Fyrrum meistarar spá Webber titlinum 19. maí 2010 09:41 Efstu menn stigamótins hittu Jack Brabham á fyrsta móti ársins í Barein. Mark Webber, Brabham og Vettel stilltu sér upp fyrir myndavélina. Mynd: Getty Images Ástralarnir Jack Brabham og Alan Jones, báðir fyrrum meistarar spáir landa sínum Mark Webber meistaratitilinum í Formúlu 1 ár árinu, eftir tvo sigra hans í röð. Webber vann í Mónakó um helgina og á Spáni vikuna á undan. Webber er efstur og jafn að stigum með 78 stig ásamt Sebastian Vettel, en Webber er efstur vegna fleiri sigra. "Mark getur unnið meistaratitilinn, ég er ekki í nokkrum vafa. Þetta er frábær dagur fyrir Mark og Ástralíu. Mónakó er sögufræg keppni og erfiðasta mótið þar sem engin mistök má gera. Ég fylgdist með keppninni og hann var mjög, mjög góður", sagði Jack Brabham, þrefaldur meistari í Formúlu 1 í samtali við Sydney Morning Herald. Autosport.com greindi frá þessum ummælum Brabhams um Mark Webber. "Hann er efstur í stigamótinu og á titilinn skilið. Það yrði frábært fyrir Ástralíu og hann. Hann á allan minn stuðning og ég er stoltur af honum. Það yrði frábært ef Ástrali ynni titilinn aftur. Ef þú getur unnið í Mónakó, þá getur þú orðið meistari. Ég vona að hann geti það og held að hann verði meistari", sagði Brabham. Landi hans Alan Jones er líka hrifinn af árangri Webbers. "Sigurinn var frábær í Mónakó. Hann náði besta tíma í tímatökum, ræsti vel af stað og stóðst álagið af því að það þurfti að endurræsa mótið nokkrum sinnum. Það er alltaf taugatrekkjandi, því sá sem er í öðru sæti getur stolið sætinu. Hann verður betri og betri og sjálfstraustið eykst. Að vinna Vettel frá ráspól í endamark mun stykrja hann", sagði Jones téðri frétt. Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Ástralarnir Jack Brabham og Alan Jones, báðir fyrrum meistarar spáir landa sínum Mark Webber meistaratitilinum í Formúlu 1 ár árinu, eftir tvo sigra hans í röð. Webber vann í Mónakó um helgina og á Spáni vikuna á undan. Webber er efstur og jafn að stigum með 78 stig ásamt Sebastian Vettel, en Webber er efstur vegna fleiri sigra. "Mark getur unnið meistaratitilinn, ég er ekki í nokkrum vafa. Þetta er frábær dagur fyrir Mark og Ástralíu. Mónakó er sögufræg keppni og erfiðasta mótið þar sem engin mistök má gera. Ég fylgdist með keppninni og hann var mjög, mjög góður", sagði Jack Brabham, þrefaldur meistari í Formúlu 1 í samtali við Sydney Morning Herald. Autosport.com greindi frá þessum ummælum Brabhams um Mark Webber. "Hann er efstur í stigamótinu og á titilinn skilið. Það yrði frábært fyrir Ástralíu og hann. Hann á allan minn stuðning og ég er stoltur af honum. Það yrði frábært ef Ástrali ynni titilinn aftur. Ef þú getur unnið í Mónakó, þá getur þú orðið meistari. Ég vona að hann geti það og held að hann verði meistari", sagði Brabham. Landi hans Alan Jones er líka hrifinn af árangri Webbers. "Sigurinn var frábær í Mónakó. Hann náði besta tíma í tímatökum, ræsti vel af stað og stóðst álagið af því að það þurfti að endurræsa mótið nokkrum sinnum. Það er alltaf taugatrekkjandi, því sá sem er í öðru sæti getur stolið sætinu. Hann verður betri og betri og sjálfstraustið eykst. Að vinna Vettel frá ráspól í endamark mun stykrja hann", sagði Jones téðri frétt.
Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira