Alþjóðadagur hagtalna 21. október 2010 06:00 Sameinuðu þjóðirnar hafa samþykkt að 20. október 2010 sé fyrsti alþjóðadagur hagtalna. Markmiðið er að vekja athygli á mikilvægi hlutlausra hagtalna og hlutverki þeirra fyrir opinbera umræðu og ákvarðanir stjórnvalda, fyrirtækja og heimila. Þá eru traustar hagskýrslur mikilvægur þáttur í samskipum við önnur ríki, erlend fyrirtæki og stofnanir. Hagstofur um 100 ríkja víða um heim halda upp á daginn með ýmsum viðburðum til að vekja athygli á sameiginlegum gildum, hlutlægni og fagmennsku í hagskýrslugerð. Framlag Hagstofu Íslands er að gefa út endurbætta árbók um hagskýrslur, Landshagi 2010. Einnig eru birtar nýjungar og áhugaverðar upplýsingar á vef Hagstofunnar. Flestir taka hagskýrslum sem sjálfsögðum hlut og leiða ekki hugann að þeirri miklu vinnu og sérhæfingu sem liggur að baki þeim. Hagtölur verða í eðli sínu aldrei alveg réttar en með faglegum og hlutlægum vinnubrögðum er hægt að nálgast gildi sem eru nægilega traust til að lýsa stöðu eða breytingum innan viðunandi skekkjumarka. Hagstofur flestra ríkja standa frammi fyrir auknum kröfum um að birta niðurstöður fyrr en áður, en á sama tíma að draga úr frávikum við endurskoðun þeirra og minnka kostnað við öflun hagtalna. Með nýrri tækni hefur tekist að mestu að mæta þessum kröfum, en á móti kemur að þjóðfélagið er orðið flóknara, alþjóðaviðskipti hafa aukist og kröfur komið fram um meiri upplýsingar. Kröfur um aukinn hraða og aukin gæði vegast á og hafa verið helsta áskorun í hagskýrslugerð frá upphafi. Samskipti við aðrar þjóðir eru sífellt mikilvægari á öllum sviðum. Alþjóðleg samskipti hafa aukið á kröfur um að hagtölur séu samanburðarhæfar á milli ríkja og svipaðar að gæðum. Ísland hefur verið aðili að tölfræðisamstarfi Sameinuðu þjóðanna frá upphafi og með samningnum um evrópska efnahagssvæðið frá 1994 hefur Hagstofa Íslands, ásamt öðrum ríkjum EFTA, tekið fullan þátt í tölfræðisamstarfi Evrópusambandsins. Hagstofan hefur einnig átt gott samstarf við aðrar alþjóðastofnanir, svo sem OECD og IMF, og skilar hagtölum reglulega til þeirra. Sem dæmi um mikilvægi alþjóðasamskipta má nefna að á síðasta ári sóttu fleiri erlendir aðilar gögn í veftöflur Hagstofunnar en íslenskir. Þá koma kröfur um nýjar eða auknar upplýsingar í flestum tilvikum frá alþjóðastofnunum. Til að tryggja gæði hagtalna samþykktu Sameinuðu þjóðirnar grundvallarreglur í hagskýrslugerð árið 1994. Í þeim er kveðið á um sjálfstæði og faglega ábyrgð hagstofa. Evrópusambandið setti nokkuð ítarlegar verklagsreglur um hagskýrslugerð árið 2005 og eru í þeim fimmtán meginreglur sem kveða m.a. á um faglegt verklag, hlutlægni, trúnað og gæði. Báðar þessar samþykktir hafa verið innleiddar hér á landi. Þá tóku ný lög um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð gildi í upphafi árs 2008 sem færa löggjöfina hér á landi að því sem best gerist annars staðar. Til að tryggja að hægt sé að bera saman hagtölur ríkja eru gefnir út ítarlegir staðlar um hagskýrslur á vegum Sameinuðu þjóðanna og hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Þannig má nefna staðla Sameinuðu þjóðanna um þjóðhagsreikninga og opinber fjármál, einnig að Hagstofa Íslands er skuldbundin til að fara eftir 254 reglugerðum Evrópusambandsins um hagskýrslugerð. Sendinefndir á vegum alþjóðastofnana heimsækja Hagstofuna reglulega og fara yfir gæði og fylgja eftir stöðlum við gerð hagskýrslna. Þótt alþjóðasamstarf sé mikilvægt eru innlendar þarfir í fyrirrúmi hagskýrslugerðar. Hagtölur eru mikilvægur þáttur í að fylgja eftir þróun í efnahags- og félagsmálum. Þær eru hluti af opinberri umræðu og eiga að sýna hvernig okkur miðar miðað við fyrri ár eða aðrar þjóðir. Hagtölur eru einnig mikilvægur grunnur fyrir rannsóknir í háskólasamfélaginu og hjá opinberum stofnunum og einkafyrirtækjum. Til að rækja skyldur sínar við innlenda notendur gerir Hagstofan notendakannanir og heldur reglulega fundi með notendahópum þar sem þeir geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Miðlun upplýsinga er ekki síður mikilvæg en fagleg vinnubrögð við söfnun og úrvinnslu. Samkvæmt verklagsreglum í evrópskri hagskýrslugerð er öllum tryggður jafn aðgangur að hagtölum. Í samræmi við reglurnar er gefin út birtingaráætlun ár hvert sem sýnir fyrir fram hvenær hagtölur verða birtar á vef Hagstofunnar. Allir notendur fá aðgang að hagtölum á sama tíma; almenningur, fjölmiðlar og stjórnvöld. Hagstofan gaf út 457 fréttir á síðasta ári, þar af var 241 á íslensku og 216 á ensku. Á vef Hagstofunnar eru rúmlega eitt þúsund töflur þar sem notendur geta sótt sér gögn og flutt efni í töflureikna til frekari vinnslu. Svipaður fjöldi taflna er á enska hluta vefsins. Mikilvægt er að tryggja góðan aðgang að hlutlægum og faglega unnum hagtölum. Eru hagtölur eins konar vegabréf ríkja í alþjóðasamfélaginu og spegill þjóða. Á degi hagtalna er vert að hvetja lesendur til að kynna sér gögn á vef Hagstofunnar, hagstofa.is, og útgáfu tölfræðiárbókar Hagstofunnar, Landshagi 2010. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar hafa samþykkt að 20. október 2010 sé fyrsti alþjóðadagur hagtalna. Markmiðið er að vekja athygli á mikilvægi hlutlausra hagtalna og hlutverki þeirra fyrir opinbera umræðu og ákvarðanir stjórnvalda, fyrirtækja og heimila. Þá eru traustar hagskýrslur mikilvægur þáttur í samskipum við önnur ríki, erlend fyrirtæki og stofnanir. Hagstofur um 100 ríkja víða um heim halda upp á daginn með ýmsum viðburðum til að vekja athygli á sameiginlegum gildum, hlutlægni og fagmennsku í hagskýrslugerð. Framlag Hagstofu Íslands er að gefa út endurbætta árbók um hagskýrslur, Landshagi 2010. Einnig eru birtar nýjungar og áhugaverðar upplýsingar á vef Hagstofunnar. Flestir taka hagskýrslum sem sjálfsögðum hlut og leiða ekki hugann að þeirri miklu vinnu og sérhæfingu sem liggur að baki þeim. Hagtölur verða í eðli sínu aldrei alveg réttar en með faglegum og hlutlægum vinnubrögðum er hægt að nálgast gildi sem eru nægilega traust til að lýsa stöðu eða breytingum innan viðunandi skekkjumarka. Hagstofur flestra ríkja standa frammi fyrir auknum kröfum um að birta niðurstöður fyrr en áður, en á sama tíma að draga úr frávikum við endurskoðun þeirra og minnka kostnað við öflun hagtalna. Með nýrri tækni hefur tekist að mestu að mæta þessum kröfum, en á móti kemur að þjóðfélagið er orðið flóknara, alþjóðaviðskipti hafa aukist og kröfur komið fram um meiri upplýsingar. Kröfur um aukinn hraða og aukin gæði vegast á og hafa verið helsta áskorun í hagskýrslugerð frá upphafi. Samskipti við aðrar þjóðir eru sífellt mikilvægari á öllum sviðum. Alþjóðleg samskipti hafa aukið á kröfur um að hagtölur séu samanburðarhæfar á milli ríkja og svipaðar að gæðum. Ísland hefur verið aðili að tölfræðisamstarfi Sameinuðu þjóðanna frá upphafi og með samningnum um evrópska efnahagssvæðið frá 1994 hefur Hagstofa Íslands, ásamt öðrum ríkjum EFTA, tekið fullan þátt í tölfræðisamstarfi Evrópusambandsins. Hagstofan hefur einnig átt gott samstarf við aðrar alþjóðastofnanir, svo sem OECD og IMF, og skilar hagtölum reglulega til þeirra. Sem dæmi um mikilvægi alþjóðasamskipta má nefna að á síðasta ári sóttu fleiri erlendir aðilar gögn í veftöflur Hagstofunnar en íslenskir. Þá koma kröfur um nýjar eða auknar upplýsingar í flestum tilvikum frá alþjóðastofnunum. Til að tryggja gæði hagtalna samþykktu Sameinuðu þjóðirnar grundvallarreglur í hagskýrslugerð árið 1994. Í þeim er kveðið á um sjálfstæði og faglega ábyrgð hagstofa. Evrópusambandið setti nokkuð ítarlegar verklagsreglur um hagskýrslugerð árið 2005 og eru í þeim fimmtán meginreglur sem kveða m.a. á um faglegt verklag, hlutlægni, trúnað og gæði. Báðar þessar samþykktir hafa verið innleiddar hér á landi. Þá tóku ný lög um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð gildi í upphafi árs 2008 sem færa löggjöfina hér á landi að því sem best gerist annars staðar. Til að tryggja að hægt sé að bera saman hagtölur ríkja eru gefnir út ítarlegir staðlar um hagskýrslur á vegum Sameinuðu þjóðanna og hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Þannig má nefna staðla Sameinuðu þjóðanna um þjóðhagsreikninga og opinber fjármál, einnig að Hagstofa Íslands er skuldbundin til að fara eftir 254 reglugerðum Evrópusambandsins um hagskýrslugerð. Sendinefndir á vegum alþjóðastofnana heimsækja Hagstofuna reglulega og fara yfir gæði og fylgja eftir stöðlum við gerð hagskýrslna. Þótt alþjóðasamstarf sé mikilvægt eru innlendar þarfir í fyrirrúmi hagskýrslugerðar. Hagtölur eru mikilvægur þáttur í að fylgja eftir þróun í efnahags- og félagsmálum. Þær eru hluti af opinberri umræðu og eiga að sýna hvernig okkur miðar miðað við fyrri ár eða aðrar þjóðir. Hagtölur eru einnig mikilvægur grunnur fyrir rannsóknir í háskólasamfélaginu og hjá opinberum stofnunum og einkafyrirtækjum. Til að rækja skyldur sínar við innlenda notendur gerir Hagstofan notendakannanir og heldur reglulega fundi með notendahópum þar sem þeir geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Miðlun upplýsinga er ekki síður mikilvæg en fagleg vinnubrögð við söfnun og úrvinnslu. Samkvæmt verklagsreglum í evrópskri hagskýrslugerð er öllum tryggður jafn aðgangur að hagtölum. Í samræmi við reglurnar er gefin út birtingaráætlun ár hvert sem sýnir fyrir fram hvenær hagtölur verða birtar á vef Hagstofunnar. Allir notendur fá aðgang að hagtölum á sama tíma; almenningur, fjölmiðlar og stjórnvöld. Hagstofan gaf út 457 fréttir á síðasta ári, þar af var 241 á íslensku og 216 á ensku. Á vef Hagstofunnar eru rúmlega eitt þúsund töflur þar sem notendur geta sótt sér gögn og flutt efni í töflureikna til frekari vinnslu. Svipaður fjöldi taflna er á enska hluta vefsins. Mikilvægt er að tryggja góðan aðgang að hlutlægum og faglega unnum hagtölum. Eru hagtölur eins konar vegabréf ríkja í alþjóðasamfélaginu og spegill þjóða. Á degi hagtalna er vert að hvetja lesendur til að kynna sér gögn á vef Hagstofunnar, hagstofa.is, og útgáfu tölfræðiárbókar Hagstofunnar, Landshagi 2010.
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar