Með puttann í rassvasann Þórir Garðarsson skrifar 14. nóvember 2010 00:01 Það eru slæmar fréttir að fyrirhuguð aukning á áætlunarflugi Icelandair sé í uppnámi vegna hugmynda um hækkanir á farþega- og lendingargjöldum á Keflavíkurflugvelli. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir sérstökum aukalegum skatti á áfengi og tóbak sem selt er í Fríhöfninni. Samkvæmt fréttum treysta stjórnendur Flugstöðvarinnar sér ekki til að setja fyrirhugaðan skatt á áfengi og tóbak í Fríhöfninni af samkeppnisástæðum. Í staðinn eru þeir með hugmyndir um að ná í tilskyldar viðbótartekjur með því að hækka gjöld fyrir aðra þjónustu sem ekki er í samkeppni, svo sem lendingar- og farþegagjöld. En hvar á þetta að stoppa? Hvað ætla menn að gera ef Ísland gengur í Evrópusambandið, þar sem tollfrjáls sala verður bönnuð. Við það yrði Fríhöfnin væntanlega af töluverðum tekjum. Megum við búast við stórum hækkunum á þjónustu Keflavíkurflugvallar vegna þess? Við verðum að gera þá kröfu til fyrirtækja sem ekki eru í samkeppni, að aðhalds sé gætt í gjaldskrárhækkunum. Ekki er líðandi að tekjumissir úr einni rekstrareiningu sé bættur með gjaldskrárhækkunum í öðrum rekstrareiningum. Öll fyrirtæki þurfa að hagræða og finna nýjar leiðir til tekjuöflunar. Keflavíkurflugvöllur er stórt fyrirtæki sem hefur væntanlega ýmsa möguleika til hagræðingar og tekjuöflunar s.s með nýsköpun. Þar má t.d. benda á þá möguleika að hleypa að rekstraraðilum sem bjóða aukna þjónustu sem getur gefið tekjur fyrir Flugstöðina. Ef tekjuskerðing og aukinn kostnaður Flugstöðvarinnar næst ekki til baka með nýjum tekjustofni og/eða hagræðingu verður ríkisjóður, sem eigandi félagsins, að öðrum kosti að bæta upp tekjumissinn með peningum skattgreiðenda. Ferðaþjónustan er að skila 155 milljörðum króna í gjaldeyristekjur á ári og væntingar eru um að þær tekjur aukist um a.m.k. 15 milljarða á næsta ári. Viljum við fórna þeim ávinningi með því að okra svo á ferðamönnum að þeir hætti við að koma hingað? Fyrirhuguð aukning Icelandair í áætlunarflugi skapar 200 störf. Þar til viðbótar má áætla að viðbótarstörfum í ferðaþjónustu fjölgi verulega, auk betri nýtingar hjá ferðaþjónustufyrirtækjum hérlendis, sem bætir þar með afkomu þeirra. Viljum við fórna því? Skattahækkun á ferðaþjónustuna er stórhættuleg þróun sem klárlega mun hafa áhrif á eftirspurn. Að kasta krónunni til að hirða aurana er léleg fjármálastjórnun. Það er sársaukafullt til þess að hugsa að þegar búið er að tæma bæði hægri og vinstri vasana sjái fjármálaráðherra enga aðra leið en að troða klónum í þrönga rassvasa svo undan blæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það eru slæmar fréttir að fyrirhuguð aukning á áætlunarflugi Icelandair sé í uppnámi vegna hugmynda um hækkanir á farþega- og lendingargjöldum á Keflavíkurflugvelli. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir sérstökum aukalegum skatti á áfengi og tóbak sem selt er í Fríhöfninni. Samkvæmt fréttum treysta stjórnendur Flugstöðvarinnar sér ekki til að setja fyrirhugaðan skatt á áfengi og tóbak í Fríhöfninni af samkeppnisástæðum. Í staðinn eru þeir með hugmyndir um að ná í tilskyldar viðbótartekjur með því að hækka gjöld fyrir aðra þjónustu sem ekki er í samkeppni, svo sem lendingar- og farþegagjöld. En hvar á þetta að stoppa? Hvað ætla menn að gera ef Ísland gengur í Evrópusambandið, þar sem tollfrjáls sala verður bönnuð. Við það yrði Fríhöfnin væntanlega af töluverðum tekjum. Megum við búast við stórum hækkunum á þjónustu Keflavíkurflugvallar vegna þess? Við verðum að gera þá kröfu til fyrirtækja sem ekki eru í samkeppni, að aðhalds sé gætt í gjaldskrárhækkunum. Ekki er líðandi að tekjumissir úr einni rekstrareiningu sé bættur með gjaldskrárhækkunum í öðrum rekstrareiningum. Öll fyrirtæki þurfa að hagræða og finna nýjar leiðir til tekjuöflunar. Keflavíkurflugvöllur er stórt fyrirtæki sem hefur væntanlega ýmsa möguleika til hagræðingar og tekjuöflunar s.s með nýsköpun. Þar má t.d. benda á þá möguleika að hleypa að rekstraraðilum sem bjóða aukna þjónustu sem getur gefið tekjur fyrir Flugstöðina. Ef tekjuskerðing og aukinn kostnaður Flugstöðvarinnar næst ekki til baka með nýjum tekjustofni og/eða hagræðingu verður ríkisjóður, sem eigandi félagsins, að öðrum kosti að bæta upp tekjumissinn með peningum skattgreiðenda. Ferðaþjónustan er að skila 155 milljörðum króna í gjaldeyristekjur á ári og væntingar eru um að þær tekjur aukist um a.m.k. 15 milljarða á næsta ári. Viljum við fórna þeim ávinningi með því að okra svo á ferðamönnum að þeir hætti við að koma hingað? Fyrirhuguð aukning Icelandair í áætlunarflugi skapar 200 störf. Þar til viðbótar má áætla að viðbótarstörfum í ferðaþjónustu fjölgi verulega, auk betri nýtingar hjá ferðaþjónustufyrirtækjum hérlendis, sem bætir þar með afkomu þeirra. Viljum við fórna því? Skattahækkun á ferðaþjónustuna er stórhættuleg þróun sem klárlega mun hafa áhrif á eftirspurn. Að kasta krónunni til að hirða aurana er léleg fjármálastjórnun. Það er sársaukafullt til þess að hugsa að þegar búið er að tæma bæði hægri og vinstri vasana sjái fjármálaráðherra enga aðra leið en að troða klónum í þrönga rassvasa svo undan blæði.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun