Umræðan um álver í Helguvík 2. september 2010 06:00 Í það rúma ár sem ég hef gegnt embætti umhverfisráðherra hafa talsmenn álvers í Helguvík haldið uppi áróðri um að atvinnuleysi Suðurnesjamanna sé að miklu leyti á ábyrgð umhverfisráðherra. Sá áróður hefur litlu skilað nema ef vera skyldi að auglýsingatekjur Ríkisútvarpsins hafi örlítið aukist síðustu þrjá mánuði síðasta árs. Stóryrði hafa fallið jafnt hjá fulltrúum Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands sem og fulltrúum sveitarstjórnarmeirihlutans í Reykjanesbæ og nærliggjandi bæjarfélögum, nú síðast hjá bæjarstjóranum í Garði, Ásmundi Friðrikssyni. Þótt flestir virðist nú loks hafa áttað sig á að það er ekki við stjórnvöld að sakast í þessum efnum heldur er vandinn fyrst og fremst skortur á fjármagni og erfiðleikar við orkuöflun, þá situr bæjarstjórinn við sinn keip og er staðráðinn í að kenna umhverfisráðherra um að hindra framkvæmdir. Haft er eftir honum í Morgunblaðinu 31. ágúst að honum finnist að hraði þeirra mála sem fari í umhverfisráðuneytið sé mældur í jarðfræðilegum tíma þar sem 300 ár eru augnablik. Þessi ummæli endurspegla litla þekkingu bæjarstjórans á málinu sjálfu og opinberum réttarreglum sem stjórnvöldum ber að hafa í heiðri sem handhafar opinbers valds. Í ljósi þessara ummæla skal áréttað að allar skipulagsáætlanir sem umhverfisráðherra hefur fengið til staðfestingar og lúta að uppbyggingu fyrirhugaðs álvers í Helguvík hafa verið afgreidd að einu undanskildu. Þar er um að ræða breytingu á aðalskipulagi Ölfuss vegna fyrirhugaðrar Hverahlíðarvirkjunar og Bitruvirkjunar. Eins og greint var frá í nýlegri fréttatilkynningu umhverfisráðuneytisins er afgreiðsla þess skipulags í eðlilegum farvegi í ráðuneytinu. Ummæli bæjarstjórans hljóta í þessu tilliti að teljast léttvæg. Hitt er alvarlegra að ummælin endurspegla litla virðingu fyrir vandaðri stjórnsýslu og réttindum almennings. Stjórnsýsla til fyrirmyndarMarkmið skipulags- og byggingarlaga er m.a. að tryggja að réttaröryggi einstaklinga og lögaðila verði ekki fyrir borð borið og að mannvirkjagerð fái faglegan undirbúning. Hvorki umhverfisráðherra né stofnunum umhverfisráðuneytisins er leyfilegt að leggja þessi markmið laganna til hliðar til að flýta fyrir afgreiðslu mála. Réttaröryggi borgaranna í samskiptum sínum við stjórnvöld er líka tryggt með stjórnsýslulögum. Í þeim felst m.a. að áður en stjórnvald tekur ákvörðun er því skylt að kalla eftir gögnum sem nauðsynleg eru til þess að hægt sé að taka efnislega rétta ákvörðun. Þessar leikreglur eru settar stjórnvöldum til aðhalds. Það væri beinlínis brot á lögum að víkja þessum leikreglum til hliðar til að hraða málum í gegnum stjórnkerfið vegna þess að pólitískur vilji stæði til þess eða að um það hafi verið samið. Ef það er vilji til að slaka á aðhaldi við meðferð opinbers valds þá er það ekki í hlutverki framkvæmdavaldsins, þ.e. ráðherra, að breyta því. Það er Alþingis að setja þær leikreglur sem framkvæmdavaldinu er ætlað að starfa samkvæmt. Upplýstur grundvöllur ákvarðanaUmhverfisráðherra hefur m.a. það hlutverk samkvæmt lögum að staðfesta skipulag sveitarfélaga. Það hlutverk tek ég alvarlega, enda fela lögin í sér skyldu umhverfisráðherra til að hafa eftirlit með því að rétt sé að verki staðið við gerð slíks skipulags. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna varpar mikilvægu ljósi á þessa skyldu og ábyrgð ráðherra. Niðurstaða nefndarinnar var m.a. sú að stjórnvöld hafi tekið afdrifaríkar ákvarðanir án þess að afla sér nægilegra upplýsinga um mögulegar afleiðingar þeirra. Allir handhafar opinbers valds eiga að draga lærdóm af skýrslunni, það hef ég gert og vonandi mun bæjarstjórinn í Garði gera slíkt hið sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Í það rúma ár sem ég hef gegnt embætti umhverfisráðherra hafa talsmenn álvers í Helguvík haldið uppi áróðri um að atvinnuleysi Suðurnesjamanna sé að miklu leyti á ábyrgð umhverfisráðherra. Sá áróður hefur litlu skilað nema ef vera skyldi að auglýsingatekjur Ríkisútvarpsins hafi örlítið aukist síðustu þrjá mánuði síðasta árs. Stóryrði hafa fallið jafnt hjá fulltrúum Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands sem og fulltrúum sveitarstjórnarmeirihlutans í Reykjanesbæ og nærliggjandi bæjarfélögum, nú síðast hjá bæjarstjóranum í Garði, Ásmundi Friðrikssyni. Þótt flestir virðist nú loks hafa áttað sig á að það er ekki við stjórnvöld að sakast í þessum efnum heldur er vandinn fyrst og fremst skortur á fjármagni og erfiðleikar við orkuöflun, þá situr bæjarstjórinn við sinn keip og er staðráðinn í að kenna umhverfisráðherra um að hindra framkvæmdir. Haft er eftir honum í Morgunblaðinu 31. ágúst að honum finnist að hraði þeirra mála sem fari í umhverfisráðuneytið sé mældur í jarðfræðilegum tíma þar sem 300 ár eru augnablik. Þessi ummæli endurspegla litla þekkingu bæjarstjórans á málinu sjálfu og opinberum réttarreglum sem stjórnvöldum ber að hafa í heiðri sem handhafar opinbers valds. Í ljósi þessara ummæla skal áréttað að allar skipulagsáætlanir sem umhverfisráðherra hefur fengið til staðfestingar og lúta að uppbyggingu fyrirhugaðs álvers í Helguvík hafa verið afgreidd að einu undanskildu. Þar er um að ræða breytingu á aðalskipulagi Ölfuss vegna fyrirhugaðrar Hverahlíðarvirkjunar og Bitruvirkjunar. Eins og greint var frá í nýlegri fréttatilkynningu umhverfisráðuneytisins er afgreiðsla þess skipulags í eðlilegum farvegi í ráðuneytinu. Ummæli bæjarstjórans hljóta í þessu tilliti að teljast léttvæg. Hitt er alvarlegra að ummælin endurspegla litla virðingu fyrir vandaðri stjórnsýslu og réttindum almennings. Stjórnsýsla til fyrirmyndarMarkmið skipulags- og byggingarlaga er m.a. að tryggja að réttaröryggi einstaklinga og lögaðila verði ekki fyrir borð borið og að mannvirkjagerð fái faglegan undirbúning. Hvorki umhverfisráðherra né stofnunum umhverfisráðuneytisins er leyfilegt að leggja þessi markmið laganna til hliðar til að flýta fyrir afgreiðslu mála. Réttaröryggi borgaranna í samskiptum sínum við stjórnvöld er líka tryggt með stjórnsýslulögum. Í þeim felst m.a. að áður en stjórnvald tekur ákvörðun er því skylt að kalla eftir gögnum sem nauðsynleg eru til þess að hægt sé að taka efnislega rétta ákvörðun. Þessar leikreglur eru settar stjórnvöldum til aðhalds. Það væri beinlínis brot á lögum að víkja þessum leikreglum til hliðar til að hraða málum í gegnum stjórnkerfið vegna þess að pólitískur vilji stæði til þess eða að um það hafi verið samið. Ef það er vilji til að slaka á aðhaldi við meðferð opinbers valds þá er það ekki í hlutverki framkvæmdavaldsins, þ.e. ráðherra, að breyta því. Það er Alþingis að setja þær leikreglur sem framkvæmdavaldinu er ætlað að starfa samkvæmt. Upplýstur grundvöllur ákvarðanaUmhverfisráðherra hefur m.a. það hlutverk samkvæmt lögum að staðfesta skipulag sveitarfélaga. Það hlutverk tek ég alvarlega, enda fela lögin í sér skyldu umhverfisráðherra til að hafa eftirlit með því að rétt sé að verki staðið við gerð slíks skipulags. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna varpar mikilvægu ljósi á þessa skyldu og ábyrgð ráðherra. Niðurstaða nefndarinnar var m.a. sú að stjórnvöld hafi tekið afdrifaríkar ákvarðanir án þess að afla sér nægilegra upplýsinga um mögulegar afleiðingar þeirra. Allir handhafar opinbers valds eiga að draga lærdóm af skýrslunni, það hef ég gert og vonandi mun bæjarstjórinn í Garði gera slíkt hið sama.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar