Alonso: Tímatakan verður jöfn 13. nóvember 2010 05:26 Ökumenn aka við sólsetur í tímatökunni í dag, rétt eins og á æfingum í gær. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Fernando Alonso hjá Ferrari er efstur í stigamóti ökumanna fyrir úrslitarimmuna um meistaratitil ökumanna í Abu Dhabi i dag, en tímatakan sem fer fram í dag gæti ráðið miklu um úrslitin í mótinu á sunnudag. Tvær æfingar fór fram í gær og lokaæfing verður á undan tímatökunni á laugardagsmorgun. "Þessi mótshelgi byrjaði vel hjá okkur. Við söfnuðum upplýsingum sem tæknimenn okkar skoða rækilega. Það fyrsta sem er gert á föstudögum er að skoða að allt sé í standi og eiginleikar bílsins sé samsvarandi við það sem við erum búnir á prófa í ökuhermi", sagði Alonso um hvernig menn bera sig að á æfingum áður en kemur að tímatökum. Hann var með sjötta besta tíma í gær, en Lewis Hamilton var með besta aksturstíma dagsins á McLaren. "Við vinnum í því að hámarka möguleika bílsins með því að breyta uppsetningu bílsins og yfirbyggingu til að sjá hvað er hægt að bæta. Við erum þokkalega ánægðir með bílinn. Hann er auðveldur í meðförum, en við getum náð meira út úr honum. Ég geri ráð fyrir að tímatakan verði mjög jöfn og vonandi verðum við nær Red Bull en áður. Það er tilgangslaust að spá í hvernig málin þróast í kappakstrinum. Við verðum að einbeita okkur að því sem við erum að gera og hvernig við útbúum bílinn sem best", sagði Alonso. Lokaæfing keppnisliða í Abu Dhabi er kl. 09.55 á Stöð 2 Sport og tímatakan í opinni dagskrá kl. 12.45. Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Fernando Alonso hjá Ferrari er efstur í stigamóti ökumanna fyrir úrslitarimmuna um meistaratitil ökumanna í Abu Dhabi i dag, en tímatakan sem fer fram í dag gæti ráðið miklu um úrslitin í mótinu á sunnudag. Tvær æfingar fór fram í gær og lokaæfing verður á undan tímatökunni á laugardagsmorgun. "Þessi mótshelgi byrjaði vel hjá okkur. Við söfnuðum upplýsingum sem tæknimenn okkar skoða rækilega. Það fyrsta sem er gert á föstudögum er að skoða að allt sé í standi og eiginleikar bílsins sé samsvarandi við það sem við erum búnir á prófa í ökuhermi", sagði Alonso um hvernig menn bera sig að á æfingum áður en kemur að tímatökum. Hann var með sjötta besta tíma í gær, en Lewis Hamilton var með besta aksturstíma dagsins á McLaren. "Við vinnum í því að hámarka möguleika bílsins með því að breyta uppsetningu bílsins og yfirbyggingu til að sjá hvað er hægt að bæta. Við erum þokkalega ánægðir með bílinn. Hann er auðveldur í meðförum, en við getum náð meira út úr honum. Ég geri ráð fyrir að tímatakan verði mjög jöfn og vonandi verðum við nær Red Bull en áður. Það er tilgangslaust að spá í hvernig málin þróast í kappakstrinum. Við verðum að einbeita okkur að því sem við erum að gera og hvernig við útbúum bílinn sem best", sagði Alonso. Lokaæfing keppnisliða í Abu Dhabi er kl. 09.55 á Stöð 2 Sport og tímatakan í opinni dagskrá kl. 12.45.
Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira