Kjallari Seðlabankans fullur af skuldabréfum á brettum 12. apríl 2010 12:41 Eftir því sem leið á vorið 2008 jókst mikilvægi þess að Seðlabankinn myndi leiðrétta þau mistök sín með því að afla sér traustari veða. Síðasta mánuðinn fyrir hrun bankanna árið 2008 var kjallari Seðlabankans orðinn fullur af brettum með skuldabréfum frá stóru bönkunum þremur og öðrum fjármálastofnunum.Við skýrslutöku hjá rannsóknarnefnd Alþingis var Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri alþjóða- og markaðssviðs Seðlabankans, spurður að því hvort ekki hefði komið til tals að skipta veðum í óvörðum skuldabréfum út fyrir önnur veð. Sturla svaraði: „Jú, en þá hefði ég alveg eins getað farið að loka bönkunum."Sturla var þá spurður hvort ekki hefði komið til greina að taka einhverjar lánabækur bankanna að veði í stað framangreindra óvarinna skuldabréfa. Sturla svaraði: „Nei, nei, nei. Við vorum búnir að opna á allt. Kjallarinn í Seðlabankanum er fullur af brettum með handhafaskuldabréfum. Við vorum búnir að taka af þeim, við tókum af þeim allt sem þeir gátu afhent.Það sem við reynum að gera með því að opna á þessa ABS-a og þetta erlenda er að byrja á að opna á allt sem þeir geta afhent okkur rafrænt. Það er bara svo rosalega mikið vesen að taka við einhverju sem er fýsískt skuldabréf. Og það er í rauninni ekki fyrr en held ég bara í september sem við erum farnir að taka þetta á brettum…"Almennt benti Sturla á: „Ef þú skoðar veðlánareglur í heiminum og þær breytingar sem menn hafa verið að gera á veðlánareglum þá er það þannig, við ákváðum að halda okkur bara við reglurnar eins og þær voru. Við vissum það að við þyrftum að koma lausafé út í kerfið, „no matter what". Eina leiðin til þess að það væri smuga að þetta kerfi lifði þetta af væri að það fengi lausafjárfyrirgreiðslu.Í staðinn fyrir að gera t.d. eins og við hefðum getað gert, eins og danski seðlabankinn sem lánaði bara án trygginga út á það eigið fé sem var umfram 8 prósentin, menn, hefðum alveg getað gert eins og bandaríski seðlabankinn, að lána út á hlutabréf og alls konar hluti."Rannsóknarnenfdin segir að ekki verður á það fallist að það geti talist málefnalegar ástæður þess að ekki var leitað eftir haldbetri veðum að það hafi verið „rosalega mikið vesen að taka við einhverju sem er fýsískt skuldabréf". Enda var það beinlínis hlutverk stofnunarinnar að huga að veðtryggingum fyrir kröfum sínum á hendur fjármálastofnunum og varð það hlutverk síst léttvægara eftir því sem lánveitingar til þeirra jukust hratt og numu vikulega fjárhæðum sambærilegum árlegum fjárlögum ríkisins.Eftir því sem leið á vorið 2008 jókst mikilvægi þess að Seðlabankinn myndi leiðrétta þau mistök sín með því að afla sér traustari veða. Í því samhengi verður að líta til þess að við fall bankanna námu heildarlánveitingar Seðlabanka Íslands með veði í óvörðum skuldabréfum til íslenskra fjármála- fyrirtækja rúmlega 300 milljörðum króna, en þar af voru um 200 milljarðar vegna veðlána stóru bankanna þriggja og Icebank. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Síðasta mánuðinn fyrir hrun bankanna árið 2008 var kjallari Seðlabankans orðinn fullur af brettum með skuldabréfum frá stóru bönkunum þremur og öðrum fjármálastofnunum.Við skýrslutöku hjá rannsóknarnefnd Alþingis var Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri alþjóða- og markaðssviðs Seðlabankans, spurður að því hvort ekki hefði komið til tals að skipta veðum í óvörðum skuldabréfum út fyrir önnur veð. Sturla svaraði: „Jú, en þá hefði ég alveg eins getað farið að loka bönkunum."Sturla var þá spurður hvort ekki hefði komið til greina að taka einhverjar lánabækur bankanna að veði í stað framangreindra óvarinna skuldabréfa. Sturla svaraði: „Nei, nei, nei. Við vorum búnir að opna á allt. Kjallarinn í Seðlabankanum er fullur af brettum með handhafaskuldabréfum. Við vorum búnir að taka af þeim, við tókum af þeim allt sem þeir gátu afhent.Það sem við reynum að gera með því að opna á þessa ABS-a og þetta erlenda er að byrja á að opna á allt sem þeir geta afhent okkur rafrænt. Það er bara svo rosalega mikið vesen að taka við einhverju sem er fýsískt skuldabréf. Og það er í rauninni ekki fyrr en held ég bara í september sem við erum farnir að taka þetta á brettum…"Almennt benti Sturla á: „Ef þú skoðar veðlánareglur í heiminum og þær breytingar sem menn hafa verið að gera á veðlánareglum þá er það þannig, við ákváðum að halda okkur bara við reglurnar eins og þær voru. Við vissum það að við þyrftum að koma lausafé út í kerfið, „no matter what". Eina leiðin til þess að það væri smuga að þetta kerfi lifði þetta af væri að það fengi lausafjárfyrirgreiðslu.Í staðinn fyrir að gera t.d. eins og við hefðum getað gert, eins og danski seðlabankinn sem lánaði bara án trygginga út á það eigið fé sem var umfram 8 prósentin, menn, hefðum alveg getað gert eins og bandaríski seðlabankinn, að lána út á hlutabréf og alls konar hluti."Rannsóknarnenfdin segir að ekki verður á það fallist að það geti talist málefnalegar ástæður þess að ekki var leitað eftir haldbetri veðum að það hafi verið „rosalega mikið vesen að taka við einhverju sem er fýsískt skuldabréf". Enda var það beinlínis hlutverk stofnunarinnar að huga að veðtryggingum fyrir kröfum sínum á hendur fjármálastofnunum og varð það hlutverk síst léttvægara eftir því sem lánveitingar til þeirra jukust hratt og numu vikulega fjárhæðum sambærilegum árlegum fjárlögum ríkisins.Eftir því sem leið á vorið 2008 jókst mikilvægi þess að Seðlabankinn myndi leiðrétta þau mistök sín með því að afla sér traustari veða. Í því samhengi verður að líta til þess að við fall bankanna námu heildarlánveitingar Seðlabanka Íslands með veði í óvörðum skuldabréfum til íslenskra fjármála- fyrirtækja rúmlega 300 milljörðum króna, en þar af voru um 200 milljarðar vegna veðlána stóru bankanna þriggja og Icebank.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira