Bretar hrifnir af Hjaltalín 1. maí 2010 10:30 Hljómsveitin Hjaltalín fær góða dóma í Bretlandi fyrir plötu sína Terminal.fréttablaðið/gva Hljómsveitin Hjaltalín fær mjög góða dóma fyrir aðra plötu sína, Terminal, í bresku tónlistartímaritunum Mojo og Uncut. Mojo gefur plötunni fjórar stjörnur af fimm mögulegum en Uncut gefur henni þrjár stjörnur af fimm. „Fyrsta lagið Suitcase Man blandar tónlist spagettívestranna saman við West Side Story þar sem gróf rödd Högna Egilssonar fær að njóta sín,“ segir í dómi Mojo, þar sem tónlist Hjaltalín er lýst sem diskó-sálarpoppi. „Þegar líður á plötuna deilir Högni söngnum meira með Sigríði Thorlacius og þá kemur í ljós að hið frábæra leikræna-sálarpopp er ekki bara eftiröpun á New York-stemningu áttunda áratugarins.“ Í dómi Uncut er Högna líkt við söngvara bresku sveitarinnar Elbow og Sigríði líkt við Shirley Bassey. „Þessi sjö manna hálfgerða sinfóníusveit reiðir sig mikið á strengi, básúnur og timpani-trommur. Samt sem áður eru þarna einnig áhrif úr sálar- og diskótónlist. Lögin, sem eru stór í umgjörð, hljóma eins og fínni útgáfan af Elbow og líkindi Högna við Guy Garvey staðfesta þann samanburð.“ Terminal kemur út í Evrópu 24. maí og eru þessir góðu dómar því fyrirtaks kynning á plötunni og gott veganesti. Fyrr á árinu hlaut hún Íslensku tónlistarverðlaunin sem besta poppplatan, auk þess sem hún varð efst í kjöri tónlistarspekinga Fréttablaðsins yfir bestu plötur síðasta árs. Hjaltalín leikur á tvennum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói í júní. - fb Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin Hjaltalín fær mjög góða dóma fyrir aðra plötu sína, Terminal, í bresku tónlistartímaritunum Mojo og Uncut. Mojo gefur plötunni fjórar stjörnur af fimm mögulegum en Uncut gefur henni þrjár stjörnur af fimm. „Fyrsta lagið Suitcase Man blandar tónlist spagettívestranna saman við West Side Story þar sem gróf rödd Högna Egilssonar fær að njóta sín,“ segir í dómi Mojo, þar sem tónlist Hjaltalín er lýst sem diskó-sálarpoppi. „Þegar líður á plötuna deilir Högni söngnum meira með Sigríði Thorlacius og þá kemur í ljós að hið frábæra leikræna-sálarpopp er ekki bara eftiröpun á New York-stemningu áttunda áratugarins.“ Í dómi Uncut er Högna líkt við söngvara bresku sveitarinnar Elbow og Sigríði líkt við Shirley Bassey. „Þessi sjö manna hálfgerða sinfóníusveit reiðir sig mikið á strengi, básúnur og timpani-trommur. Samt sem áður eru þarna einnig áhrif úr sálar- og diskótónlist. Lögin, sem eru stór í umgjörð, hljóma eins og fínni útgáfan af Elbow og líkindi Högna við Guy Garvey staðfesta þann samanburð.“ Terminal kemur út í Evrópu 24. maí og eru þessir góðu dómar því fyrirtaks kynning á plötunni og gott veganesti. Fyrr á árinu hlaut hún Íslensku tónlistarverðlaunin sem besta poppplatan, auk þess sem hún varð efst í kjöri tónlistarspekinga Fréttablaðsins yfir bestu plötur síðasta árs. Hjaltalín leikur á tvennum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói í júní. - fb
Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira