Nýtt Icesave: Vextir lækka og höft afnumin fyrr 10. desember 2010 12:02 Nýtt og hagstæðara Icesave-samkomulag eykur líkur á því að Seðlabankinn muni lækka vexti frekar og færir afnám gjaldeyrishafta framar í tímann. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að enn eigi Alþingi eftir að leggja blessun sína yfir samkomulagið og síðan forsetinn að undirrita lög um það efni. Nokkur óvissa er því enn um lyktir þessa máls sem litað hefur þróun efnahagsmála og þjóðfélagsumræðuna hér á landi frá því að fjármálakreppan skall á í lok árs 2008. Hagstæðari samningur ásamt viðbrögðum bæði aðila stjórnar og stjórnarandstöðu bendir til þess að mun líklegra sé að þessi samningur fái brautargengi Alþingis nú en fyrri samningur. Fyrri samningi vísaði forsetinn eftirminnilega í þjóðaratkvæðagreiðslu í upphafi þessa árs þar sem honum var hafnað. Verði stuðningur Alþingis ótvíræður nú má telja líklegra að forsetinn skrifi undir lögin. „Lausn þessa máls og á þeim nótum sem nú er um rætt mun að öllum líkindum hafa jákvæð áhrif á aðgang íslenskra aðila að erlendu fjármagni og lækka áhættuálag á íslenskar fjáreignir," segir í Morgunkorninu. „Reikna má með því að lánshæfismatsfyrirtækin bregðist við því með hækkun á lánshæfi ríkissjóðs og ríkisfyrirtækja, en málið hefur meðal annars haft neikvæð áhrif á lánafyrirgreiðslur Landsvirkjunar erlendis. Lyktir málsins gætu þannig flýtt fyrir því að fjárfesting taki við sér hér á landi sem er ein forsenda aukins hagvaxtar og þess viðsnúnings í efnahagsmálum sem spáð er á næstu misserum. Viðbrögð hafa verið lítil á fjármálamarkaði í morgun við fréttum af nýju samkomulagi. Vitað var að samningur á þessum nótum gæti verið á leiðinni og hafa áhrifin því eflaust komið fram þegar að stórum hluta. Einnig hefur áhrif sú óvissa sem enn er um afgreiðslu Alþingis og forsetans." Icesave Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Kristjana til Samtaka atvinnulífsins Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Kristjana til Samtaka atvinnulífsins Verðbólguþróunin áhyggjuefni Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Sjá meira
Nýtt og hagstæðara Icesave-samkomulag eykur líkur á því að Seðlabankinn muni lækka vexti frekar og færir afnám gjaldeyrishafta framar í tímann. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að enn eigi Alþingi eftir að leggja blessun sína yfir samkomulagið og síðan forsetinn að undirrita lög um það efni. Nokkur óvissa er því enn um lyktir þessa máls sem litað hefur þróun efnahagsmála og þjóðfélagsumræðuna hér á landi frá því að fjármálakreppan skall á í lok árs 2008. Hagstæðari samningur ásamt viðbrögðum bæði aðila stjórnar og stjórnarandstöðu bendir til þess að mun líklegra sé að þessi samningur fái brautargengi Alþingis nú en fyrri samningur. Fyrri samningi vísaði forsetinn eftirminnilega í þjóðaratkvæðagreiðslu í upphafi þessa árs þar sem honum var hafnað. Verði stuðningur Alþingis ótvíræður nú má telja líklegra að forsetinn skrifi undir lögin. „Lausn þessa máls og á þeim nótum sem nú er um rætt mun að öllum líkindum hafa jákvæð áhrif á aðgang íslenskra aðila að erlendu fjármagni og lækka áhættuálag á íslenskar fjáreignir," segir í Morgunkorninu. „Reikna má með því að lánshæfismatsfyrirtækin bregðist við því með hækkun á lánshæfi ríkissjóðs og ríkisfyrirtækja, en málið hefur meðal annars haft neikvæð áhrif á lánafyrirgreiðslur Landsvirkjunar erlendis. Lyktir málsins gætu þannig flýtt fyrir því að fjárfesting taki við sér hér á landi sem er ein forsenda aukins hagvaxtar og þess viðsnúnings í efnahagsmálum sem spáð er á næstu misserum. Viðbrögð hafa verið lítil á fjármálamarkaði í morgun við fréttum af nýju samkomulagi. Vitað var að samningur á þessum nótum gæti verið á leiðinni og hafa áhrifin því eflaust komið fram þegar að stórum hluta. Einnig hefur áhrif sú óvissa sem enn er um afgreiðslu Alþingis og forsetans."
Icesave Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Kristjana til Samtaka atvinnulífsins Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Kristjana til Samtaka atvinnulífsins Verðbólguþróunin áhyggjuefni Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Sjá meira