Afnám umdeildra vatnalaga 12. júní 2010 06:00 Á fundi iðnaðarnefndar Alþingis í morgun var afgreitt frumvarp iðnaðarráðherra um afnám hinna umdeildu vatnalaga frá 2006. Það var niðurstaða meirihluta nefndarinnar, fulltrúa Samfylkingarinnar, VG og Hreyfingarinnar að nema bæri lögin úr gildi en fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu til að gildistöku laganna yrði enn frestað, nú í þriðja sinn. Afgreiðsla þessa máls er afar brýn, því lögin frá 2006 taka gildi eftir tæpar þrjár vikur, 1. júlí næstkomandi, ef ekkert verður að gert. Rifjum upp helstu efnisatriði þessa frumvarps, sem með réttu má kalla eina umdeildustu löggjöf síðustu ára en þar kristölluðust grundvallarátök um eignarhald á auðlindum. Hver á að eiga vatnið?Með lögunum frá 2006 var gerð breyting á skilgreiningu réttinda landeigenda gagnvart vatnsauðlindinni og sá réttur í fyrsta sinn skilgreindur sem eignarréttur. Í gildandi vatnalögum frá 1923 var tryggt mikilvægt jafnvægi milli hagsmuna almennings og hagsmuna landeigenda og réttur þeirra síðarnefndu skilgreindur sem réttur til umráða og hagnýtingar, með ákveðnum takmörkunum sem fyrst og fremst lúta að rétti almennings til aðgangs að vatni. Þetta jafnvægi riðlast með lögunum frá 2006 þar sem réttur landeigenda styrkist á kostnað hagsmuna almennings. Önnur mikilvæg breyting frá lögunum 1923 var að réttur landeigenda var nú skilgreindur með neikvæðum hætti, sem merkir að þeim eru tryggð öll réttindi yfir vatni í sínum eignarlöndum, nema þau sem eru sérstaklega tilgreind í lögunum. Lögin frá 1923 skilgreina hins vegar réttindi landeigenda með jákvæðum hætti, þ.e. landeigandinn hefur einungis þau réttindi sem eru sérstaklega tilgreind í lögunum en önnur ekki. Þetta atriði skiptir máli t.d. varðandi tiltekna nýtingarmöguleika á auðlindinni í framtíðinni, sem ekki eru fyrirséðir í dag en kunna að opnast síðar m.a. vegna tækniframfara. Mestar deilur sköpuðust um ákvæðið um eignarrétt á auðlindinni í umræðum um lögin frá 2006 en einnig var deilt á það að ekki væri um heildarlög að ræða og sjónarhorn þess væri um of á eignarhald og orkunýtingu en minna væri gætt almannahagsmuna og sjónarmiða umhverfisverndar. Vatn óeignarhæft?Lengi hefur verið um það deilt hvort hægt sé að líta á vatn sem eignarhæft verðmæti og takmarkast sú umræða ekki við Ísland. Í meirihlutaáliti sem fylgdi stjórnarfrumvarpi um vatnalögin sem urðu að lögum 1923 er að finna athyglisverðan rökstuðning fyrir því sjónarmiði að vatnið sé í eðli sínu óeignarhæft. Þar segir: „Álítur meirihlutinn að eðlilegra sje, sanngjarnara og þjóðfélaginu hollara, að vatnið sje undanþegið eignarretti í eiginlegum skilningi. Eðlilegra vegna þess, að vatn er að ýmsu leyti óeignarhæft. Sanngjarnar vegna þess, að hjer á landi er miklu meira vatn fyrir hendi en tiltök eru að landsmenn þurfi á að halda eða geti notað, og þess vegna ekki ástæða til að skifta þessum gæðum náttúrunnar svo misjafnt milli manna, sem verða mundi, ef þeim einum, er land eiga undir vatninu, væri fenginn í hendur eignarréttur yfir því. Þjóðfélaginu hollara vegna þess, að á þann hátt verður best girt fyrir það, að einstakir menn nái þeim tökum á fallvötnum landsins, sem þeir eftir atvikum gætu notað sjer, annaðhvort til að leggja fjárkvaðir á notendur orkunnar, ef eitthvert þeirra yrði virkjað til almenningsnota eða handa nytsömum fyrirtækjum, eða þá sem grundvöll fyrir kröfu um virkjunarrétt sjer til handa, jafnvel þótt virkjun þætti koma í bága við almenningshagsmuni." Hvers vegna afnám?Hin umdeildu vatnalög voru samþykkt á Alþingi vorið 2006 en það varð að samkomulagi milli þingflokka að gildistöku þeirra yrði frestað, meðan reynt yrði að leita sátta milli andstæðra sjónarmiða. Gildistökunni hefur í tvígang verði frestað til viðbótar meðan unnið hefur verið að nýju vatnalagafrumvarpi og hyllir nú undir að það komi fram. Vonir standa til að nýtt frumvarp til heildstæðra vatnalaga verði lagt fram í haust. Eins og fyrr segir eiga vatnalögin frá 2006 að taka gildi 1. júlí næstkomandi og til að koma í veg fyrir það þarf að afgreiða frumvarpið um afnám laganna áður en þinghaldi lýkur sem áætlað er að verði næstkomandi þriðjudag. Meirihluti iðnaðarnefndar styður þá tillögu iðnaðarráðherra að lögin verði afnumin og þar með tekin af öll tvímæli um að það standi ekki til að þau taki nokkurn tíma gildi. Vitanlega er stærsta málið það að tryggja að lögin taki ekki gildi og afnám þeirra er skýrasta leiðin til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skúli