Fyrrum meistarar spá Webber titlinum 19. maí 2010 09:41 Efstu menn stigamótins hittu Jack Brabham á fyrsta móti ársins í Barein. Mark Webber, Brabham og Vettel stilltu sér upp fyrir myndavélina. Mynd: Getty Images Ástralarnir Jack Brabham og Alan Jones, báðir fyrrum meistarar spáir landa sínum Mark Webber meistaratitilinum í Formúlu 1 ár árinu, eftir tvo sigra hans í röð. Webber vann í Mónakó um helgina og á Spáni vikuna á undan. Webber er efstur og jafn að stigum með 78 stig ásamt Sebastian Vettel, en Webber er efstur vegna fleiri sigra. "Mark getur unnið meistaratitilinn, ég er ekki í nokkrum vafa. Þetta er frábær dagur fyrir Mark og Ástralíu. Mónakó er sögufræg keppni og erfiðasta mótið þar sem engin mistök má gera. Ég fylgdist með keppninni og hann var mjög, mjög góður", sagði Jack Brabham, þrefaldur meistari í Formúlu 1 í samtali við Sydney Morning Herald. Autosport.com greindi frá þessum ummælum Brabhams um Mark Webber. "Hann er efstur í stigamótinu og á titilinn skilið. Það yrði frábært fyrir Ástralíu og hann. Hann á allan minn stuðning og ég er stoltur af honum. Það yrði frábært ef Ástrali ynni titilinn aftur. Ef þú getur unnið í Mónakó, þá getur þú orðið meistari. Ég vona að hann geti það og held að hann verði meistari", sagði Brabham. Landi hans Alan Jones er líka hrifinn af árangri Webbers. "Sigurinn var frábær í Mónakó. Hann náði besta tíma í tímatökum, ræsti vel af stað og stóðst álagið af því að það þurfti að endurræsa mótið nokkrum sinnum. Það er alltaf taugatrekkjandi, því sá sem er í öðru sæti getur stolið sætinu. Hann verður betri og betri og sjálfstraustið eykst. Að vinna Vettel frá ráspól í endamark mun stykrja hann", sagði Jones téðri frétt. Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Ástralarnir Jack Brabham og Alan Jones, báðir fyrrum meistarar spáir landa sínum Mark Webber meistaratitilinum í Formúlu 1 ár árinu, eftir tvo sigra hans í röð. Webber vann í Mónakó um helgina og á Spáni vikuna á undan. Webber er efstur og jafn að stigum með 78 stig ásamt Sebastian Vettel, en Webber er efstur vegna fleiri sigra. "Mark getur unnið meistaratitilinn, ég er ekki í nokkrum vafa. Þetta er frábær dagur fyrir Mark og Ástralíu. Mónakó er sögufræg keppni og erfiðasta mótið þar sem engin mistök má gera. Ég fylgdist með keppninni og hann var mjög, mjög góður", sagði Jack Brabham, þrefaldur meistari í Formúlu 1 í samtali við Sydney Morning Herald. Autosport.com greindi frá þessum ummælum Brabhams um Mark Webber. "Hann er efstur í stigamótinu og á titilinn skilið. Það yrði frábært fyrir Ástralíu og hann. Hann á allan minn stuðning og ég er stoltur af honum. Það yrði frábært ef Ástrali ynni titilinn aftur. Ef þú getur unnið í Mónakó, þá getur þú orðið meistari. Ég vona að hann geti það og held að hann verði meistari", sagði Brabham. Landi hans Alan Jones er líka hrifinn af árangri Webbers. "Sigurinn var frábær í Mónakó. Hann náði besta tíma í tímatökum, ræsti vel af stað og stóðst álagið af því að það þurfti að endurræsa mótið nokkrum sinnum. Það er alltaf taugatrekkjandi, því sá sem er í öðru sæti getur stolið sætinu. Hann verður betri og betri og sjálfstraustið eykst. Að vinna Vettel frá ráspól í endamark mun stykrja hann", sagði Jones téðri frétt.
Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira