Allir fimmtán í landsdómi þurfa að taka afstöðu til kröfu Sigríðar 29. desember 2010 12:00 Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis. Að óbreyttum lögum þurfa allir fimmtán dómendur í landsdómi að taka afstöðu til þeirrar kröfu saksóknara Alþingis að fá aðgang að gögnum rannsóknarnefndar Alþingis, en þjóðskjalavörður hefur neitað um aðgang að nauðsynlegum gögnum, eins og yfirheyrslum rannsóknarnefndar og tölvupóstum Geirs H. Haarde. Sigríður J. Friðjónsdóttir er saksóknari Alþingis og hefur það hlutverk að sækja Geir H. Haarde til saka fyrir landsdómi vegna meintrar vanrækslu og meintra brota á lögum á ráðherraábyrgð vegna embættisfærslna í aðdraganda bankahrunsins. Sigríður fór fram á að það við Þjóðskjalasafnið, sem geymir gögn rannsóknarnefndar Alþingis, að fá afhentar skýrslutökur yfir Geir og tölvupósta sem hann sendi þegar hann var forsætisráðherra. Þjóðskjalasafnið synjaði beiðninni með vísan til stjórnarskrárákvæðis um friðhelgi einkalífs, en Fréttablaðið greinir frá þessu í dag. Sigríður segir að án gagnanna verði tæplega hægt að útbúa ákæru í málinu. „Ég tel mjög mikilvægt að fá í hendur þessar skýrslur sem ég hef óskað eftir, en ég hef líka óskað eftir mjög mörgum öðrum gögnum eða skjölum sem ég á vona á að fá afhent mjög fljótlega," segir Sigríður fréttastofu.Frumvarp hjá allsherjarnefnd Sigríður mun láta á það reyna hvort hún fái aðgang að gögnunum og hyggst því leggja fram beiðni um haldlagningu þeirra eftir áramót. Slík beiðni færi líklega fyrir landsdóm, en í dómnum sitja fimmtán dómendur. Lagt hefur verið fram frumvarp til laga um breytinga á lögum um landsdóm m.a til að ná fram því réttarfarshagræði að ekki þurfi að kalla til alla dómendur til þess að taka afstöðu til kröfu um gagnaöflun og að nóg sé að þrír dómendur taki afstöðu til slíkra atriða. Að lokinni fyrstu umræðu um frumvarpið fer það til umfjöllunar hjá allsherjarnefnd Alþingis. Sigríður segir að án lagabreytingarinnar þurfi allir dómendur að taka afstöðu til kröfunnar. Landsdómur Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Að óbreyttum lögum þurfa allir fimmtán dómendur í landsdómi að taka afstöðu til þeirrar kröfu saksóknara Alþingis að fá aðgang að gögnum rannsóknarnefndar Alþingis, en þjóðskjalavörður hefur neitað um aðgang að nauðsynlegum gögnum, eins og yfirheyrslum rannsóknarnefndar og tölvupóstum Geirs H. Haarde. Sigríður J. Friðjónsdóttir er saksóknari Alþingis og hefur það hlutverk að sækja Geir H. Haarde til saka fyrir landsdómi vegna meintrar vanrækslu og meintra brota á lögum á ráðherraábyrgð vegna embættisfærslna í aðdraganda bankahrunsins. Sigríður fór fram á að það við Þjóðskjalasafnið, sem geymir gögn rannsóknarnefndar Alþingis, að fá afhentar skýrslutökur yfir Geir og tölvupósta sem hann sendi þegar hann var forsætisráðherra. Þjóðskjalasafnið synjaði beiðninni með vísan til stjórnarskrárákvæðis um friðhelgi einkalífs, en Fréttablaðið greinir frá þessu í dag. Sigríður segir að án gagnanna verði tæplega hægt að útbúa ákæru í málinu. „Ég tel mjög mikilvægt að fá í hendur þessar skýrslur sem ég hef óskað eftir, en ég hef líka óskað eftir mjög mörgum öðrum gögnum eða skjölum sem ég á vona á að fá afhent mjög fljótlega," segir Sigríður fréttastofu.Frumvarp hjá allsherjarnefnd Sigríður mun láta á það reyna hvort hún fái aðgang að gögnunum og hyggst því leggja fram beiðni um haldlagningu þeirra eftir áramót. Slík beiðni færi líklega fyrir landsdóm, en í dómnum sitja fimmtán dómendur. Lagt hefur verið fram frumvarp til laga um breytinga á lögum um landsdóm m.a til að ná fram því réttarfarshagræði að ekki þurfi að kalla til alla dómendur til þess að taka afstöðu til kröfu um gagnaöflun og að nóg sé að þrír dómendur taki afstöðu til slíkra atriða. Að lokinni fyrstu umræðu um frumvarpið fer það til umfjöllunar hjá allsherjarnefnd Alþingis. Sigríður segir að án lagabreytingarinnar þurfi allir dómendur að taka afstöðu til kröfunnar.
Landsdómur Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira