Lotus meðal fimm fremstu 2013 31. mars 2010 12:09 Tony Fernandez ásamt ökumönnum Lotus liðsins. mynd: Getty Images Tony Fernandes hjá Lotus Formúlu 1 liðinu telur að lið sitt geti orðið meðal fimm fremstu keppnisliðanna innan þriggja ára, en lið hans hefur verið sneggst af nýju liðunum. Jarno Trulli og Heikki Kovalainen aka fyrir Lotus. Lotus var á árum áður sögufrægt keppnislið og nýtt lið var stofnað með sama nafni fyrir þetta tímabil. Tæknistjóri liðsins er Mike Gascoyne og liðið er með aðsetur í Norfolk í Bretlandi og einnig í Kuala Lumpur í Malasíu. "Ég vona að við verðum meðal tíu fremstu á næsta ári og meðal fimm fremstu eftir þrjú ár", sagði Fernandes við Autosport vefsetrið. "Hvað keppnishraða varðar þá erum við ekki svo fjarri. Kovalainen var að elta Nico Hulkenberg, þannig að ég er viss um að við getum náð Sauber, Williams, Renault og Torro Rosso áður en langt um líður. Það á margt eftir að gerast á næstu þremur árum, sem mun auðvelda okkur verkið." Fernandez telur að peningar séu ekki aðalmálið þegar kemur að góðum árangri liðsins. "Toyota varði hundruðum miljóna dala og nái aldrei toppnum. Ég held að mannskapurinn skipti meira máli. Hundruðir miljóna dala þýða ekki 300 miljónir í hraða. Við erum mættir í Formúlu 1 vegna ástríðunnar og á viðskiptalegum grundvelli. Þetta er gott fyrir viðskiptin", sagði Fernandez sem er frá Malasíu. Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Tony Fernandes hjá Lotus Formúlu 1 liðinu telur að lið sitt geti orðið meðal fimm fremstu keppnisliðanna innan þriggja ára, en lið hans hefur verið sneggst af nýju liðunum. Jarno Trulli og Heikki Kovalainen aka fyrir Lotus. Lotus var á árum áður sögufrægt keppnislið og nýtt lið var stofnað með sama nafni fyrir þetta tímabil. Tæknistjóri liðsins er Mike Gascoyne og liðið er með aðsetur í Norfolk í Bretlandi og einnig í Kuala Lumpur í Malasíu. "Ég vona að við verðum meðal tíu fremstu á næsta ári og meðal fimm fremstu eftir þrjú ár", sagði Fernandes við Autosport vefsetrið. "Hvað keppnishraða varðar þá erum við ekki svo fjarri. Kovalainen var að elta Nico Hulkenberg, þannig að ég er viss um að við getum náð Sauber, Williams, Renault og Torro Rosso áður en langt um líður. Það á margt eftir að gerast á næstu þremur árum, sem mun auðvelda okkur verkið." Fernandez telur að peningar séu ekki aðalmálið þegar kemur að góðum árangri liðsins. "Toyota varði hundruðum miljóna dala og nái aldrei toppnum. Ég held að mannskapurinn skipti meira máli. Hundruðir miljóna dala þýða ekki 300 miljónir í hraða. Við erum mættir í Formúlu 1 vegna ástríðunnar og á viðskiptalegum grundvelli. Þetta er gott fyrir viðskiptin", sagði Fernandez sem er frá Malasíu.
Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira