Lúkasarmálið lifir enn - vill skaðabætur 16. nóvember 2010 20:40 Lúkasarmálinu svokallaða er langt frá því að vera lokið. Maður sem grunaður var um að hafa orðið hundinum Lúkasi að bana og mátti þola ofsóknir í kjölfarið ætlar að freista þess að sækja skaðabætur frá þeim sem gengu hvað lengst. Lúkasarmálið er eitt undarlegasta fréttamál sem upp hefur komið á síðari árum. Það snérist um hundinn Lúkas sem hvarf sumarið 2007 en af einhverjum ástæðum bitu nokkrir bloggarar það í sig að Helgi Rafn Brynjarsson ætti einhvern hlut að máli. Eigandi Lúkasar sagði í júlí 2007 að einhverjir einstaklingar hafi sett Lúkas í íþróttatösku og sparkað henni sín á milli þangað til hann hætti að öskra. „Þegar þar kemur við sögu fer þetta vitni bara í burtu og taldi að hundurinn væri dauður." Viðbrögðin voru ótrúleg kertafleytingar og minningarvökur voru haldnar á Akureyri og í Reykjavík og hinn meinti hundaníðingur, Helgi Rafn var gjörsamlega tekinn af lífi í bloggheimum og það hafði afleiðingar í för með sér „Það var meðal annars setið um heimilið hans og foreldra hans og hótunum rigndi inn með SMS-skeytum og tölvupóstum og jafnvel var ráðist á hann þegar hann fór út í búð að kaupa sér í matinn," segir Arnar Kormákur Sigurðsson, lögmaður Helga Rafns. Þetta gerði það að verkum að Helgi þorði varla út úr húsi í nokkrar vikur, hann missti í kjölfarið vinnuna og þurfti að leita sér ýmis konar aðstoðar. En eins og allir vita var hundurin Lúkas svo ekkert drepinn. Hann strauk til fjalla og skilaði sér aftur um haustið. Helgi snéri þá vörn í sókn og sendi þeim átta aðilum sem lengst gengu í níðskrifunum á netinu bréf með boði um að ljúka málinu með sátt og greiðslu 500 þúsund krónur í skaðabætur. Einn aðili sættist á þau málalok. En til greina kemur að stefna þeim sjö sem eftir eru krefja þá um skaðbætur. Helgi hefur þegar höfað fyrsta málið og er dóms beðið í því. Niðurstaðan ræður miklu um hvort fleiri mál verði höfðuð. „Við munum tvímælalaust skoða niðurstöðuna í þessum dómi og íhuga það hvort að við munum snúa okkur að öðrum aðilum sem að við höfum áður verið í sambandi við," segir Arnar Kormákur. Lúkasarmálið Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Sjá meira
Lúkasarmálinu svokallaða er langt frá því að vera lokið. Maður sem grunaður var um að hafa orðið hundinum Lúkasi að bana og mátti þola ofsóknir í kjölfarið ætlar að freista þess að sækja skaðabætur frá þeim sem gengu hvað lengst. Lúkasarmálið er eitt undarlegasta fréttamál sem upp hefur komið á síðari árum. Það snérist um hundinn Lúkas sem hvarf sumarið 2007 en af einhverjum ástæðum bitu nokkrir bloggarar það í sig að Helgi Rafn Brynjarsson ætti einhvern hlut að máli. Eigandi Lúkasar sagði í júlí 2007 að einhverjir einstaklingar hafi sett Lúkas í íþróttatösku og sparkað henni sín á milli þangað til hann hætti að öskra. „Þegar þar kemur við sögu fer þetta vitni bara í burtu og taldi að hundurinn væri dauður." Viðbrögðin voru ótrúleg kertafleytingar og minningarvökur voru haldnar á Akureyri og í Reykjavík og hinn meinti hundaníðingur, Helgi Rafn var gjörsamlega tekinn af lífi í bloggheimum og það hafði afleiðingar í för með sér „Það var meðal annars setið um heimilið hans og foreldra hans og hótunum rigndi inn með SMS-skeytum og tölvupóstum og jafnvel var ráðist á hann þegar hann fór út í búð að kaupa sér í matinn," segir Arnar Kormákur Sigurðsson, lögmaður Helga Rafns. Þetta gerði það að verkum að Helgi þorði varla út úr húsi í nokkrar vikur, hann missti í kjölfarið vinnuna og þurfti að leita sér ýmis konar aðstoðar. En eins og allir vita var hundurin Lúkas svo ekkert drepinn. Hann strauk til fjalla og skilaði sér aftur um haustið. Helgi snéri þá vörn í sókn og sendi þeim átta aðilum sem lengst gengu í níðskrifunum á netinu bréf með boði um að ljúka málinu með sátt og greiðslu 500 þúsund krónur í skaðabætur. Einn aðili sættist á þau málalok. En til greina kemur að stefna þeim sjö sem eftir eru krefja þá um skaðbætur. Helgi hefur þegar höfað fyrsta málið og er dóms beðið í því. Niðurstaðan ræður miklu um hvort fleiri mál verði höfðuð. „Við munum tvímælalaust skoða niðurstöðuna í þessum dómi og íhuga það hvort að við munum snúa okkur að öðrum aðilum sem að við höfum áður verið í sambandi við," segir Arnar Kormákur.
Lúkasarmálið Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Sjá meira