Alonso: Tímatakan verður jöfn 13. nóvember 2010 05:26 Ökumenn aka við sólsetur í tímatökunni í dag, rétt eins og á æfingum í gær. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Fernando Alonso hjá Ferrari er efstur í stigamóti ökumanna fyrir úrslitarimmuna um meistaratitil ökumanna í Abu Dhabi i dag, en tímatakan sem fer fram í dag gæti ráðið miklu um úrslitin í mótinu á sunnudag. Tvær æfingar fór fram í gær og lokaæfing verður á undan tímatökunni á laugardagsmorgun. "Þessi mótshelgi byrjaði vel hjá okkur. Við söfnuðum upplýsingum sem tæknimenn okkar skoða rækilega. Það fyrsta sem er gert á föstudögum er að skoða að allt sé í standi og eiginleikar bílsins sé samsvarandi við það sem við erum búnir á prófa í ökuhermi", sagði Alonso um hvernig menn bera sig að á æfingum áður en kemur að tímatökum. Hann var með sjötta besta tíma í gær, en Lewis Hamilton var með besta aksturstíma dagsins á McLaren. "Við vinnum í því að hámarka möguleika bílsins með því að breyta uppsetningu bílsins og yfirbyggingu til að sjá hvað er hægt að bæta. Við erum þokkalega ánægðir með bílinn. Hann er auðveldur í meðförum, en við getum náð meira út úr honum. Ég geri ráð fyrir að tímatakan verði mjög jöfn og vonandi verðum við nær Red Bull en áður. Það er tilgangslaust að spá í hvernig málin þróast í kappakstrinum. Við verðum að einbeita okkur að því sem við erum að gera og hvernig við útbúum bílinn sem best", sagði Alonso. Lokaæfing keppnisliða í Abu Dhabi er kl. 09.55 á Stöð 2 Sport og tímatakan í opinni dagskrá kl. 12.45. Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Fernando Alonso hjá Ferrari er efstur í stigamóti ökumanna fyrir úrslitarimmuna um meistaratitil ökumanna í Abu Dhabi i dag, en tímatakan sem fer fram í dag gæti ráðið miklu um úrslitin í mótinu á sunnudag. Tvær æfingar fór fram í gær og lokaæfing verður á undan tímatökunni á laugardagsmorgun. "Þessi mótshelgi byrjaði vel hjá okkur. Við söfnuðum upplýsingum sem tæknimenn okkar skoða rækilega. Það fyrsta sem er gert á föstudögum er að skoða að allt sé í standi og eiginleikar bílsins sé samsvarandi við það sem við erum búnir á prófa í ökuhermi", sagði Alonso um hvernig menn bera sig að á æfingum áður en kemur að tímatökum. Hann var með sjötta besta tíma í gær, en Lewis Hamilton var með besta aksturstíma dagsins á McLaren. "Við vinnum í því að hámarka möguleika bílsins með því að breyta uppsetningu bílsins og yfirbyggingu til að sjá hvað er hægt að bæta. Við erum þokkalega ánægðir með bílinn. Hann er auðveldur í meðförum, en við getum náð meira út úr honum. Ég geri ráð fyrir að tímatakan verði mjög jöfn og vonandi verðum við nær Red Bull en áður. Það er tilgangslaust að spá í hvernig málin þróast í kappakstrinum. Við verðum að einbeita okkur að því sem við erum að gera og hvernig við útbúum bílinn sem best", sagði Alonso. Lokaæfing keppnisliða í Abu Dhabi er kl. 09.55 á Stöð 2 Sport og tímatakan í opinni dagskrá kl. 12.45.
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira