Elísabet lærði saumaskap í Hússtjórnarskóla Reykjavíkur en hún hefur alltaf haft áhuga á tísku og hönnun.
„Ég fór að sauma skóhlífar fyrir hálfu ári en mig hafði alltaf dreymt um að eiga svona sjálf. Skóhlífar voru notaðar kringum 1900 til að hlífa skóm. Hermenn notuðu skólhlífar og einnig voru börn sett í skóhlífar fyrir skrúðgöngur og annað. Í raun er ekki þörf á skóhlífum í dag því skór eru svo sterkir. Þetta er meira fallegt skraut."

„Ég á lager af efnum sem ég hef safnað og nota mörg dýrmæt „vintage" efni í skóhlífarnar eins og blúndur og kanínuskinn sem ég keypti í Portúgal þar sem ég bjó þegar ég var yngri. Eins kaupi ég efni í búðunum hér heima.


„Ég er alveg himinlifandi með það, en þau föluðust eftir línuni minni núna fyrir jólin. Draumurinn er auðvitað að stækka við mig en þetta hefur gengið vel, ég er þakklát fyrir það. Góðir hlutir gerast hægt."

heida@frettabladid.is