Hafa ekki keypt notaða bíla vegna eldgossins 12. maí 2010 12:52 Þegar lögin voru samþykkt var því spáð að bílaleigurnar hér á landi myndu kaupa 5-600 notaða bíla á þessu ári. Af því hefur ekki orðið Mynd/Anton Brink Bílaleigur hafa lítið sem ekkert keypt af notuðum bílum í vor eins og vonir stóðu til eftir að lög voru samþykkt sem heimiluðu þeim að fá virðisaukaskattinn endurheimtan við kaup á notuðum bílum. Ástæðan er samdráttur í bókunum sem rakin er til eldgossins í Eyjafjallajökli. Í mars síðastliðnum var lögum breytt þannig að bílaleigum á Íslandi var gert heimilt að fá virðisaukaskattinn endurheimtan við kaup á notuðum bílum. Áður hafði bílaleigum einungis verið heimilt að fá vaskinn endurgreiddan af nýjum bílum. Þetta var gert til þess að slá tvær flugu í einu höggi. Annars vegar voru horfur voru á því að skortur yrði á bílaleigubílum í sumar og hins vegar er mikið er til af óseldum bílum í landinu. Vonast var til að þetta myndi glæða lífi í sölu á notuðum bílum. Þegar lögin voru samþykkt var því spáð að bílaleigurnar hér á landi myndu kaupa 5-600 notaða bíla á þessu ári. Þetta hefði orðið innspýting í markaðinn um upp á 1,2 milljarða. En svo byrjaði að gjósa og stóru bílaleigurnar hafa nánast ekkert nýtt sér þessar nýju heimildir. Steingrímur Birgisson, framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar, segir bílaleigurnar hafi ekki nýtt þessar heimildir þar sem bókanir hafi einfaldlega dregist saman vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. „Þannig að þörfin er ekki til staðar. Því miður." Gríðarlega hefur dregið úr bókunum bílaleigum. Á sama tíma í fyrra voru hátt í 100 bókanir á dag hjá einni leigunni en þær eru ekki nema 40-50 í dag. „Framan af vetri voru við með 10-15% aukningu á bókunum. Þegar túristagosið hófst á Fimmvörðuhálsi þá má segja að þær hafi verið á pari milli ára. Þegar Eyjafjallajökull fór að gjósa þá duttu bókanirnar niður í 70-80% af því sem við vorum að fá fram af því. Svo þegar Ólafur Ragnar Grímsson forseti fór í frægt á BBC og fleiri stöðum þá hrundi þetta niður í 50-60%. Þannig að ummælin þar höfðu gríðarleg áhrif og við fundum því miður fyrir þeim," segir Steingrímur. Stórubílaleigurnar búast þó við að þessar nýja heimildir til þess að kaupa notaða bíla verði nýttar, mögulega seinna í sumar ef bókunum fer að fjölga aftur. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Bílaleigur hafa lítið sem ekkert keypt af notuðum bílum í vor eins og vonir stóðu til eftir að lög voru samþykkt sem heimiluðu þeim að fá virðisaukaskattinn endurheimtan við kaup á notuðum bílum. Ástæðan er samdráttur í bókunum sem rakin er til eldgossins í Eyjafjallajökli. Í mars síðastliðnum var lögum breytt þannig að bílaleigum á Íslandi var gert heimilt að fá virðisaukaskattinn endurheimtan við kaup á notuðum bílum. Áður hafði bílaleigum einungis verið heimilt að fá vaskinn endurgreiddan af nýjum bílum. Þetta var gert til þess að slá tvær flugu í einu höggi. Annars vegar voru horfur voru á því að skortur yrði á bílaleigubílum í sumar og hins vegar er mikið er til af óseldum bílum í landinu. Vonast var til að þetta myndi glæða lífi í sölu á notuðum bílum. Þegar lögin voru samþykkt var því spáð að bílaleigurnar hér á landi myndu kaupa 5-600 notaða bíla á þessu ári. Þetta hefði orðið innspýting í markaðinn um upp á 1,2 milljarða. En svo byrjaði að gjósa og stóru bílaleigurnar hafa nánast ekkert nýtt sér þessar nýju heimildir. Steingrímur Birgisson, framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar, segir bílaleigurnar hafi ekki nýtt þessar heimildir þar sem bókanir hafi einfaldlega dregist saman vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. „Þannig að þörfin er ekki til staðar. Því miður." Gríðarlega hefur dregið úr bókunum bílaleigum. Á sama tíma í fyrra voru hátt í 100 bókanir á dag hjá einni leigunni en þær eru ekki nema 40-50 í dag. „Framan af vetri voru við með 10-15% aukningu á bókunum. Þegar túristagosið hófst á Fimmvörðuhálsi þá má segja að þær hafi verið á pari milli ára. Þegar Eyjafjallajökull fór að gjósa þá duttu bókanirnar niður í 70-80% af því sem við vorum að fá fram af því. Svo þegar Ólafur Ragnar Grímsson forseti fór í frægt á BBC og fleiri stöðum þá hrundi þetta niður í 50-60%. Þannig að ummælin þar höfðu gríðarleg áhrif og við fundum því miður fyrir þeim," segir Steingrímur. Stórubílaleigurnar búast þó við að þessar nýja heimildir til þess að kaupa notaða bíla verði nýttar, mögulega seinna í sumar ef bókunum fer að fjölga aftur.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira