Svar við opnu bréfi um trú og skóla 29. október 2010 05:00 Sæll og blessaður Guðmundur Ingi og þakka þér fyrir að bregðast við grein minni. Í henni benti ég á að leikskólabörn hefðu verið leidd til þátttöku í atferli og undir tákni sem ég tel að hafi í sér fólgið trúarlega tilvísun eða í það minnsta vísi til tiltekinna gilda og menningar og til sögulegrar hreyfingar með sína hugmyndafræði. Ég vildi benda á að trú og trúboð er miklu víðar í samfélaginu en á vegum presta Þjóðkirkjunnar. Ég gef mér það að prestar hefðu líklega ekki fengið leikskólastjóra til þess að leyfa börnunum að taka þátt í sambærilegri göngu undir merki krossins og í anda kenninga Jesú Krists. Dæmið var sett fram til þess að sýna fram á að trúboð er víða í gangi í þjóðfélaginu - og það er líka allt í besta lagi með það. Trú er ekki eitthvað sem hvergi má tala um nema bak við luktar dyr í musterum eða kirkjum. Trú er snar þáttur í lífi flestra manna og hún verður ekki einangruð við sérstök hús eða staði. Trúin er hluti af menningu okkar. Í skólum eru yfir 90% barna frá kristnum heimilum, þau eru skírð og fermd. Auðvitað á að fræða um hið trúarlega í skólum, bæði um kristna trú og önnur trúarbrögð en af menningarlegum ástæðum hlýtur kristin trú að fá þar eitthvað meira rými en til dæmis shinto-trú svo dæmi sé tekið. Svo má líka spyrja: Mega prestar kenna í skólum? Auðvitað mega þeir það hafi þeir til þess tilskilda menntun. Prestar og guðfræðingar geta kennt ýmis fræði eins og t.d. trúarbragðafræði. Vandi þeirra er sá sami og allra annarra kennara, að kenna á hlutlægan hátt en ekki hlutdrægan. Tilvísun mín í menningarbyltinguna í Kína fól ekki í sér neina tengingu við „blóðþyrsta kúgara" heldur var ég að vara við miðstýringu á skoðunum og atferli fólks, afnámi fjölbreytileikans sem nú er við lýði í skólahverfum. Byltingar hefjast oft með litlum skrefum í átt til þöggunar og afnáms tjáningarfrelsis. Á t.d. að banna Gídeonfélaginu að gefa börnum Nýja testamentið, bók sem er grundvöllur íslenskrar menningar, siðar og gilda? Og er eitthvað að því að sum börn fái sérstök verkefni meðan önnur fara til kirkju? Vilji meirihluta á að ráða svo fremi að hann fari fram á heilbrigðan hátt og án alls ofríkis. Börnin þín þurfa ekki verða fyrir neinni mismunun í skóla þótt skólasystkini þeirra fari í kirkjuheimsókn á aðventunni. Og ég geri ekki lítið úr þínum lífsskoðunum og afstöðu þótt meirihluti barna í skóla barna þinna fari í kirkjuheimsókn en börnin þín ekki. Það er ekki mismunun í mínum augum. Ef það er mismunun í þínum augum þá spyr ég hvort það eigi ekki líka við um það ef kristin börn mega ekki fara í slíkar heimsóknir vegna þess að örfá börn af annarri trú eru í sama skóla? Ég vil ekki að örfáir einstaklingar geti sett fjöldanum stólinn fyrir dyrnar í þessum efnum. Slíkar heimsóknir eru liður í fræðslu um sið og trú meirihluta þjóðarinnar. Á meðan fá börn þeirra foreldra sem vilja ekki að þau taki þátt í heimsókninni að vinna að öðrum verkefnum eða heimsækja eigin trúfélag ef svo ber undir. Þurfa ekki sum börn líka að vera eftir við aðra iðju í skólanum á meðan íþróttamenn úr þeirra hópi fá leyfi til keppnisferða? Er það mismunun og brot á mannréttindum barnsins eða foreldra? Ég tel reyndar að börnin þín verði víðsýnni ef þau fá að kynnast ólíkum siðum og hefðum annarra barna. Sama á við um hin kristnu börn. Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar vill ákveða og miðstýra samskiptum skóla annars vegar og kirkju og ýmissa félaga hins vegar. Ég tel að fjölbreytni eigi að fá að ríkja á sem flestum sviðum. Skólahverfi eru ólík og hefðir sem skapast hafa í samskiptum skóla og kirkju eru með einum hætti hér og öðrum þar. Opið þjóðfélag hlýtur að stuðla að því að fólk læri sem mest og um sem flest. Við þurfum að vita og þekkja vel og vandlega sögu okkar og menningu, einnig trú þjóðarinnar í þúsund ár, um leið og við fræðumst um önnur trúarbrögð. Að gera presta eina að trúboðum og segja að þeir megi ekki koma að neinu starfi innan skóla tel ég vera atlögu að starfsheiðri þeirra. Prestar með 5 ára háskólamenntun að baki og í mörgum tilfellum framhaldsnám að auki hafa margt fram að færa í þjóðfélaginu. Þegar slys verða og dauðsföll og prestar eru kallaðir til að hugga fólk þá gera þeir það af varfærni og yfirvegun sem sérfræðingar á svið sorgar og áfalla. Prestar starfa til að mynda með Almannavörnum og eru þar teknir gildir sem fagmenn. Tillögur meirihluta Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar eru að mínu álit fráleitar. Forðumst þröngsýni en stuðlum þess í stað að opnu og víðsýnu þjóðfélagi. Fordómar eru alltaf vondir enda byggjast þeir á fáfræði og þröngsýni. Ölum ekki á fordómum gegn neinum hópum í þjóðfélaginu, hvorki prestum né öðrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Örn Bárður Jónsson Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Sjá meira
Sæll og blessaður Guðmundur Ingi og þakka þér fyrir að bregðast við grein minni. Í henni benti ég á að leikskólabörn hefðu verið leidd til þátttöku í atferli og undir tákni sem ég tel að hafi í sér fólgið trúarlega tilvísun eða í það minnsta vísi til tiltekinna gilda og menningar og til sögulegrar hreyfingar með sína hugmyndafræði. Ég vildi benda á að trú og trúboð er miklu víðar í samfélaginu en á vegum presta Þjóðkirkjunnar. Ég gef mér það að prestar hefðu líklega ekki fengið leikskólastjóra til þess að leyfa börnunum að taka þátt í sambærilegri göngu undir merki krossins og í anda kenninga Jesú Krists. Dæmið var sett fram til þess að sýna fram á að trúboð er víða í gangi í þjóðfélaginu - og það er líka allt í besta lagi með það. Trú er ekki eitthvað sem hvergi má tala um nema bak við luktar dyr í musterum eða kirkjum. Trú er snar þáttur í lífi flestra manna og hún verður ekki einangruð við sérstök hús eða staði. Trúin er hluti af menningu okkar. Í skólum eru yfir 90% barna frá kristnum heimilum, þau eru skírð og fermd. Auðvitað á að fræða um hið trúarlega í skólum, bæði um kristna trú og önnur trúarbrögð en af menningarlegum ástæðum hlýtur kristin trú að fá þar eitthvað meira rými en til dæmis shinto-trú svo dæmi sé tekið. Svo má líka spyrja: Mega prestar kenna í skólum? Auðvitað mega þeir það hafi þeir til þess tilskilda menntun. Prestar og guðfræðingar geta kennt ýmis fræði eins og t.d. trúarbragðafræði. Vandi þeirra er sá sami og allra annarra kennara, að kenna á hlutlægan hátt en ekki hlutdrægan. Tilvísun mín í menningarbyltinguna í Kína fól ekki í sér neina tengingu við „blóðþyrsta kúgara" heldur var ég að vara við miðstýringu á skoðunum og atferli fólks, afnámi fjölbreytileikans sem nú er við lýði í skólahverfum. Byltingar hefjast oft með litlum skrefum í átt til þöggunar og afnáms tjáningarfrelsis. Á t.d. að banna Gídeonfélaginu að gefa börnum Nýja testamentið, bók sem er grundvöllur íslenskrar menningar, siðar og gilda? Og er eitthvað að því að sum börn fái sérstök verkefni meðan önnur fara til kirkju? Vilji meirihluta á að ráða svo fremi að hann fari fram á heilbrigðan hátt og án alls ofríkis. Börnin þín þurfa ekki verða fyrir neinni mismunun í skóla þótt skólasystkini þeirra fari í kirkjuheimsókn á aðventunni. Og ég geri ekki lítið úr þínum lífsskoðunum og afstöðu þótt meirihluti barna í skóla barna þinna fari í kirkjuheimsókn en börnin þín ekki. Það er ekki mismunun í mínum augum. Ef það er mismunun í þínum augum þá spyr ég hvort það eigi ekki líka við um það ef kristin börn mega ekki fara í slíkar heimsóknir vegna þess að örfá börn af annarri trú eru í sama skóla? Ég vil ekki að örfáir einstaklingar geti sett fjöldanum stólinn fyrir dyrnar í þessum efnum. Slíkar heimsóknir eru liður í fræðslu um sið og trú meirihluta þjóðarinnar. Á meðan fá börn þeirra foreldra sem vilja ekki að þau taki þátt í heimsókninni að vinna að öðrum verkefnum eða heimsækja eigin trúfélag ef svo ber undir. Þurfa ekki sum börn líka að vera eftir við aðra iðju í skólanum á meðan íþróttamenn úr þeirra hópi fá leyfi til keppnisferða? Er það mismunun og brot á mannréttindum barnsins eða foreldra? Ég tel reyndar að börnin þín verði víðsýnni ef þau fá að kynnast ólíkum siðum og hefðum annarra barna. Sama á við um hin kristnu börn. Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar vill ákveða og miðstýra samskiptum skóla annars vegar og kirkju og ýmissa félaga hins vegar. Ég tel að fjölbreytni eigi að fá að ríkja á sem flestum sviðum. Skólahverfi eru ólík og hefðir sem skapast hafa í samskiptum skóla og kirkju eru með einum hætti hér og öðrum þar. Opið þjóðfélag hlýtur að stuðla að því að fólk læri sem mest og um sem flest. Við þurfum að vita og þekkja vel og vandlega sögu okkar og menningu, einnig trú þjóðarinnar í þúsund ár, um leið og við fræðumst um önnur trúarbrögð. Að gera presta eina að trúboðum og segja að þeir megi ekki koma að neinu starfi innan skóla tel ég vera atlögu að starfsheiðri þeirra. Prestar með 5 ára háskólamenntun að baki og í mörgum tilfellum framhaldsnám að auki hafa margt fram að færa í þjóðfélaginu. Þegar slys verða og dauðsföll og prestar eru kallaðir til að hugga fólk þá gera þeir það af varfærni og yfirvegun sem sérfræðingar á svið sorgar og áfalla. Prestar starfa til að mynda með Almannavörnum og eru þar teknir gildir sem fagmenn. Tillögur meirihluta Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar eru að mínu álit fráleitar. Forðumst þröngsýni en stuðlum þess í stað að opnu og víðsýnu þjóðfélagi. Fordómar eru alltaf vondir enda byggjast þeir á fáfræði og þröngsýni. Ölum ekki á fordómum gegn neinum hópum í þjóðfélaginu, hvorki prestum né öðrum.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar