Lítið skeytt um Pakistan? 25. ágúst 2010 00:00 Neyðarástand Ástandið á flóðasvæðunum í Pakistan er hið versta sem sést hefur á hamfarasvæðum í áratugi, segir yfirmaður hjá UNICEF. NordicPhotos/AFP Hjálparstofnanir segja að alþjóðasamfélagið sýni óvenjulítinn áhuga á að styðja við fórnarlömb flóðanna í Pakistan. Um 1.600 lík hafa fundist og daglegt líf meira en 17 milljóna manna hefur gengið úr skorðum þremur vikum eftir að flóðin hófust. Í borginni Sukkkur einni eru um fjórar milljónir manna heimilislausar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO segir að sjúkdómar séu farnir að breiðast út á flóðasvæðinu. Louis-George Arsenault, yfirmaður neyðaráætlana hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, sagði við blaðamenn í Washington á mánudag að áhugi alþjóðasamfélagsins á að koma fólki á flóðasvæðinu til hjálpar sé óvanalega lítill. Þrátt fyrir það er ástandið í Pakistan nú það versta sem skapast hefur í kjölfar hamfara um áratuga skeið. „Þörfin fyrir fjármagn er gríðarleg, miðað við þau framlög sem við höfum fengið. Þetta er versta neyðarástand sem við höfum staðið frammi fyrir áratugum saman,“ hafði breska útvarpið BBC eftir Arsenault. Sameinuðu þjóðirnar höfðu áætlað að verja um 55 milljörðum króna til hjálparstarfsins en aðeins hefur tekist að útvega um 70% fjárhæðarinnar. Enn er flóðahætta og ástandið fer versnandi. Flóðvarnagarðar, sem hróflað var upp til bráðabirgða þegar flóðin hófust til þess að verja borgina Shahdadkot eru nú farnir að gefa sig og íbúar eru lagðir á flótta. Tugir þúsunda úr þeirra hópi bætast í hóp þeirra sem leita á náðir hjálparstofnana á degi hverjum, auk þess sem reynt er að bjarga þeim sem ekki komast hjálparlaust undan. Talið er að tíundi hluti heimilislausra hafi fengið athvarf í neyðarbúðum á vegum hjálparstofnana, en hjálpargögn eru af skornum skammti. Allur þorri nauðstaddra er enn á eigin vegum, án matar og þaks yfir höfuðið. peturg@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira
Hjálparstofnanir segja að alþjóðasamfélagið sýni óvenjulítinn áhuga á að styðja við fórnarlömb flóðanna í Pakistan. Um 1.600 lík hafa fundist og daglegt líf meira en 17 milljóna manna hefur gengið úr skorðum þremur vikum eftir að flóðin hófust. Í borginni Sukkkur einni eru um fjórar milljónir manna heimilislausar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO segir að sjúkdómar séu farnir að breiðast út á flóðasvæðinu. Louis-George Arsenault, yfirmaður neyðaráætlana hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, sagði við blaðamenn í Washington á mánudag að áhugi alþjóðasamfélagsins á að koma fólki á flóðasvæðinu til hjálpar sé óvanalega lítill. Þrátt fyrir það er ástandið í Pakistan nú það versta sem skapast hefur í kjölfar hamfara um áratuga skeið. „Þörfin fyrir fjármagn er gríðarleg, miðað við þau framlög sem við höfum fengið. Þetta er versta neyðarástand sem við höfum staðið frammi fyrir áratugum saman,“ hafði breska útvarpið BBC eftir Arsenault. Sameinuðu þjóðirnar höfðu áætlað að verja um 55 milljörðum króna til hjálparstarfsins en aðeins hefur tekist að útvega um 70% fjárhæðarinnar. Enn er flóðahætta og ástandið fer versnandi. Flóðvarnagarðar, sem hróflað var upp til bráðabirgða þegar flóðin hófust til þess að verja borgina Shahdadkot eru nú farnir að gefa sig og íbúar eru lagðir á flótta. Tugir þúsunda úr þeirra hópi bætast í hóp þeirra sem leita á náðir hjálparstofnana á degi hverjum, auk þess sem reynt er að bjarga þeim sem ekki komast hjálparlaust undan. Talið er að tíundi hluti heimilislausra hafi fengið athvarf í neyðarbúðum á vegum hjálparstofnana, en hjálpargögn eru af skornum skammti. Allur þorri nauðstaddra er enn á eigin vegum, án matar og þaks yfir höfuðið. peturg@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira