Sveinbjörg Zophoníasdóttir úr USÚ varð í áttunda sæti í langstökki á HM unglinga í Moncton í Kanada í nótt. Sveinbjörg stökk lengst 5,84 metra í sínu þriðja stökki af sex.
Sveinbjörg var tíu sentímetrum frá sjöunda sæti og 47 sentímetrum á eftir sigurvegaranum sem var Irisdaymi Herrera frá Kúbu.
Sveinbjörg bætti sig frá því í undankeppninni þegar hún stökk 5.79 metra og var þá í áttunda til níunda sæti.
Sveinbjörg hafði náð besta árangri sínum, 6,10 m, í Evrópubikarkeppninni í fjölþrautum í Tel-Aviv um miðjan júní og bætti hún þá fyrri árangur sinn um 33 sentímetra.