Nýr hringur í skartgripalínunni Umvafin trú 19. desember 2010 06:00 Nýi hringurinn. Skartgripahönnuðurinn Brynja Sverrisdóttir hefur sent frá sér nýjan hring í skartgripalínu sinni Umvafin trú eða Embracing Faith eins og línan heitir á ensku. „Þetta eru raunar tvær gerðir af hring," segir Brynja. „Ein standardtegund sem er hringur sem er eins og blóm í laginu, tilvaldir trúlofunarhringir og hægt að panta í 18 karata gulli en afgreiðslutíminn er þrír mánuður, og svo er ég með spinnerversjón af þeim hring. Sá er öllu meiri um sig og fer ekkert öllum, en það er mjög skemmtilegur mekanismi í honum."Brynja Sverris hefur mörg járn í eldinum.Skartgripalínan Umvafin trú endurspeglar drauminn um friðsamlega sambúð allra jarðarbúa af mismunandi kynflokkum á ólíkum menningarsvæðum. Trúartáknin fimm sem snúast á Bænahjólshringnum eru táknmyndir fyrir hin ótalmörgu trúarbrögð mannkynsins. Öll trúartáknin fá sama rúm og hafa sama gildi á hringnum sem tákn jafnréttis og samhljóms allra trúarbragða. Hluti ágóðans af skartgripalínunni Umvafin trú rennur til Íslandsdeildar Amnesty International en gripirnir eru unnir í Bretlandi og á Ítalíu. Brynja segir það vera draum sinn að geta látið vinna skartgripina á Íslandi en tæknin sé því miður ekki enn fyrir hendi. Hún hefur þó náið samband við Gullsmíðaverkstæði Hjálmars Torfasonar sem er þjónustuaðili skartgripanna á Íslandi.Hálsmen eftir Brynju úr línunni Umvafin trú.Brynja hefur að vanda mörg járn í eldinum. Hún er með innsetningu á sýningu eiginmanns síns, ljósmyndarans Brians Griffin, í St. Bernadines kirkjunni á Rue Poissy í París auk þess sem sýning á skartgripalínunni Embracing Faith stendur yfir í Magill's of London í Beckenham á Englandi. Hún segir líka ýmislegt annað í bígerð en er ekki tilbúin til að upplýsa hvað það er. „Það eina sem ég get sagt er að það eru spennandi tímar núna, nýir tímar," segir hún leyndardómsfull. fridrikab@frettabladid.is Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Skartgripahönnuðurinn Brynja Sverrisdóttir hefur sent frá sér nýjan hring í skartgripalínu sinni Umvafin trú eða Embracing Faith eins og línan heitir á ensku. „Þetta eru raunar tvær gerðir af hring," segir Brynja. „Ein standardtegund sem er hringur sem er eins og blóm í laginu, tilvaldir trúlofunarhringir og hægt að panta í 18 karata gulli en afgreiðslutíminn er þrír mánuður, og svo er ég með spinnerversjón af þeim hring. Sá er öllu meiri um sig og fer ekkert öllum, en það er mjög skemmtilegur mekanismi í honum."Brynja Sverris hefur mörg járn í eldinum.Skartgripalínan Umvafin trú endurspeglar drauminn um friðsamlega sambúð allra jarðarbúa af mismunandi kynflokkum á ólíkum menningarsvæðum. Trúartáknin fimm sem snúast á Bænahjólshringnum eru táknmyndir fyrir hin ótalmörgu trúarbrögð mannkynsins. Öll trúartáknin fá sama rúm og hafa sama gildi á hringnum sem tákn jafnréttis og samhljóms allra trúarbragða. Hluti ágóðans af skartgripalínunni Umvafin trú rennur til Íslandsdeildar Amnesty International en gripirnir eru unnir í Bretlandi og á Ítalíu. Brynja segir það vera draum sinn að geta látið vinna skartgripina á Íslandi en tæknin sé því miður ekki enn fyrir hendi. Hún hefur þó náið samband við Gullsmíðaverkstæði Hjálmars Torfasonar sem er þjónustuaðili skartgripanna á Íslandi.Hálsmen eftir Brynju úr línunni Umvafin trú.Brynja hefur að vanda mörg járn í eldinum. Hún er með innsetningu á sýningu eiginmanns síns, ljósmyndarans Brians Griffin, í St. Bernadines kirkjunni á Rue Poissy í París auk þess sem sýning á skartgripalínunni Embracing Faith stendur yfir í Magill's of London í Beckenham á Englandi. Hún segir líka ýmislegt annað í bígerð en er ekki tilbúin til að upplýsa hvað það er. „Það eina sem ég get sagt er að það eru spennandi tímar núna, nýir tímar," segir hún leyndardómsfull. fridrikab@frettabladid.is
Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira