Meinti kynþáttahatarinn áður handtekinn af sérsveit lögreglunnar 13. september 2010 19:13 Jón Hilmar Hallgrímsson. MYND/Fréttablaðið/Valli Karlmaðurinn sem hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna árásar á heimili kúbverskra feðga um helgina heitir Jón Hilmar Hallgrímsson, oft kallaður Jón stóri. Jón komst síðast í fréttirnar þegar víkingasveitin var kölluð að heimili hans í desember á síðasta ári. Sérsveit lögreglunnar handtók þá Jón og vinkonu hans vegna gruns um að hann væri vopnaður. Það reyndist þó ekki á rökum reist. Í fréttum RÚV í dag kom fram að Jón væri þekktur handrukkari og hefði áður komið við sögu lögreglu. Fram hefur komið í fréttum að ástæðan fyrir því að Jón á að hafa ráðist að heimili kúbversku feðganna er sú að sonurinn hefur átt vingott við íslenska stúlku sem er nemi í Menntaskólanum í Kópavogi. Samband þeirra féll í grýttan jarðveg hjá nokkrum skólafélögum stúlkunnar sem voru andsnúnir drengnum vegna litarháttar hans að því er fram kemur í fréttum RÚV. Vísir greindi frá því fyrr í dag að nemandi við Menntaskólann í Kópavogi hefði sagt að það væri ekkert hæft í því að kynþáttafordómar væru orsök deilna á milli nemenda við skólann og kúbverska piltsins. Nemandinn, sem ekki vill koma fram undir nafni og segist ekki hafa átt beinan þátt í deilunni, segir að erjurnar hafi byrjað eftir að strákur við skólann móðgaði kærustu drengsins. Kærastinn er sagður hafa tekið móðgunina óstinnt upp, safnað liði og mætt ásamt nokkrum vinum sínum í menntaskólann til þess að jafna um þann sem móðgaði kærustuna. Að hans sögn voru drengirnar vopnaðir hnífum og hnúajárnum. Síðan hafi erjurnar undið upp á sig en í gær voru tveir handteknir vegna málsins. Faðir piltsins, sem átti upphaflega í deilum við kúbverska piltinn, sagði í samtali við Vísi að sonur hans og sá kúbverski hefðu náð sáttum í málinu. Hinsvegar hafi vinur sonar hans blandast inn í deiluna en Jón mun vera frændi hans. Málið náði svo hámarki um helgina þegar Jón og frændi hans eiga að hafa farið að heimili feðganna. Þar eiga þeir að hafa brotið rúðu á heimilinu auk þess sem Jón er sakaður um að hafa hótað þeim lífláti. Báðir voru þeir handteknir en yngri piltinum, sem er sextán ára gamall, var sleppt. Jón var hinsvegar hnepptur í gæsluvarðhald. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni sem telur málið tengt kynþáttafordómum. Feðgarnir hafa flúið land vegna málsins. Í viðtali sem Vísir tók við Jón í desember á síðasta ári kom fram að hann hefði ekki gerst brotlegur við lög í tíu ár. Þá kom fram að Jón átti áður sólbaðstofu. Hann er búinn að selja hana. Hann sagðist vera athafnamaður og stefndi á að opna innheimtufyrirtækið, innheimta og ráðgjöf. Fréttir ársins 2010 Mál Jóns stóra Tengdar fréttir Nemandi við MK: Málið snýst ekkert um kynþáttafordóma Nemandi við Menntaskólann í Kópavogi segir ekkert hæft í því að kynþáttafordómar séu orsök deilna á milli nemenda við skólann og drengs af kúbversku bergi brotnu. 13. september 2010 13:17 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Karlmaðurinn sem hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna árásar á heimili kúbverskra feðga um helgina heitir Jón Hilmar Hallgrímsson, oft kallaður Jón stóri. Jón komst síðast í fréttirnar þegar víkingasveitin var kölluð að heimili hans í desember á síðasta ári. Sérsveit lögreglunnar handtók þá Jón og vinkonu hans vegna gruns um að hann væri vopnaður. Það reyndist þó ekki á rökum reist. Í fréttum RÚV í dag kom fram að Jón væri þekktur handrukkari og hefði áður komið við sögu lögreglu. Fram hefur komið í fréttum að ástæðan fyrir því að Jón á að hafa ráðist að heimili kúbversku feðganna er sú að sonurinn hefur átt vingott við íslenska stúlku sem er nemi í Menntaskólanum í Kópavogi. Samband þeirra féll í grýttan jarðveg hjá nokkrum skólafélögum stúlkunnar sem voru andsnúnir drengnum vegna litarháttar hans að því er fram kemur í fréttum RÚV. Vísir greindi frá því fyrr í dag að nemandi við Menntaskólann í Kópavogi hefði sagt að það væri ekkert hæft í því að kynþáttafordómar væru orsök deilna á milli nemenda við skólann og kúbverska piltsins. Nemandinn, sem ekki vill koma fram undir nafni og segist ekki hafa átt beinan þátt í deilunni, segir að erjurnar hafi byrjað eftir að strákur við skólann móðgaði kærustu drengsins. Kærastinn er sagður hafa tekið móðgunina óstinnt upp, safnað liði og mætt ásamt nokkrum vinum sínum í menntaskólann til þess að jafna um þann sem móðgaði kærustuna. Að hans sögn voru drengirnar vopnaðir hnífum og hnúajárnum. Síðan hafi erjurnar undið upp á sig en í gær voru tveir handteknir vegna málsins. Faðir piltsins, sem átti upphaflega í deilum við kúbverska piltinn, sagði í samtali við Vísi að sonur hans og sá kúbverski hefðu náð sáttum í málinu. Hinsvegar hafi vinur sonar hans blandast inn í deiluna en Jón mun vera frændi hans. Málið náði svo hámarki um helgina þegar Jón og frændi hans eiga að hafa farið að heimili feðganna. Þar eiga þeir að hafa brotið rúðu á heimilinu auk þess sem Jón er sakaður um að hafa hótað þeim lífláti. Báðir voru þeir handteknir en yngri piltinum, sem er sextán ára gamall, var sleppt. Jón var hinsvegar hnepptur í gæsluvarðhald. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni sem telur málið tengt kynþáttafordómum. Feðgarnir hafa flúið land vegna málsins. Í viðtali sem Vísir tók við Jón í desember á síðasta ári kom fram að hann hefði ekki gerst brotlegur við lög í tíu ár. Þá kom fram að Jón átti áður sólbaðstofu. Hann er búinn að selja hana. Hann sagðist vera athafnamaður og stefndi á að opna innheimtufyrirtækið, innheimta og ráðgjöf.
Fréttir ársins 2010 Mál Jóns stóra Tengdar fréttir Nemandi við MK: Málið snýst ekkert um kynþáttafordóma Nemandi við Menntaskólann í Kópavogi segir ekkert hæft í því að kynþáttafordómar séu orsök deilna á milli nemenda við skólann og drengs af kúbversku bergi brotnu. 13. september 2010 13:17 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Nemandi við MK: Málið snýst ekkert um kynþáttafordóma Nemandi við Menntaskólann í Kópavogi segir ekkert hæft í því að kynþáttafordómar séu orsök deilna á milli nemenda við skólann og drengs af kúbversku bergi brotnu. 13. september 2010 13:17