Höfuðpaurs í kókaín-smygli leitað á Spáni 20. apríl 2010 05:00 Þessi mynd af Davíð Garðarssyni var tekin þegar hann var á flótta undan réttvísinni í útlöndum. Hann hefur áður verið bendlaður við stór fíkniefnamál. Átta manns, sjö karlar og ein kona, sitja nú í gæsluvarðhaldi grunuð um að tengjast innflutningi á rúmlega þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum. Kókaínið kom í tveimur sendingum frá Alicante á Spáni, og vó hvor sending um 1.600 grömm. Fyrri sendingin kom til landsins laugardaginn 10. apríl í farangri Jóhannesar Mýrdal, rúmlega fimmtugs Reykvíkings. Efnin voru vandlega falin í ferðatösku sem hann hafði meðferðis. Pétur Jökull Jónasson, 31 árs, sótti töskuna á heimili Jóhannesar, kom henni fyrir í bíl og fór með að heimili Orra Freys Gíslasonar, 30 ára. Þar fóru Orri og Davíð Garðarsson, 40 ára, að bílnum og opnuðu töskuna. Þeir voru þá handteknir. Í töskunni reyndust vera 1.600 grömm af kókaíni sem fyrstu mælingar benda til að sé mjög sterkt. Fimmti maðurinn var einnig handtekinn vegna fyrri sendingarinnar. Um klukkan fimm morguninn eftir kom ungt par með flugi frá Alicante. Það reyndist vera með svipað magn af kókaíni í fórum sínum, falið á sama hátt í eins tösku. Talið er víst að málin tengist. Á fimmtudaginn síðasta var svo áttundi maðurinn handtekinn við komuna frá útlöndum. Davíð Garðarsson er talinn eiga mestan hlut að máli af þeim sem handteknir hafa verið. Hann hefur margoft verið dæmdur. Hann hlaut meðal annars tveggja og hálfs árs fangelsisdóm árið 2005 fyrir nauðgun og var síðan á flótta undan réttvísinni í tvö ár þar til hann var sóttur til Indlands í mars 2007. Í janúar 2007 var hópur fólks dæmdur í langa fangavist fyrir kókaínsmygl og kom fram við málflutning að Davíð væri grunaður um skipulagningu þess. Hann var þá á flótta. „Ég er löngu hættur í glæpum og er bara fyrrverandi glæpamaður," sagði Davíð í viðtali við Fréttablaðið árið 2007. Davíð er þó ekki talinn höfuðpaurinn í málinu sem upp er komið nú, heldur Íslendingur sem búsettur er á Spáni. Hans hefur verið leitað ytra með aðstoð Europol frá því að málið kom upp en er ófundinn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins heitir hann Sverrir Þór Gunnarsson. Sverrir Þór var einn höfuðpauranna í stóra fíkniefnamálinu sem upp kom um aldamót og hefur, síðan hann losnaði úr fangelsi, dvalið erlendis, bæði á Spáni og í Brasilíu. Hann hefur verið talinn ábyrgur fyrir fjölda stórra fíkniefnamála sem upp hafa komið hérlendis og erlendis undanfarin ár. Einungis einu sinni hefur stærra kókaínmál komið upp á Íslandi. Þá fundust tæp fjögur kíló falin í Mercedez Benz Sprinter-bifreið. stigur@frettabladid.is Lögreglumál Fíkniefnabrot Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Átta manns, sjö karlar og ein kona, sitja nú í gæsluvarðhaldi grunuð um að tengjast innflutningi á rúmlega þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum. Kókaínið kom í tveimur sendingum frá Alicante á Spáni, og vó hvor sending um 1.600 grömm. Fyrri sendingin kom til landsins laugardaginn 10. apríl í farangri Jóhannesar Mýrdal, rúmlega fimmtugs Reykvíkings. Efnin voru vandlega falin í ferðatösku sem hann hafði meðferðis. Pétur Jökull Jónasson, 31 árs, sótti töskuna á heimili Jóhannesar, kom henni fyrir í bíl og fór með að heimili Orra Freys Gíslasonar, 30 ára. Þar fóru Orri og Davíð Garðarsson, 40 ára, að bílnum og opnuðu töskuna. Þeir voru þá handteknir. Í töskunni reyndust vera 1.600 grömm af kókaíni sem fyrstu mælingar benda til að sé mjög sterkt. Fimmti maðurinn var einnig handtekinn vegna fyrri sendingarinnar. Um klukkan fimm morguninn eftir kom ungt par með flugi frá Alicante. Það reyndist vera með svipað magn af kókaíni í fórum sínum, falið á sama hátt í eins tösku. Talið er víst að málin tengist. Á fimmtudaginn síðasta var svo áttundi maðurinn handtekinn við komuna frá útlöndum. Davíð Garðarsson er talinn eiga mestan hlut að máli af þeim sem handteknir hafa verið. Hann hefur margoft verið dæmdur. Hann hlaut meðal annars tveggja og hálfs árs fangelsisdóm árið 2005 fyrir nauðgun og var síðan á flótta undan réttvísinni í tvö ár þar til hann var sóttur til Indlands í mars 2007. Í janúar 2007 var hópur fólks dæmdur í langa fangavist fyrir kókaínsmygl og kom fram við málflutning að Davíð væri grunaður um skipulagningu þess. Hann var þá á flótta. „Ég er löngu hættur í glæpum og er bara fyrrverandi glæpamaður," sagði Davíð í viðtali við Fréttablaðið árið 2007. Davíð er þó ekki talinn höfuðpaurinn í málinu sem upp er komið nú, heldur Íslendingur sem búsettur er á Spáni. Hans hefur verið leitað ytra með aðstoð Europol frá því að málið kom upp en er ófundinn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins heitir hann Sverrir Þór Gunnarsson. Sverrir Þór var einn höfuðpauranna í stóra fíkniefnamálinu sem upp kom um aldamót og hefur, síðan hann losnaði úr fangelsi, dvalið erlendis, bæði á Spáni og í Brasilíu. Hann hefur verið talinn ábyrgur fyrir fjölda stórra fíkniefnamála sem upp hafa komið hérlendis og erlendis undanfarin ár. Einungis einu sinni hefur stærra kókaínmál komið upp á Íslandi. Þá fundust tæp fjögur kíló falin í Mercedez Benz Sprinter-bifreið. stigur@frettabladid.is
Lögreglumál Fíkniefnabrot Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira