Ísland úr Efta - kjörin burt! 9. ágúst 2010 10:22 Ögmundur Jónasson alþingismaður skrifaði grein í Morgunblaðið síðastliðinn föstudag. Hún heitir „Virkið í norðri" eftir frægu riti Gunnars M. Magnúss um hernám Íslands. ESB er samkvæmt þessari grein útþenslusinnað heimsveldi sem hyggst leggja undir sig Ísland. Ögmundur talar um að „herskáir Evrópusinnar líti hýru auga til Festung Island" og þarf ekki að hafa mörg orð um hugrenningatengslin sem slíkri orðanotkun er ætlað að vekja - eins og orðinu „lífsrými" sem skýtur líka upp kollinum. Ögmundur varar við gýligjöfum: „…ekki mun standa á styrkveitingum - svona rétt á meðan verið er að tala okkur til. Hið sama gæti hent okkur og indíána Norður-Ameríku. Þeir töpuðu landinu en sátu uppi með glerperlur og eldvatn." Undir lok greinarinnar talar alþingismaðurinn um að við eigum að standa upprétt en ekki að vera „auðtrúa lítilmagni"; og svo fáum við hinn óhjákvæmilega varíant við frasann um barðan þræl og feitan þjón: „Þegar knékrjúpandi maður rís á fætur, hættir hann að vera lítill."Hernumdar þjóðir Danir, Frakkar, Austurríkismenn, Maltverjar, Ítalir, Búlgarir, Finnar, Englendingar, Írar, Belgar, Kýpverjar, Tékkar, Eistar, Þjóðverjar, Grikkir, Ungverjar, Lúxemborgarar, Spánverjar, Svíar… þetta eru hernumdar þjóðir. Þetta eru auðtrúa lítilmagnar. Þetta eru knékrjúpandi menn. Danir kunna að virðast ligeglad með sitt smörrebröð og et par bajere, en það er bara plat því þetta er buguð þjóð undir járnhæl Evrópusambandsins. Frakkar kunna að virðast montnir með allt sitt savoir-faire og haute couture og sil-vous-plait - en Ögmundur veit betur: þetta eru knékrjúpandi menn. Írarnir geta svo sem gaulað endalaust þessa sjálfstæðissöngva sína en í þeirra brjósti á frelsið ekki heima: Feitir þjónar. Og Svíarnir líta kannski út fyrir að vera voða pottþéttir og jättebra en velferðin hjá þeim er bara glerperlur og eldvatn sem þeir hafa fengið: þeir eru nefnilega auðtrúa lítilmagnar. „Festung Island"… „Lífsrými"… Orðbragð Ögmundar Jónassonar spilar á sömu kenndir og merkið sem ég sá á heimasíðu skoðanasystkina hans í samtökum sem kalla sig „Rauðan vettvang": þar er búið að taka burt stjörnurnar úr merki ESB og setja hakakrossa í staðinn. Ætli sé ekki leitun að þjóð sem hefur sýnt Íslendingum jafn mikla skilmálalausa vinsemd og Þjóðverjar. Dylgjur af þessu tagi frá einum helsta áhrifamanni íslenskra stjórnmála eru sérlega óviðkunnanlegar og hreinlega asnalegar.Eia eldvatn! Eia glerperlur! Ögmundur Jónasson líkir í grein sinni aðildarviðræðum ESB og Íslendinga við það þegar þjóðarmorð var framið á frumbyggjum Norður Ameríku og þeir ginntir í samningum til að láta land sitt af hendi fyrir glerperlur og eldvatn, eins og hann orðar það. Í fyrsta lagi gera svona samlíkingar lítið úr hryllilegum atburðum sem við eigum að fjalla um af virðingu fyrir raunverulegum fórnarlömbum raunverulegs hernaðar. Í öðru lagi dregur þetta upp þá mynd af okkar nánustu vina- og samstarfsþjóðum að þær séu óvinir, fari með fláttskap á hendur okkur, ásælist land okkar. Í þriðja lagi hafa Íslendingar verið fullfærir um að svolgra miklu meira eldvatn - í eiginlegri og óeiginlegri merkingu - en þeim er hollt án atbeina annarra þjóða. Og einu glerperlurnar sem sést hafa í viðskiptum íslenskra aðila og Evrópuþjóða eru þær sem sparifjáreigendur þessara þjóða sitja uppi með eftir að hafa verið svo „auðtrúa" að bera traust til þessarar þjóðar: Icesave. Með tali sínu um „glerperlur og eldvatn" dregur Ögmundur upp mynd af Íslendingum sem friðsælli náttúruþjóð sem hér búi í harmóníu við náttúruna og sé grandalaus gagnvart gýligjöfum árásaraðilans. Ekki þarf að líta lengi í kringum sig til sjá hversu fráleit þessi mynd er. Hitt er athyglisvert að þessi sjálfskipaði vinstri maður skuli aldrei minnast á lífskjör almennings í umræðu um Evrópumál, nema með varnaðarorðum um glerperlur og eldvatn - enda vinstri stefnu löngum verið ruglað hér á landi saman við ítrustu þjóðernishyggju. Verði ekkert úr aðild Íslands að ESB er óvíst um stöðu landsins innan evrópska Efnahagssvæðisins, sem Ögmundur er að vísu andvígur, eins og raunar líka aðild Íslands að EFTA. Núverandi gjaldeyrishöft eru skýlaus brot á reglum EES um leið og þau eru forsenda þess að hér fari ekki allt á hvolf á ný. Umræðan um ESB á líka að snúast um lífskjör: til dæmis hvaða afleiðingar það kann að hafa fyrir lífskjör landsmanna ef Ísland hættir í EFTA með tilheyrandi uppnámi á viðskiptum okkar við Evrópulönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson alþingismaður skrifaði grein í Morgunblaðið síðastliðinn föstudag. Hún heitir „Virkið í norðri" eftir frægu riti Gunnars M. Magnúss um hernám Íslands. ESB er samkvæmt þessari grein útþenslusinnað heimsveldi sem hyggst leggja undir sig Ísland. Ögmundur talar um að „herskáir Evrópusinnar líti hýru auga til Festung Island" og þarf ekki að hafa mörg orð um hugrenningatengslin sem slíkri orðanotkun er ætlað að vekja - eins og orðinu „lífsrými" sem skýtur líka upp kollinum. Ögmundur varar við gýligjöfum: „…ekki mun standa á styrkveitingum - svona rétt á meðan verið er að tala okkur til. Hið sama gæti hent okkur og indíána Norður-Ameríku. Þeir töpuðu landinu en sátu uppi með glerperlur og eldvatn." Undir lok greinarinnar talar alþingismaðurinn um að við eigum að standa upprétt en ekki að vera „auðtrúa lítilmagni"; og svo fáum við hinn óhjákvæmilega varíant við frasann um barðan þræl og feitan þjón: „Þegar knékrjúpandi maður rís á fætur, hættir hann að vera lítill."Hernumdar þjóðir Danir, Frakkar, Austurríkismenn, Maltverjar, Ítalir, Búlgarir, Finnar, Englendingar, Írar, Belgar, Kýpverjar, Tékkar, Eistar, Þjóðverjar, Grikkir, Ungverjar, Lúxemborgarar, Spánverjar, Svíar… þetta eru hernumdar þjóðir. Þetta eru auðtrúa lítilmagnar. Þetta eru knékrjúpandi menn. Danir kunna að virðast ligeglad með sitt smörrebröð og et par bajere, en það er bara plat því þetta er buguð þjóð undir járnhæl Evrópusambandsins. Frakkar kunna að virðast montnir með allt sitt savoir-faire og haute couture og sil-vous-plait - en Ögmundur veit betur: þetta eru knékrjúpandi menn. Írarnir geta svo sem gaulað endalaust þessa sjálfstæðissöngva sína en í þeirra brjósti á frelsið ekki heima: Feitir þjónar. Og Svíarnir líta kannski út fyrir að vera voða pottþéttir og jättebra en velferðin hjá þeim er bara glerperlur og eldvatn sem þeir hafa fengið: þeir eru nefnilega auðtrúa lítilmagnar. „Festung Island"… „Lífsrými"… Orðbragð Ögmundar Jónassonar spilar á sömu kenndir og merkið sem ég sá á heimasíðu skoðanasystkina hans í samtökum sem kalla sig „Rauðan vettvang": þar er búið að taka burt stjörnurnar úr merki ESB og setja hakakrossa í staðinn. Ætli sé ekki leitun að þjóð sem hefur sýnt Íslendingum jafn mikla skilmálalausa vinsemd og Þjóðverjar. Dylgjur af þessu tagi frá einum helsta áhrifamanni íslenskra stjórnmála eru sérlega óviðkunnanlegar og hreinlega asnalegar.Eia eldvatn! Eia glerperlur! Ögmundur Jónasson líkir í grein sinni aðildarviðræðum ESB og Íslendinga við það þegar þjóðarmorð var framið á frumbyggjum Norður Ameríku og þeir ginntir í samningum til að láta land sitt af hendi fyrir glerperlur og eldvatn, eins og hann orðar það. Í fyrsta lagi gera svona samlíkingar lítið úr hryllilegum atburðum sem við eigum að fjalla um af virðingu fyrir raunverulegum fórnarlömbum raunverulegs hernaðar. Í öðru lagi dregur þetta upp þá mynd af okkar nánustu vina- og samstarfsþjóðum að þær séu óvinir, fari með fláttskap á hendur okkur, ásælist land okkar. Í þriðja lagi hafa Íslendingar verið fullfærir um að svolgra miklu meira eldvatn - í eiginlegri og óeiginlegri merkingu - en þeim er hollt án atbeina annarra þjóða. Og einu glerperlurnar sem sést hafa í viðskiptum íslenskra aðila og Evrópuþjóða eru þær sem sparifjáreigendur þessara þjóða sitja uppi með eftir að hafa verið svo „auðtrúa" að bera traust til þessarar þjóðar: Icesave. Með tali sínu um „glerperlur og eldvatn" dregur Ögmundur upp mynd af Íslendingum sem friðsælli náttúruþjóð sem hér búi í harmóníu við náttúruna og sé grandalaus gagnvart gýligjöfum árásaraðilans. Ekki þarf að líta lengi í kringum sig til sjá hversu fráleit þessi mynd er. Hitt er athyglisvert að þessi sjálfskipaði vinstri maður skuli aldrei minnast á lífskjör almennings í umræðu um Evrópumál, nema með varnaðarorðum um glerperlur og eldvatn - enda vinstri stefnu löngum verið ruglað hér á landi saman við ítrustu þjóðernishyggju. Verði ekkert úr aðild Íslands að ESB er óvíst um stöðu landsins innan evrópska Efnahagssvæðisins, sem Ögmundur er að vísu andvígur, eins og raunar líka aðild Íslands að EFTA. Núverandi gjaldeyrishöft eru skýlaus brot á reglum EES um leið og þau eru forsenda þess að hér fari ekki allt á hvolf á ný. Umræðan um ESB á líka að snúast um lífskjör: til dæmis hvaða afleiðingar það kann að hafa fyrir lífskjör landsmanna ef Ísland hættir í EFTA með tilheyrandi uppnámi á viðskiptum okkar við Evrópulönd.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun