Sit við sauma 18. desember 2010 06:00 Elísabet Björgvinsdóttir hannar og saumar skóhlífar undir merkinu Babette. Myndir/úr einkasafni „Ég er að springa úr hugmyndum og sit við saumavélina allan daginn við borðstofuborðið mitt heima," segir Elísabet Björgvinsdóttir en hún hannar og saumar skóhlífar undir heitinu Babette, sem er nafnið hennar á frönsku. Elísabet lærði saumaskap í Hússtjórnarskóla Reykjavíkur en hún hefur alltaf haft áhuga á tísku og hönnun. „Ég fór að sauma skóhlífar fyrir hálfu ári en mig hafði alltaf dreymt um að eiga svona sjálf. Skóhlífar voru notaðar kringum 1900 til að hlífa skóm. Hermenn notuðu skólhlífar og einnig voru börn sett í skóhlífar fyrir skrúðgöngur og annað. Í raun er ekki þörf á skóhlífum í dag því skór eru svo sterkir. Þetta er meira fallegt skraut.".Elísabet býr til sniðin sjálf. Hún notar bæði ný efni og gömul sem hún hefur safnað sér gegnum árin og skreytir skóhlífarnar með borðum og slaufum. „Ég á lager af efnum sem ég hef safnað og nota mörg dýrmæt „vintage" efni í skóhlífarnar eins og blúndur og kanínuskinn sem ég keypti í Portúgal þar sem ég bjó þegar ég var yngri. Eins kaupi ég efni í búðunum hér heima.Ég saumaði líka herðaslár áður en ég fór að sauma skóhlífarnar og þegar ég hef meiri tíma þá mun ég halda áfram með þær, en skóhlífarnar hafa tekið allan minn tíma undanfarið. Ég sit bara og sauma daginn út og inn við borðstofuborðið mitt heima," segir hún hlæjandi en skóhlífarnar hafa rokið út hjá henni eins og heitar lummur. Fyrir jólin munu skóhlífarnar fást í versluninni GK. „Ég er alveg himinlifandi með það, en þau föluðust eftir línuni minni núna fyrir jólin. Draumurinn er auðvitað að stækka við mig en þetta hefur gengið vel, ég er þakklát fyrir það. Góðir hlutir gerast hægt." Nánar má forvitnast um skóhlífar Elísabetar á heimasíðunni babette.is. heida@frettabladid.is Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
„Ég er að springa úr hugmyndum og sit við saumavélina allan daginn við borðstofuborðið mitt heima," segir Elísabet Björgvinsdóttir en hún hannar og saumar skóhlífar undir heitinu Babette, sem er nafnið hennar á frönsku. Elísabet lærði saumaskap í Hússtjórnarskóla Reykjavíkur en hún hefur alltaf haft áhuga á tísku og hönnun. „Ég fór að sauma skóhlífar fyrir hálfu ári en mig hafði alltaf dreymt um að eiga svona sjálf. Skóhlífar voru notaðar kringum 1900 til að hlífa skóm. Hermenn notuðu skólhlífar og einnig voru börn sett í skóhlífar fyrir skrúðgöngur og annað. Í raun er ekki þörf á skóhlífum í dag því skór eru svo sterkir. Þetta er meira fallegt skraut.".Elísabet býr til sniðin sjálf. Hún notar bæði ný efni og gömul sem hún hefur safnað sér gegnum árin og skreytir skóhlífarnar með borðum og slaufum. „Ég á lager af efnum sem ég hef safnað og nota mörg dýrmæt „vintage" efni í skóhlífarnar eins og blúndur og kanínuskinn sem ég keypti í Portúgal þar sem ég bjó þegar ég var yngri. Eins kaupi ég efni í búðunum hér heima.Ég saumaði líka herðaslár áður en ég fór að sauma skóhlífarnar og þegar ég hef meiri tíma þá mun ég halda áfram með þær, en skóhlífarnar hafa tekið allan minn tíma undanfarið. Ég sit bara og sauma daginn út og inn við borðstofuborðið mitt heima," segir hún hlæjandi en skóhlífarnar hafa rokið út hjá henni eins og heitar lummur. Fyrir jólin munu skóhlífarnar fást í versluninni GK. „Ég er alveg himinlifandi með það, en þau föluðust eftir línuni minni núna fyrir jólin. Draumurinn er auðvitað að stækka við mig en þetta hefur gengið vel, ég er þakklát fyrir það. Góðir hlutir gerast hægt." Nánar má forvitnast um skóhlífar Elísabetar á heimasíðunni babette.is. heida@frettabladid.is
Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira