Malímaðurinn Souleymane Diamoutene var ekki í leikmannahópi Lecce sem mætti Genoa í dag. Í síðustu viku varð hann fyrir árás frá tíu stuðningsmönnum Lecce.
Bullurnar ruddust inn á æfingasvæðið og réðust að Diamoutene en þeir eru ekki sáttir við að leikmaðurinn hafi leikið með Bari á síðasta tímabili. Þeir meðal annars reyndu að klæða hann úr æfingatreyjunni.
Gigi De Canio, þjálfari Lecce, ákvað að gefa Diamoutene frí frá leiknum í dag.