Stendur ekki til að yfirheyra Bjarna 25. janúar 2010 18:46 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, hefur ekki verið yfirheyrður í tengslum við rannsókn embættis sérstaks saksóknara á málefnum Sjóvár og Milestone. Bjarni hafði milligöngu um að félagið Vafningur tæki tíu milljarða króna lán hjá Sjóvá. Lánið var aldrei greitt til baka. DV hefur fjallað nokkuð ítarlega um lánveitingar Sjóvár til eignarhaldsfélagsins Vafnings sem var í eigu Wernersbræðra og Einars og Benedikts Sveinssona. Málið tengist meintri ólögmætri veðsetningu bótasjóðs Sjóvar sem er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Um flókin viðskipti var að ræða sem að hluta til - samkvæmt DV - gengu út á að bjarga hlutabréfum þeirra bræðra í Glitni. Bjarni Benediktsson, sonur Benedikts Sveinssonar, kom að þessum viðskiptum en hann hefur ekki samkvæmt heimildum fréttastofu verið yfirheyrður í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara og er það heldur ekki á dagskrá. Wernersbræður áttu ásamt þeim Einari og Benedikt sjö prósenta hlut í Glitni í gegnum eignarhaldsfélagið Þátt international. Þessi hlutur var hins vegar veðsettur hjá bandaríska fjárfestingarbankanum Morgan Stanley. Þegar síga fór á ógæfuhliðina í íslensku efnhagslífi snemm árs 2008 hótaði bandaríski bankinn að leysa til sín þennan hlut nema til kæmi greiðsla upp á 15 milljarða króna. Til að mæta þessari kröfu fengu þeir bræður meðal annars rúmlega tíu milljarða króna lán frá Sjóvá gegn veði í Vafningi - en aðaleignir félagsins voru lúxus íbúðaturnar í Makaó. Sjóvá þurfti að afskrifa þetta lán nokkrum mánuðum síðar eftir að í ljós kom að eignir Vafnings voru tvíveðsettar en Glitnir átti fyrsta kröfurétt. Eins og fram hefur komið þurfti ríkið svo að setja 12 milljarða króna inn í sjóvá á síðasta ári til að bjarga félaginu frá þroti. Það var Bjarni Benediktsson sem fékk umboð til að veðsetja bréfin á sínum tíma. Bjarni hefur áður lýst því yfir í fjölmiðlum að hann hafi séð um þessi viðskipti þar sem ættingar hans hafi verið í útlöndum á þessum tímapunkti. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Bjarni ekkert óeðlilegt við sína aðkoma að þessu máli. Því sé það skiljanlegt að sérstakur saksóknari sjái ekki ástæðu til að yfirheyra hann vegna málsins. Vafningsmálið Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, hefur ekki verið yfirheyrður í tengslum við rannsókn embættis sérstaks saksóknara á málefnum Sjóvár og Milestone. Bjarni hafði milligöngu um að félagið Vafningur tæki tíu milljarða króna lán hjá Sjóvá. Lánið var aldrei greitt til baka. DV hefur fjallað nokkuð ítarlega um lánveitingar Sjóvár til eignarhaldsfélagsins Vafnings sem var í eigu Wernersbræðra og Einars og Benedikts Sveinssona. Málið tengist meintri ólögmætri veðsetningu bótasjóðs Sjóvar sem er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Um flókin viðskipti var að ræða sem að hluta til - samkvæmt DV - gengu út á að bjarga hlutabréfum þeirra bræðra í Glitni. Bjarni Benediktsson, sonur Benedikts Sveinssonar, kom að þessum viðskiptum en hann hefur ekki samkvæmt heimildum fréttastofu verið yfirheyrður í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara og er það heldur ekki á dagskrá. Wernersbræður áttu ásamt þeim Einari og Benedikt sjö prósenta hlut í Glitni í gegnum eignarhaldsfélagið Þátt international. Þessi hlutur var hins vegar veðsettur hjá bandaríska fjárfestingarbankanum Morgan Stanley. Þegar síga fór á ógæfuhliðina í íslensku efnhagslífi snemm árs 2008 hótaði bandaríski bankinn að leysa til sín þennan hlut nema til kæmi greiðsla upp á 15 milljarða króna. Til að mæta þessari kröfu fengu þeir bræður meðal annars rúmlega tíu milljarða króna lán frá Sjóvá gegn veði í Vafningi - en aðaleignir félagsins voru lúxus íbúðaturnar í Makaó. Sjóvá þurfti að afskrifa þetta lán nokkrum mánuðum síðar eftir að í ljós kom að eignir Vafnings voru tvíveðsettar en Glitnir átti fyrsta kröfurétt. Eins og fram hefur komið þurfti ríkið svo að setja 12 milljarða króna inn í sjóvá á síðasta ári til að bjarga félaginu frá þroti. Það var Bjarni Benediktsson sem fékk umboð til að veðsetja bréfin á sínum tíma. Bjarni hefur áður lýst því yfir í fjölmiðlum að hann hafi séð um þessi viðskipti þar sem ættingar hans hafi verið í útlöndum á þessum tímapunkti. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Bjarni ekkert óeðlilegt við sína aðkoma að þessu máli. Því sé það skiljanlegt að sérstakur saksóknari sjái ekki ástæðu til að yfirheyra hann vegna málsins.
Vafningsmálið Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira