Angelina Jolie fer aldrei í sturtu nema einhver úr fjölskyldunni reyni að baða sig með henni.
Leikkonan, sem á sex börn með Brad Pitt, segir móðurhlutverkið það mikilvægasta sem hún tekst á við. Hún segist elska að eyða tíma með börnunum þeirra.
Angelina segir mikið um að vera á heimilinu en hún vill einfaldlega ekki hafa það neitt öðruvísi.
„Ég vakna með fjögur börn upp í hjá mér við það að Brad talar í símann með tvíburana í fanginu," segir Angelina þegar hún lýsir því hvernig ástandið getur verið á heimili þeirra á venjulegum degi.
„Heimilið er fullt af ást og hlýju. Ég fæ sjaldan tíma út af fyrir mig eins og flestir foreldrar. Stundum reyni ég að lauma mér ein í sturtu en það reynir alltaf einhver að lauma sér í sturtuklefann með mér."