Gríðarleg aukning á vatnsmagni hefur mælst við Gígjökul og má segja að þar sé komið flóð. Vatnsmagn hefur aukist um 20-30 sentimetra síðan rétt fyrir klukkan sjö.
Samkvæmt upplýsingum frá sérfræðingi Veðurstofunnar hefur enn enginn séð gosið sjálft. Hins vegar hafa tvær tilkynningar borist um gufubólstra. Bendir það til þess að gos sé hafið sem gæti verið svipað að stærð og gosið í Fimmvörðuhálsi.
Gríðarleg aukning á vatnsmagni
Jón Hákon Halldórsson skrifar
