Höfuðpaurs í kókaín-smygli leitað á Spáni 20. apríl 2010 05:00 Þessi mynd af Davíð Garðarssyni var tekin þegar hann var á flótta undan réttvísinni í útlöndum. Hann hefur áður verið bendlaður við stór fíkniefnamál. Átta manns, sjö karlar og ein kona, sitja nú í gæsluvarðhaldi grunuð um að tengjast innflutningi á rúmlega þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum. Kókaínið kom í tveimur sendingum frá Alicante á Spáni, og vó hvor sending um 1.600 grömm. Fyrri sendingin kom til landsins laugardaginn 10. apríl í farangri Jóhannesar Mýrdal, rúmlega fimmtugs Reykvíkings. Efnin voru vandlega falin í ferðatösku sem hann hafði meðferðis. Pétur Jökull Jónasson, 31 árs, sótti töskuna á heimili Jóhannesar, kom henni fyrir í bíl og fór með að heimili Orra Freys Gíslasonar, 30 ára. Þar fóru Orri og Davíð Garðarsson, 40 ára, að bílnum og opnuðu töskuna. Þeir voru þá handteknir. Í töskunni reyndust vera 1.600 grömm af kókaíni sem fyrstu mælingar benda til að sé mjög sterkt. Fimmti maðurinn var einnig handtekinn vegna fyrri sendingarinnar. Um klukkan fimm morguninn eftir kom ungt par með flugi frá Alicante. Það reyndist vera með svipað magn af kókaíni í fórum sínum, falið á sama hátt í eins tösku. Talið er víst að málin tengist. Á fimmtudaginn síðasta var svo áttundi maðurinn handtekinn við komuna frá útlöndum. Davíð Garðarsson er talinn eiga mestan hlut að máli af þeim sem handteknir hafa verið. Hann hefur margoft verið dæmdur. Hann hlaut meðal annars tveggja og hálfs árs fangelsisdóm árið 2005 fyrir nauðgun og var síðan á flótta undan réttvísinni í tvö ár þar til hann var sóttur til Indlands í mars 2007. Í janúar 2007 var hópur fólks dæmdur í langa fangavist fyrir kókaínsmygl og kom fram við málflutning að Davíð væri grunaður um skipulagningu þess. Hann var þá á flótta. „Ég er löngu hættur í glæpum og er bara fyrrverandi glæpamaður," sagði Davíð í viðtali við Fréttablaðið árið 2007. Davíð er þó ekki talinn höfuðpaurinn í málinu sem upp er komið nú, heldur Íslendingur sem búsettur er á Spáni. Hans hefur verið leitað ytra með aðstoð Europol frá því að málið kom upp en er ófundinn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins heitir hann Sverrir Þór Gunnarsson. Sverrir Þór var einn höfuðpauranna í stóra fíkniefnamálinu sem upp kom um aldamót og hefur, síðan hann losnaði úr fangelsi, dvalið erlendis, bæði á Spáni og í Brasilíu. Hann hefur verið talinn ábyrgur fyrir fjölda stórra fíkniefnamála sem upp hafa komið hérlendis og erlendis undanfarin ár. Einungis einu sinni hefur stærra kókaínmál komið upp á Íslandi. Þá fundust tæp fjögur kíló falin í Mercedez Benz Sprinter-bifreið. stigur@frettabladid.is Lögreglumál Fíkniefnabrot Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira
Átta manns, sjö karlar og ein kona, sitja nú í gæsluvarðhaldi grunuð um að tengjast innflutningi á rúmlega þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum. Kókaínið kom í tveimur sendingum frá Alicante á Spáni, og vó hvor sending um 1.600 grömm. Fyrri sendingin kom til landsins laugardaginn 10. apríl í farangri Jóhannesar Mýrdal, rúmlega fimmtugs Reykvíkings. Efnin voru vandlega falin í ferðatösku sem hann hafði meðferðis. Pétur Jökull Jónasson, 31 árs, sótti töskuna á heimili Jóhannesar, kom henni fyrir í bíl og fór með að heimili Orra Freys Gíslasonar, 30 ára. Þar fóru Orri og Davíð Garðarsson, 40 ára, að bílnum og opnuðu töskuna. Þeir voru þá handteknir. Í töskunni reyndust vera 1.600 grömm af kókaíni sem fyrstu mælingar benda til að sé mjög sterkt. Fimmti maðurinn var einnig handtekinn vegna fyrri sendingarinnar. Um klukkan fimm morguninn eftir kom ungt par með flugi frá Alicante. Það reyndist vera með svipað magn af kókaíni í fórum sínum, falið á sama hátt í eins tösku. Talið er víst að málin tengist. Á fimmtudaginn síðasta var svo áttundi maðurinn handtekinn við komuna frá útlöndum. Davíð Garðarsson er talinn eiga mestan hlut að máli af þeim sem handteknir hafa verið. Hann hefur margoft verið dæmdur. Hann hlaut meðal annars tveggja og hálfs árs fangelsisdóm árið 2005 fyrir nauðgun og var síðan á flótta undan réttvísinni í tvö ár þar til hann var sóttur til Indlands í mars 2007. Í janúar 2007 var hópur fólks dæmdur í langa fangavist fyrir kókaínsmygl og kom fram við málflutning að Davíð væri grunaður um skipulagningu þess. Hann var þá á flótta. „Ég er löngu hættur í glæpum og er bara fyrrverandi glæpamaður," sagði Davíð í viðtali við Fréttablaðið árið 2007. Davíð er þó ekki talinn höfuðpaurinn í málinu sem upp er komið nú, heldur Íslendingur sem búsettur er á Spáni. Hans hefur verið leitað ytra með aðstoð Europol frá því að málið kom upp en er ófundinn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins heitir hann Sverrir Þór Gunnarsson. Sverrir Þór var einn höfuðpauranna í stóra fíkniefnamálinu sem upp kom um aldamót og hefur, síðan hann losnaði úr fangelsi, dvalið erlendis, bæði á Spáni og í Brasilíu. Hann hefur verið talinn ábyrgur fyrir fjölda stórra fíkniefnamála sem upp hafa komið hérlendis og erlendis undanfarin ár. Einungis einu sinni hefur stærra kókaínmál komið upp á Íslandi. Þá fundust tæp fjögur kíló falin í Mercedez Benz Sprinter-bifreið. stigur@frettabladid.is
Lögreglumál Fíkniefnabrot Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira