Forráðamenn Inter ætla að nýta leikinn gegn Tottenham í Meistaradeildinni til þess að ræða við forráðamenn Spurs um Gareth Bale.
Inter er á meðal þeirra liða sem hafa mikinn áhuga á leikmanninum en hann hefur slegið rækilega í gegn í upphafi leiktíðarinnar.
Forráðamenn Inter vonast til þess að leggja jarðveginn að væntanlegum kaupum á morgun en Inter mun láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í janúar.
Inter vantar mann á vinstri vænginn og félagið sér Bale því sem fullkomna laus á sínum vanda.
Spurs er þó ekkert æst í að selja leikmanninn og þess utan hafa fleiri lið áhuga á að kaupa.