Ofurskálarleikurinn á milli Indianapolis Colts og New Orleans Saints sló met MASH yfir mesta áhorf í sögu bandarísks sjónvarps.
Alls sáu 106 milljónir Bandaríkjamanna leikinn en 105,97 milljónir sáu lokaþáttinn af MASH árið 1983 en þá voru til talsvert færri sjónvarpstæki í dag.
Super Bowl-leikurinn er stöðugt að fá meira áhorf en í leiknum fyrir ári síðan var líka sett met er 98,7 milljónir áhorfenda horfðu á leikinn. Það met stóð aðeins í eitt ár.