Helgason Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Á fundi iðnaðarnefndar Alþingis í morgun var afgreitt frumvarp iðnaðarráðherra um afnám hinna umdeildu vatnalaga frá 2006. Það var niðurstaða meirihluta nefndarinnar, fulltrúa Samfylkingarinnar, VG og Hreyfingarinnar að nema bæri lögin úr gildi en fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu til að gildistöku laganna yrði enn frestað, nú í þriðja sinn. Afgreiðsla þessa máls er afar brýn, því lögin frá 2006 taka gildi eftir tæpar þrjár vikur, 1. júlí næstkomandi, ef ekkert verður að gert. Rifjum upp helstu efnisatriði þessa frumvarps, sem með réttu má kalla eina umdeildustu löggjöf síðustu ára en þar kristölluðust grundvallarátök um eignarhald á auðlindum. Hver á að eiga vatnið?Með lögunum frá 2006 var gerð breyting á skilgreiningu réttinda landeigenda gagnvart vatnsauðlindinni og sá réttur í fyrsta sinn skilgreindur sem eignarréttur. Í gildandi vatnalögum frá 1923 var tryggt mikilvægt jafnvægi milli hagsmuna almennings og hagsmuna landeigenda og réttur þeirra síðarnefndu skilgreindur sem réttur til umráða og hagnýtingar, með ákveðnum takmörkunum sem fyrst og fremst lúta að rétti almennings til aðgangs að vatni. Þetta jafnvægi riðlast með lögunum frá 2006 þar sem réttur landeigenda styrkist á kostnað hagsmuna almennings. Önnur mikilvæg breyting frá lögunum 1923 var að réttur landeigenda var nú skilgreindur með neikvæðum hætti, sem merkir að þeim eru tryggð öll réttindi yfir vatni í sínum eignarlöndum, nema þau sem eru sérstaklega tilgreind í lögunum. Lögin frá 1923 skilgreina hins vegar réttindi landeigenda með jákvæðum hætti, þ.e. landeigandinn hefur einungis þau réttindi sem eru sérstaklega tilgreind í lögunum en önnur ekki. Þetta atriði skiptir máli t.d. varðandi tiltekna nýtingarmöguleika á auðlindinni í framtíðinni, sem ekki eru fyrirséðir í dag en kunna að opnast síðar m.a. vegna tækniframfara. Mestar deilur sköpuðust um ákvæðið um eignarrétt á auðlindinni í umræðum um lögin frá 2006 en einnig var deilt á það að ekki væri um heildarlög að ræða og sjónarhorn þess væri um of á eignarhald og orkunýtingu en minna væri gætt almannahagsmuna og sjónarmiða umhverfisverndar. Vatn óeignarhæft?Lengi hefur verið um það deilt hvort hægt sé að líta á vatn sem eignarhæft verðmæti og takmarkast sú umræða ekki við Ísland. Í meirihlutaáliti sem fylgdi stjórnarfrumvarpi um vatnalögin sem urðu að lögum 1923 er að finna athyglisverðan rökstuðning fyrir því sjónarmiði að vatnið sé í eðli sínu óeignarhæft. Þar segir: „Álítur meirihlutinn að eðlilegra sje, sanngjarnara og þjóðfélaginu hollara, að vatnið sje undanþegið eignarretti í eiginlegum skilningi. Eðlilegra vegna þess, að vatn er að ýmsu leyti óeignarhæft. Sanngjarnar vegna þess, að hjer á landi er miklu meira vatn fyrir hendi en tiltök eru að landsmenn þurfi á að halda eða geti notað, og þess vegna ekki ástæða til að skifta þessum gæðum náttúrunnar svo misjafnt milli manna, sem verða mundi, ef þeim einum, er land eiga undir vatninu, væri fenginn í hendur eignarréttur yfir því. Þjóðfélaginu hollara vegna þess, að á þann hátt verður best girt fyrir það, að einstakir menn nái þeim tökum á fallvötnum landsins, sem þeir eftir atvikum gætu notað sjer, annaðhvort til að leggja fjárkvaðir á notendur orkunnar, ef eitthvert þeirra yrði virkjað til almenningsnota eða handa nytsömum fyrirtækjum, eða þá sem grundvöll fyrir kröfu um virkjunarrétt sjer til handa, jafnvel þótt virkjun þætti koma í bága við almenningshagsmuni." Hvers vegna afnám?Hin umdeildu vatnalög voru samþykkt á Alþingi vorið 2006 en það varð að samkomulagi milli þingflokka að gildistöku þeirra yrði frestað, meðan reynt yrði að leita sátta milli andstæðra sjónarmiða. Gildistökunni hefur í tvígang verði frestað til viðbótar meðan unnið hefur verið að nýju vatnalagafrumvarpi og hyllir nú undir að það komi fram. Vonir standa til að nýtt frumvarp til heildstæðra vatnalaga verði lagt fram í haust. Eins og fyrr segir eiga vatnalögin frá 2006 að taka gildi 1. júlí næstkomandi og til að koma í veg fyrir það þarf að afgreiða frumvarpið um afnám laganna áður en þinghaldi lýkur sem áætlað er að verði næstkomandi þriðjudag. Meirihluti iðnaðarnefndar styður þá tillögu iðnaðarráðherra að lögin verði afnumin og þar með tekin af öll tvímæli um að það standi ekki til að þau taki nokkurn tíma gildi. Vitanlega er stærsta málið það að tryggja að lögin taki ekki gildi og afnám þeirra er skýrasta leiðin til þess.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar