Bretlandi og einnig í Kuala Lumpur í Malasíu. "Ég vona að við verðum meðal tíu fremstu á næsta ári og meðal fimm fremstu eftir þrjú ár", sagði Fernandes við Autosport vefsetrið. "Hvað keppnishraða varðar þá erum við ekki svo fjarri. Kovalainen var að elta Nico Hulkenberg, þannig að ég er viss um að við getum náð Sauber, Williams, Renault og Torro Rosso áður en langt um líður. Það á margt eftir að gerast á næstu þremur árum, sem mun auðvelda okkur verkið." Fernandez telur að peningar séu ekki aðalmálið þegar kemur að góðum árangri liðsins. "Toyota varði hundruðum miljóna dala og nái aldrei toppnum. Ég held að mannskapurinn skipti meira máli. Hundruðir miljóna dala þýða ekki 300 miljónir í hraða. Við erum mættir í Formúlu 1 vegna ástríðunnar og á viðskiptalegum grundvelli. Þetta er gott fyrir viðskiptin", sagði Fernandez sem er frá Malasíu.
Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira