Ekki batnar það – ráðherra á villigötum 18. febrúar 2010 06:00 Ari Trausti Guðmundsson skrifar um skuldavanda. Í viðtali í Fréttablaðinu 13. feb. svarar Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra spurningum blaðamanns. Þegar spurt er um skuldavanda heimila svarar ráðherra og er inntakið þetta: - bankar eiga að bera byrðar sem hljótast af greiðsluvanda heimila, ekki á að ríkisvæða þennan kostnað af hruninu - tryggð hafa verið úrræði sem gera öllum þorra fólks kleift að standa í skilum - hinir sem eru í vanda þrátt fyrir þessi úrræði eru þrenns konar fólk: Þeir sem eru með viðkvæman tekjugrunn eða hafa misst vinnu, þeir sem keyptu á óheppilegum tíma og loks þeir sem tefldu of djarft við skuldsetningu sjálfra sín. Þessu fólki eiga bankar að gera kleift að greiða af lánum og halda veðum í hófi. Líklega þarf langa hag- og siðfræðigrein til að svara þessari sýn ráðherrans á hrunið, heimilin og skyldur borgarana. Ekki ætla ég mér þá vinnu. Hitt vita flestir að skuldi menn meira en fáeinar milljónir í meðalhúseign er, með stefnu stjórnvalda og vitund ráðherrans, verið að berja mjög fast á þeim skuldurum með öllum ráðum. Þeim er einfaldlega ætlað að greiða hundruð milljarða upp í hrunskuldir ríkis og banka á næstu árum um leið og þeir horfa upp á eignarhluta sína rýrna þrátt fyrir skilvísu greiðslurnar. Í því samhengi er grátbroslegt að sjá ráðherrann tala um að ekki skuli ríkisvæða kostnað af greiðsluhjálp við þorra fólks í landinu. Ríkisvaldið ber nefnilega stóran hluta ábyrgðar á hruninu og getur með engu móti sagt sig frá sérvöldum kostnaði af því, gagnvart þorra borgaranna. Hvers konar siðræn rök mæla með því? Enn grátbroslegra er að halda því fram að núverandi úrræði geri þorra fólks kleift að standa í skilum. Vissulega geta menn borgað af skuldum um það bil þar til gjaldþrot er í augsýn en slíkt holtaþokutal felur þá staðreynd að á meðan því fer fram étur verðtryggingin, verðbólgan og hávaxtastefnan upp þau verðmæti sem menn hafa unnið fyrir, og það mjög hratt um þessar mundir. Ef einhver á 40 milljón króna eign og skuldar verðtryggðar 15 í henni, er þá ásættanlegt að hann borgi af láninu nokkur næstu ár og sjái á meðan eignarhlutann rýrna um 10-20%? Þetta er það sem þorri skuldara stendur frammi fyrir, ráðherra góður. En vill ekki. Kemur þá að þrískiptingu þeirra sem eru um það bil að kikna eða hafa kiknað undan lánum. Án hliðsjónar af því af hverju svo er komið, er löngu orðið ljóst af reynslunni, af umsögnum þessa fólks, af könnunum og ályktunum, t.d. ASÍ, að úrræði stjórnvalda duga ekki. Vissulega geta einhverjir reynt að selja, eins og ráðherrann bendir á, snjósleða eða sumarbústað sem þeir keyptu of glannalega en slíkt hjálpar bara sumum og ef til vill ekki svo glatt í miðri kreppu. Þegar allt er þá til talið, blasir við, ef fram heldur sem horfir, að allur þorri fólks verður látinn greiða sinn kreppuhluta og miklu meira til af sjaldgæfri hörku. Villigötur ráðherrans og stjórnvalda í þessum efnum eru því miður farnar af því þessi þáttur kreppuviðbragðanna er rangur. Og allra síst er hann jafnaðarmennska. En hvað á það að gera? spyrja menn. Meginverkefnið er að lækka höfuðstól lána niður í það sem var fyrir hrun og endurskoða bæði verðtryggingu og vexti. Bankar, sem eru að hluta í eigu erlendra vogunarsjóða, ríkið (Íbúðalánasjóður) og lífeyrissjóðir verða að taka kostnaðinn á sig að þessu marki. Þorri almennings borgar engu síður væna fúlgu með lagfærðum afborgunum, sköttum og öðrum félagslegum greiðslum. Og mun gera það af fullri þegnskyldu þegar vitað er að sanngirni ræður. Höfundur er jarðeðlisfræðingur og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Ari Trausti Guðmundsson skrifar um skuldavanda. Í viðtali í Fréttablaðinu 13. feb. svarar Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra spurningum blaðamanns. Þegar spurt er um skuldavanda heimila svarar ráðherra og er inntakið þetta: - bankar eiga að bera byrðar sem hljótast af greiðsluvanda heimila, ekki á að ríkisvæða þennan kostnað af hruninu - tryggð hafa verið úrræði sem gera öllum þorra fólks kleift að standa í skilum - hinir sem eru í vanda þrátt fyrir þessi úrræði eru þrenns konar fólk: Þeir sem eru með viðkvæman tekjugrunn eða hafa misst vinnu, þeir sem keyptu á óheppilegum tíma og loks þeir sem tefldu of djarft við skuldsetningu sjálfra sín. Þessu fólki eiga bankar að gera kleift að greiða af lánum og halda veðum í hófi. Líklega þarf langa hag- og siðfræðigrein til að svara þessari sýn ráðherrans á hrunið, heimilin og skyldur borgarana. Ekki ætla ég mér þá vinnu. Hitt vita flestir að skuldi menn meira en fáeinar milljónir í meðalhúseign er, með stefnu stjórnvalda og vitund ráðherrans, verið að berja mjög fast á þeim skuldurum með öllum ráðum. Þeim er einfaldlega ætlað að greiða hundruð milljarða upp í hrunskuldir ríkis og banka á næstu árum um leið og þeir horfa upp á eignarhluta sína rýrna þrátt fyrir skilvísu greiðslurnar. Í því samhengi er grátbroslegt að sjá ráðherrann tala um að ekki skuli ríkisvæða kostnað af greiðsluhjálp við þorra fólks í landinu. Ríkisvaldið ber nefnilega stóran hluta ábyrgðar á hruninu og getur með engu móti sagt sig frá sérvöldum kostnaði af því, gagnvart þorra borgaranna. Hvers konar siðræn rök mæla með því? Enn grátbroslegra er að halda því fram að núverandi úrræði geri þorra fólks kleift að standa í skilum. Vissulega geta menn borgað af skuldum um það bil þar til gjaldþrot er í augsýn en slíkt holtaþokutal felur þá staðreynd að á meðan því fer fram étur verðtryggingin, verðbólgan og hávaxtastefnan upp þau verðmæti sem menn hafa unnið fyrir, og það mjög hratt um þessar mundir. Ef einhver á 40 milljón króna eign og skuldar verðtryggðar 15 í henni, er þá ásættanlegt að hann borgi af láninu nokkur næstu ár og sjái á meðan eignarhlutann rýrna um 10-20%? Þetta er það sem þorri skuldara stendur frammi fyrir, ráðherra góður. En vill ekki. Kemur þá að þrískiptingu þeirra sem eru um það bil að kikna eða hafa kiknað undan lánum. Án hliðsjónar af því af hverju svo er komið, er löngu orðið ljóst af reynslunni, af umsögnum þessa fólks, af könnunum og ályktunum, t.d. ASÍ, að úrræði stjórnvalda duga ekki. Vissulega geta einhverjir reynt að selja, eins og ráðherrann bendir á, snjósleða eða sumarbústað sem þeir keyptu of glannalega en slíkt hjálpar bara sumum og ef til vill ekki svo glatt í miðri kreppu. Þegar allt er þá til talið, blasir við, ef fram heldur sem horfir, að allur þorri fólks verður látinn greiða sinn kreppuhluta og miklu meira til af sjaldgæfri hörku. Villigötur ráðherrans og stjórnvalda í þessum efnum eru því miður farnar af því þessi þáttur kreppuviðbragðanna er rangur. Og allra síst er hann jafnaðarmennska. En hvað á það að gera? spyrja menn. Meginverkefnið er að lækka höfuðstól lána niður í það sem var fyrir hrun og endurskoða bæði verðtryggingu og vexti. Bankar, sem eru að hluta í eigu erlendra vogunarsjóða, ríkið (Íbúðalánasjóður) og lífeyrissjóðir verða að taka kostnaðinn á sig að þessu marki. Þorri almennings borgar engu síður væna fúlgu með lagfærðum afborgunum, sköttum og öðrum félagslegum greiðslum. Og mun gera það af fullri þegnskyldu þegar vitað er að sanngirni ræður. Höfundur er jarðeðlisfræðingur og rithöfundur.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar