Raunhæfur niðurskurður – eða stórfelldir fólksflutningar 30. október 2010 06:00 Niðurskurðartillögur heilbrigðismála í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna - sem kenna sig við vinstri velferð - mælast vægast sagt illa fyrir. Fjölmörg mótmæli um land allt eru skýr skilaboð um að fólki sé misboðið það óréttlæti sem þar birtist. Ályktanir eru samhljóða gagnrýni á samráðsleysi, þekkingarleysi á aðstæðum, ótti við alvarlegar samfélagslegar breytingar og óskýr markmið um raunverulegan sparnað. Jafnframt er fullyrt að áætlaðar breytingar leiði til lakari heilbrigðisþjónustu og enn ójafnari aðgangs landsmanna að sjúkrahús- og sérfræðiþjónustu. Í heilbrigðisþjónustunni þarf að skera niður um 4,7 milljarða kr.Heilbrigðisráðuneytið forgangsraðar niðurskurðinum með því að hlífa skuli heilsugæslu og stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík og Akureyri ásamt Akranesi, sá hluti heilbrigðiskerfisins tekur til sín rúmlega 90% af fjármagni til heilbrigðismála - niðurskurður 1,7 milljarðar. Hinsvegar er áætlað samkvæmt frumvarpinu að skera niður sjúkrasvið annarra heilbrigðisstofnana víðsvegar um landið um 3 milljarða króna. Stofnanir með innan við 10% af heildarfjárveitingu til sjúkrahús- og sérfræðiþjónustu. Hvar er jafnræðið um að allir njóti grunnþjónustu óháð efnahag og búsetu? Skera á niður þjónustu um 3 milljarðaÞað svarar til 31-75% af starfsemi einstakra sjúkrasviða litlu sjúkrahúsanna á landsbyggðinni. Stefna ráðuneytisins er að í hverju umdæmi verði almenn sjúkrahúsþjónusta með almennum lyflækningum og grunnheilbrigðisþjónustu, sbr. lög um heilbrigðisþjónustu. Lög og reglugerðir ákveða hvar og hvaða starfsemi. Almenn heilbrigðisþjónusta er skilgreind sem heilsugæsla, þjónusta og hjúkrun á hjúkrunarheimilum og hjúkrunarrýmum stofnana og almenn sjúkrahúsþjónusta. Almenn sjúkrahúsþjónusta á litlu sjúkrahúsunum er fyrst og fremst lyflækningar og hjúkrun við ýmsum bráðum sjúkdómum og nauðsynlegustu rannsóknir þeim tengdar. Niðurskurður ráðuneytisins gengur út á að lækka greiðslur fyrir legudaga. Óútskýrður er munur milli stofnana frá 38-68 þús. á landsbyggð en á sérhæfðari sjúkrahúsum t.d. LSH er kostnaðurinn ca. 150 þús. eða ca. þrisvar sinnum hærri. Hvernig sparnaður næst með að flytja lögboðna grunnþjónustu til Reykjavíkur eða Akureyrar til sérhæfðra sjúkrahúsa er óskiljanlegt. Líklegri niðurstaða er að útgjöld aukist þar sem grunnþjónusta á hátæknisjúkrahúsunum er margfalt dýrari en á litlu nærþjónustu sjúkrahúsunum. Glórulaus niðurskurður – stóraukin útgjöldNefna má dæmi um hvernig niðurskurðurinn bitnar á einstaka svæðum t.d. Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSu). Lækkun fjárframlags til sjúkrasviðs er um 56,5%. Afleiðingin verður í stórum dráttum sú, að mati framkvæmdastjóra HSu, að núverandi þjónusta sjúkrahússins sem almenns sjúkrahúss leggst af. Verkefnin færast til LSH. Einnig mun göngu- og dagdeildarþjónusta sérfræðilækna flytjast á læknastofur á höfuðborgarsvæðinu. Þjónusta sjúkrahússins sem bakhjarls fyrir heimahjúkrun og slysa- og bráðaþjónustu hverfur. Þessi lýsing gæti átt við um hvaða heilbrigðisstofnun sem er á landsbyggðinni. Augljóst er að sparnaður verður enginn en mikill aukakostnaður og óþægindi leggst á sjúklinga og aðstandendur þeirra. Um er að ræða stórkostlega tilfærslu á verkefnum og fólki jafnt sjúklingum sem aðstandendum þeirra, einnig starfsfólki í heilbrigðisgeiranum. Líkleg afleiðing er að stórhækka þarf fjárveitingar til LSH og Sjúkratrygginga Íslands til að geta staðið undir aukinni þjónustu í Reykjavík. Þangað fara 85% af fjárveitingum til sjúkrahús- og sérfræðiþjónustu. Sjúkrahúsin eru með stærstu vinnustöðum í viðkomandi byggðarlögum. Ljóst er, að ekki verður hætt að veita skjólstæðingum þessa þjónustu, verkefnin einfaldlega flytjast annað. Í þessari aðför ríkisstjórnar VG og Samfylkingar að grunnþjónustu íbúa landsbyggðar á að færa störf til höfuðborgarsvæðisins í ríkari mæli en nokkurn tíma hefur sést fyrr. Stefnumótun er brýnÍ veðri hefur verið látið vaka að unnið sé samkvæmt langtíma stefnumótun um verulegar breytingar á heilbrigðisþjónustu við landsmenn. Stefnu um að á landinu verði tvö sjúkrahús í Reykjavík og á Akureyri. Þessi umræða hefur hvorki verið við fagfólk á landsbyggðinni né heimaaðila. Ekki hefur verið sýnt fram á heildarsparnað eða hagræðingu - hvað þá að verið sé að bæta þjónustuna. Lágmark er að hefja stefnumótun á að greina grunnþarfir íbúa á hverju svæði. Slík vinna getur aldrei haft upphaf og endi á skrifborði í Reykjavík. Setjumst öll yfir verkefnið og vinnum saman að lausn þess, þannig náum við árangri. Leið ríkisstjórnarinnar er ekki fær. Niðurskurður er óhjákvæmilegur en forsenda niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu er að verja grunnþjónustuna - nærþjónustuna. Lágmarksþjónusta fyrir alla óháð efnahag og búsetu. Ríkisstjórnin er ekki á þeirri leið. Ef ríkisstjórnin treystir sér ekki í verkefnið á hún að fara frá. Þjóðstjórn taki við um þau grundvallarverkefni sem bíða úrlausnar. Annað má bíða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Niðurskurðartillögur heilbrigðismála í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna - sem kenna sig við vinstri velferð - mælast vægast sagt illa fyrir. Fjölmörg mótmæli um land allt eru skýr skilaboð um að fólki sé misboðið það óréttlæti sem þar birtist. Ályktanir eru samhljóða gagnrýni á samráðsleysi, þekkingarleysi á aðstæðum, ótti við alvarlegar samfélagslegar breytingar og óskýr markmið um raunverulegan sparnað. Jafnframt er fullyrt að áætlaðar breytingar leiði til lakari heilbrigðisþjónustu og enn ójafnari aðgangs landsmanna að sjúkrahús- og sérfræðiþjónustu. Í heilbrigðisþjónustunni þarf að skera niður um 4,7 milljarða kr.Heilbrigðisráðuneytið forgangsraðar niðurskurðinum með því að hlífa skuli heilsugæslu og stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík og Akureyri ásamt Akranesi, sá hluti heilbrigðiskerfisins tekur til sín rúmlega 90% af fjármagni til heilbrigðismála - niðurskurður 1,7 milljarðar. Hinsvegar er áætlað samkvæmt frumvarpinu að skera niður sjúkrasvið annarra heilbrigðisstofnana víðsvegar um landið um 3 milljarða króna. Stofnanir með innan við 10% af heildarfjárveitingu til sjúkrahús- og sérfræðiþjónustu. Hvar er jafnræðið um að allir njóti grunnþjónustu óháð efnahag og búsetu? Skera á niður þjónustu um 3 milljarðaÞað svarar til 31-75% af starfsemi einstakra sjúkrasviða litlu sjúkrahúsanna á landsbyggðinni. Stefna ráðuneytisins er að í hverju umdæmi verði almenn sjúkrahúsþjónusta með almennum lyflækningum og grunnheilbrigðisþjónustu, sbr. lög um heilbrigðisþjónustu. Lög og reglugerðir ákveða hvar og hvaða starfsemi. Almenn heilbrigðisþjónusta er skilgreind sem heilsugæsla, þjónusta og hjúkrun á hjúkrunarheimilum og hjúkrunarrýmum stofnana og almenn sjúkrahúsþjónusta. Almenn sjúkrahúsþjónusta á litlu sjúkrahúsunum er fyrst og fremst lyflækningar og hjúkrun við ýmsum bráðum sjúkdómum og nauðsynlegustu rannsóknir þeim tengdar. Niðurskurður ráðuneytisins gengur út á að lækka greiðslur fyrir legudaga. Óútskýrður er munur milli stofnana frá 38-68 þús. á landsbyggð en á sérhæfðari sjúkrahúsum t.d. LSH er kostnaðurinn ca. 150 þús. eða ca. þrisvar sinnum hærri. Hvernig sparnaður næst með að flytja lögboðna grunnþjónustu til Reykjavíkur eða Akureyrar til sérhæfðra sjúkrahúsa er óskiljanlegt. Líklegri niðurstaða er að útgjöld aukist þar sem grunnþjónusta á hátæknisjúkrahúsunum er margfalt dýrari en á litlu nærþjónustu sjúkrahúsunum. Glórulaus niðurskurður – stóraukin útgjöldNefna má dæmi um hvernig niðurskurðurinn bitnar á einstaka svæðum t.d. Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSu). Lækkun fjárframlags til sjúkrasviðs er um 56,5%. Afleiðingin verður í stórum dráttum sú, að mati framkvæmdastjóra HSu, að núverandi þjónusta sjúkrahússins sem almenns sjúkrahúss leggst af. Verkefnin færast til LSH. Einnig mun göngu- og dagdeildarþjónusta sérfræðilækna flytjast á læknastofur á höfuðborgarsvæðinu. Þjónusta sjúkrahússins sem bakhjarls fyrir heimahjúkrun og slysa- og bráðaþjónustu hverfur. Þessi lýsing gæti átt við um hvaða heilbrigðisstofnun sem er á landsbyggðinni. Augljóst er að sparnaður verður enginn en mikill aukakostnaður og óþægindi leggst á sjúklinga og aðstandendur þeirra. Um er að ræða stórkostlega tilfærslu á verkefnum og fólki jafnt sjúklingum sem aðstandendum þeirra, einnig starfsfólki í heilbrigðisgeiranum. Líkleg afleiðing er að stórhækka þarf fjárveitingar til LSH og Sjúkratrygginga Íslands til að geta staðið undir aukinni þjónustu í Reykjavík. Þangað fara 85% af fjárveitingum til sjúkrahús- og sérfræðiþjónustu. Sjúkrahúsin eru með stærstu vinnustöðum í viðkomandi byggðarlögum. Ljóst er, að ekki verður hætt að veita skjólstæðingum þessa þjónustu, verkefnin einfaldlega flytjast annað. Í þessari aðför ríkisstjórnar VG og Samfylkingar að grunnþjónustu íbúa landsbyggðar á að færa störf til höfuðborgarsvæðisins í ríkari mæli en nokkurn tíma hefur sést fyrr. Stefnumótun er brýnÍ veðri hefur verið látið vaka að unnið sé samkvæmt langtíma stefnumótun um verulegar breytingar á heilbrigðisþjónustu við landsmenn. Stefnu um að á landinu verði tvö sjúkrahús í Reykjavík og á Akureyri. Þessi umræða hefur hvorki verið við fagfólk á landsbyggðinni né heimaaðila. Ekki hefur verið sýnt fram á heildarsparnað eða hagræðingu - hvað þá að verið sé að bæta þjónustuna. Lágmark er að hefja stefnumótun á að greina grunnþarfir íbúa á hverju svæði. Slík vinna getur aldrei haft upphaf og endi á skrifborði í Reykjavík. Setjumst öll yfir verkefnið og vinnum saman að lausn þess, þannig náum við árangri. Leið ríkisstjórnarinnar er ekki fær. Niðurskurður er óhjákvæmilegur en forsenda niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu er að verja grunnþjónustuna - nærþjónustuna. Lágmarksþjónusta fyrir alla óháð efnahag og búsetu. Ríkisstjórnin er ekki á þeirri leið. Ef ríkisstjórnin treystir sér ekki í verkefnið á hún að fara frá. Þjóðstjórn taki við um þau grundvallarverkefni sem bíða úrlausnar. Annað má bíða.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun