Nýjar bókhaldsreglur blása út eigið fé sveitarfélaganna 19. maí 2010 05:00 Lönd og lóðir Sumar lóðir og lönd borgarinnar stendur aldrei til að selja og þær á því ekki að færa til eignar miðað við ímyndað markaðsvirði, segir Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri sambands sveitarfélaga. Hann segir að ný reikningsskilaregla dragi úr trausti á reikningsskilanefnd sveitarfélaga.fréttablaðið/stefán Gunnlaugur Júlíusson, sviðstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands sveitarfélaga, hefur sent stjórn sambandsins harða gagnrýni á vinnubrögð reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga. Nefndin ákvað 9. apríl síðastliðinn að breyta reikningsskilareglum hvað varðar lóðir og lönd sveitarfélaga. Samkvæmt nýrri reglu ber sveitarfélögum að færa öll lönd sín og leigulóðir sem eignir í efnahagsreikningi. Heimilt er að gera það í ársreikningi 2009 en skylt í ársreikningi 2010. Hafnarfjörður og Mosfellsbær hafa nýtt sér þessa heimild, sem reikningsskilanefndin samþykkti 29. apríl og hafa kynnt ársreikninga þar sem aðferðinni er beitt. Hún eykur eigið fé Hafnarfjarðarbæjar um 6,6 milljarða og leiðir til þess að eiginfjárstaða bæjarins verður jákvæð um rúma fjóra milljarða. Gunnlaugur sat hjá þegar nefndin samþykkti álit á málinu og gagnrýnir málsmeðferð harðlega í bókun. Vinnubrögðin séu ófagleg og málið of stórt til að afgreiða umræðulítið og án nægilegs undirbúnings. Það hafi komið á borð nefndarinnar með óumbeðnu áliti frá starfsmönnum KPMG og fengið afgreiðslu á næsta fundi. „Leigutekjur eru ekki fastar í hendi,“ segir Gunnlaugur Júlíusson. „Það er ekki sanngjarnt að þær séu notaðar sem grunnur að eignamati.“ Sumar lóðir sveitarfélaga verði aldrei seldar og eigi því ekki að eignfæra út frá ímynduðu markaðsverði. „Maður spyr sig hvert er gangvirði lóða sem á aldrei að selja?“ segir hann. Hann birtir með bókun sinni yfirlit til að sýna að nýja reglan sé ekki nægilega varfærin og henni sé hvergi beitt á Norðurlöndum þar sem áhersla er lögð á að þenja ekki út efnahagsreikninga sveitarfélaga út á hæpnum forsendum. Kristján Jónasson, endurskoðandi hjá KPMG, er formaður nefndarinnar. Hann vildi ekki svara gagnrýni Gunnlaugs á málsmeðferðina en sagði breytinguna styðjast við þau rök að sveitarfélög eigi miklar eignir í löndum og lóðum. Talið hafi verið nauðsynlegt að þær kæmu fram í efnahagsreikningi á sama tíma og sveitarfélögum verður skylt að gera ýmsar skuldbindingar sem hafa staðið utan við efnahagsreikning sýnilegar. Reikningsskil eigna sveitarfélaga verði endurskoðuð í heild í haust. peturg@frettabladid.is Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Gunnlaugur Júlíusson, sviðstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands sveitarfélaga, hefur sent stjórn sambandsins harða gagnrýni á vinnubrögð reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga. Nefndin ákvað 9. apríl síðastliðinn að breyta reikningsskilareglum hvað varðar lóðir og lönd sveitarfélaga. Samkvæmt nýrri reglu ber sveitarfélögum að færa öll lönd sín og leigulóðir sem eignir í efnahagsreikningi. Heimilt er að gera það í ársreikningi 2009 en skylt í ársreikningi 2010. Hafnarfjörður og Mosfellsbær hafa nýtt sér þessa heimild, sem reikningsskilanefndin samþykkti 29. apríl og hafa kynnt ársreikninga þar sem aðferðinni er beitt. Hún eykur eigið fé Hafnarfjarðarbæjar um 6,6 milljarða og leiðir til þess að eiginfjárstaða bæjarins verður jákvæð um rúma fjóra milljarða. Gunnlaugur sat hjá þegar nefndin samþykkti álit á málinu og gagnrýnir málsmeðferð harðlega í bókun. Vinnubrögðin séu ófagleg og málið of stórt til að afgreiða umræðulítið og án nægilegs undirbúnings. Það hafi komið á borð nefndarinnar með óumbeðnu áliti frá starfsmönnum KPMG og fengið afgreiðslu á næsta fundi. „Leigutekjur eru ekki fastar í hendi,“ segir Gunnlaugur Júlíusson. „Það er ekki sanngjarnt að þær séu notaðar sem grunnur að eignamati.“ Sumar lóðir sveitarfélaga verði aldrei seldar og eigi því ekki að eignfæra út frá ímynduðu markaðsverði. „Maður spyr sig hvert er gangvirði lóða sem á aldrei að selja?“ segir hann. Hann birtir með bókun sinni yfirlit til að sýna að nýja reglan sé ekki nægilega varfærin og henni sé hvergi beitt á Norðurlöndum þar sem áhersla er lögð á að þenja ekki út efnahagsreikninga sveitarfélaga út á hæpnum forsendum. Kristján Jónasson, endurskoðandi hjá KPMG, er formaður nefndarinnar. Hann vildi ekki svara gagnrýni Gunnlaugs á málsmeðferðina en sagði breytinguna styðjast við þau rök að sveitarfélög eigi miklar eignir í löndum og lóðum. Talið hafi verið nauðsynlegt að þær kæmu fram í efnahagsreikningi á sama tíma og sveitarfélögum verður skylt að gera ýmsar skuldbindingar sem hafa staðið utan við efnahagsreikning sýnilegar. Reikningsskil eigna sveitarfélaga verði endurskoðuð í heild í haust. peturg@frettabladid.is
Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira