Íslenskir dómstólar skera úr um forgangsrétt á greiðslum Sigríður Mogensen skrifar 18. desember 2010 18:27 Tekist verður á um það fyrir dómstólum hvort Íslendingar njóti forgangsréttar á greiðslum úr þrotabúi Landsbankans. Bretar og Hollendingar eiga um helming af kröfum í þrotabúið á móti íslenska ríkinu. Bretar og Hollendingar gera kröfu í þrotabú Landsbankans. Það gera þeir vegna þess að stjórnvöld þessara landa bættu breskum og hollenskum sparifjáreigendum sem áttu innistæður á Icesave reikningum Landsbankans tjón sitt að fullu. Ef Icesave samningarnir verða samþykktir á Alþingi ábyrgist íslenska ríkið tæpar 21 þúsund evrur á hvern reikning, lágmarkstryggingu samkvæmt EES samningnum. Þá eignast íslenski innistæðutryggingasjóðurinn, og þar með íslenska ríkið, kröfu í þrotabúið. Miðað við að niðurstaðan verði þessi fá Bretar og Hollendingar tæpan helming af eignum bankans. Íslenska ríkið fær rúman helming. Stóra spurningin er hins vegar sú í hvaða röð kröfurnar eru greiddar út. Í Icesave samningunum sem undirritaður voru síðasta sumar var ákvæði sem fól það í sér að greitt yrði úr þrotabúi Landsbankans með þeim hætti að Bretar og Hollendingar fengju tæpan helming á móti Íslendingum á hverjum tímapunkti. Þetta þótti einn stærsti gallinn á samningunum, og var ákvæðið kennt við Ragnar Hall, hæstaréttarlögmann, sem taldi að íslenska ríkið ætti að njóta hærri forgangs en Bretar og Hollendingar samkvæmt íslenskum gjaldþrotalögum. Í nýju Icesave samkomulagi er hins vegar samið um að leysa skuli þennan ágreining fyrir dómstólum. Það verður því væntanlega Hæstiréttur sem sker úr um þetta mikla hagsmunamál Íslendinga, en gangist íslenska ríkið í skuldbindingar vegna Icesave varðar úrlausn þessa máls gríðarlega mikla fjárhagslega hagsmuni. Þá hefur einnig verið ákveðið að leita álits EFTA dómstólsins. Ef niðurstaðan verður Íslendingum í hag, getur það sparað milljarða í vaxtakostnað. Icesave Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Tekist verður á um það fyrir dómstólum hvort Íslendingar njóti forgangsréttar á greiðslum úr þrotabúi Landsbankans. Bretar og Hollendingar eiga um helming af kröfum í þrotabúið á móti íslenska ríkinu. Bretar og Hollendingar gera kröfu í þrotabú Landsbankans. Það gera þeir vegna þess að stjórnvöld þessara landa bættu breskum og hollenskum sparifjáreigendum sem áttu innistæður á Icesave reikningum Landsbankans tjón sitt að fullu. Ef Icesave samningarnir verða samþykktir á Alþingi ábyrgist íslenska ríkið tæpar 21 þúsund evrur á hvern reikning, lágmarkstryggingu samkvæmt EES samningnum. Þá eignast íslenski innistæðutryggingasjóðurinn, og þar með íslenska ríkið, kröfu í þrotabúið. Miðað við að niðurstaðan verði þessi fá Bretar og Hollendingar tæpan helming af eignum bankans. Íslenska ríkið fær rúman helming. Stóra spurningin er hins vegar sú í hvaða röð kröfurnar eru greiddar út. Í Icesave samningunum sem undirritaður voru síðasta sumar var ákvæði sem fól það í sér að greitt yrði úr þrotabúi Landsbankans með þeim hætti að Bretar og Hollendingar fengju tæpan helming á móti Íslendingum á hverjum tímapunkti. Þetta þótti einn stærsti gallinn á samningunum, og var ákvæðið kennt við Ragnar Hall, hæstaréttarlögmann, sem taldi að íslenska ríkið ætti að njóta hærri forgangs en Bretar og Hollendingar samkvæmt íslenskum gjaldþrotalögum. Í nýju Icesave samkomulagi er hins vegar samið um að leysa skuli þennan ágreining fyrir dómstólum. Það verður því væntanlega Hæstiréttur sem sker úr um þetta mikla hagsmunamál Íslendinga, en gangist íslenska ríkið í skuldbindingar vegna Icesave varðar úrlausn þessa máls gríðarlega mikla fjárhagslega hagsmuni. Þá hefur einnig verið ákveðið að leita álits EFTA dómstólsins. Ef niðurstaðan verður Íslendingum í hag, getur það sparað milljarða í vaxtakostnað.
Icesave Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira