Ólafur Stephensen: Úrelt gjaldtaka Ólafur Stephensen skrifar 29. apríl 2010 06:00 Mörgum hefur fundizt sú ítrekaða niðurstaða íslenzkra dómstóla skrýtin, að innheimta svokallaðs iðnaðarmálagjalds bryti ekki gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar um félagafrelsi. Það virðist liggja nokkurn veginn í augum uppi að með gjaldinu, sem ríkið innheimtir af iðnfyrirtækjum og lætur svo renna til Samtaka iðnaðarins burtséð frá því hvort fyrirtækin eiga aðild að SI eða ekki, er verið að þvinga fyrirtæki til að greiða félagsgjald til félags, sem þau kæra sig kannski ekkert um að vera í. Nú hefur Mannréttindadómstóll Evrópu komizt að þeirri niðurstöðu að gjaldið brjóti gegn félagafrelsisákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Iðnaðarmálagjaldið heyrir því væntanlega sögunni til. Alþingi er ekki stætt á öðru en að afnema lög um gjaldið og Samtök iðnaðarins verða að fjármagna sig eins og annar frjáls félagsskapur; með félagsgjöldum fyrirtækja sem vilja vera í samtökunum. Varla leikur vafi á að iðnfyrirtæki, sem sjá hag sinn í félagsaðild, munu greiða hærra félagsgjald - enda geta þau nú sparað sér iðnaðarmálagjaldið. Pétur Blöndal alþingismaður spurði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Alþingi í gær hvort nú yrðu ekki afnumin önnur gjöld sem væru sambærileg við iðnaðarmálagjaldið. Pétur nefndi búnaðargjald, fiskiræktargjald, gjald sem lagt er á tölvur og rennur til Samtaka tónskálda og eigenda flutningsréttar, og loks skyldugreiðslu opinberra starfsmanna til stéttarfélags. Búnaðargjaldið er klárlega sambærilegt við iðnaðarmálagjaldið. Það er 1,2% af heildartekjum bænda, óháð afkomu þeirra. Gjaldið rennur annars vegar til Bændasamtakanna og ýmissa búnaðar- og búgreinasambanda og hins vegar til Bjargráðasjóðs. Að minnsta kosti hvað greiðsluna til félagasamtaka varðar hlýtur það sama að eiga við um búnaðargjaldið og iðnaðarmálagjaldið. Kannski hafa sumir bændur engan áhuga á aðild að Bændasamtökunum og eru ósammála þeim skoðunum sem þau berjast fyrir, rétt eins og húsasmíðameistarinn sem vann málið fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu taldi Samtök iðnaðarins hafa unnið gegn hagsmunum sínum. Fréttablaðið sagði frá því í vetur að hluti af aflaverðmæti allra íslenzkra skipa rynni lögum samkvæmt til Landssambands útgerðarmanna og Landssambands smábátaeigenda. Hvor samtök um sig fá þannig um fjörutíu milljónir á ári. LÍÚ kærir sig ekki um þessar greiðslur, en LS lætur þær koma í stað félagsgjalda. Enn hljóta sömu rök að eiga við um þessi lögboðnu gjöld og iðnaðarmálagjaldið. Pétur Blöndal og fleiri þingmenn hafa ítrekað lagt til að 7. grein laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna verði breytt, en þar er beinlínis kveðið á um að starfsmenn, sem standi utan stéttarfélaga opinberra starfsmanna, eigi samt að greiða þeim félagsgjald! Frumvarpið hefur aldrei fengizt afgreitt úr nefnd. Þarf kannski líka að vísa þessari dulbúnu skylduaðild að félagi til Mannréttindadómstólsins áður en löggjafinn rumskar? Skyldugreiðslur af þessu tagi, til félaga sem fólk vill hugsanlega alls ekki vera í, eru fullkomlega úrelt fyrirbæri. Alþingi á að taka til í þessum þvinguðu félagsgjöldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Mörgum hefur fundizt sú ítrekaða niðurstaða íslenzkra dómstóla skrýtin, að innheimta svokallaðs iðnaðarmálagjalds bryti ekki gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar um félagafrelsi. Það virðist liggja nokkurn veginn í augum uppi að með gjaldinu, sem ríkið innheimtir af iðnfyrirtækjum og lætur svo renna til Samtaka iðnaðarins burtséð frá því hvort fyrirtækin eiga aðild að SI eða ekki, er verið að þvinga fyrirtæki til að greiða félagsgjald til félags, sem þau kæra sig kannski ekkert um að vera í. Nú hefur Mannréttindadómstóll Evrópu komizt að þeirri niðurstöðu að gjaldið brjóti gegn félagafrelsisákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Iðnaðarmálagjaldið heyrir því væntanlega sögunni til. Alþingi er ekki stætt á öðru en að afnema lög um gjaldið og Samtök iðnaðarins verða að fjármagna sig eins og annar frjáls félagsskapur; með félagsgjöldum fyrirtækja sem vilja vera í samtökunum. Varla leikur vafi á að iðnfyrirtæki, sem sjá hag sinn í félagsaðild, munu greiða hærra félagsgjald - enda geta þau nú sparað sér iðnaðarmálagjaldið. Pétur Blöndal alþingismaður spurði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Alþingi í gær hvort nú yrðu ekki afnumin önnur gjöld sem væru sambærileg við iðnaðarmálagjaldið. Pétur nefndi búnaðargjald, fiskiræktargjald, gjald sem lagt er á tölvur og rennur til Samtaka tónskálda og eigenda flutningsréttar, og loks skyldugreiðslu opinberra starfsmanna til stéttarfélags. Búnaðargjaldið er klárlega sambærilegt við iðnaðarmálagjaldið. Það er 1,2% af heildartekjum bænda, óháð afkomu þeirra. Gjaldið rennur annars vegar til Bændasamtakanna og ýmissa búnaðar- og búgreinasambanda og hins vegar til Bjargráðasjóðs. Að minnsta kosti hvað greiðsluna til félagasamtaka varðar hlýtur það sama að eiga við um búnaðargjaldið og iðnaðarmálagjaldið. Kannski hafa sumir bændur engan áhuga á aðild að Bændasamtökunum og eru ósammála þeim skoðunum sem þau berjast fyrir, rétt eins og húsasmíðameistarinn sem vann málið fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu taldi Samtök iðnaðarins hafa unnið gegn hagsmunum sínum. Fréttablaðið sagði frá því í vetur að hluti af aflaverðmæti allra íslenzkra skipa rynni lögum samkvæmt til Landssambands útgerðarmanna og Landssambands smábátaeigenda. Hvor samtök um sig fá þannig um fjörutíu milljónir á ári. LÍÚ kærir sig ekki um þessar greiðslur, en LS lætur þær koma í stað félagsgjalda. Enn hljóta sömu rök að eiga við um þessi lögboðnu gjöld og iðnaðarmálagjaldið. Pétur Blöndal og fleiri þingmenn hafa ítrekað lagt til að 7. grein laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna verði breytt, en þar er beinlínis kveðið á um að starfsmenn, sem standi utan stéttarfélaga opinberra starfsmanna, eigi samt að greiða þeim félagsgjald! Frumvarpið hefur aldrei fengizt afgreitt úr nefnd. Þarf kannski líka að vísa þessari dulbúnu skylduaðild að félagi til Mannréttindadómstólsins áður en löggjafinn rumskar? Skyldugreiðslur af þessu tagi, til félaga sem fólk vill hugsanlega alls ekki vera í, eru fullkomlega úrelt fyrirbæri. Alþingi á að taka til í þessum þvinguðu félagsgjöldum.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun