Rýming gekk snurðulaust og eftir áætlun 15. apríl 2010 04:30 skráningarborðið Árni Magnússon fararstjóri ræðir við Hrafnhildi Björnsdóttur vettvangsstjóra í hjálparmiðstöð Rauða krossins í Hvolsskóla á Hvolsvelli þegar hann kom þangað með hóp 30 breskra skólastúlkna rétt fyrir fimm að morgni. Fréttablaðið/Vilhelm Fólk tók að streyma af rýmingarsvæðum í grunnskólann á Hvolsvelli rétt fyrir klukkan hálf fimm aðfaranótt miðvikudags. Blásið var til allsherjarrýmingar á hættusvæðum í Fljótshlíð, á Merkurbæjum, á Markarfljótsaurum og í Landeyjum klukkan fjögur aðfaranótt miðvikudagsins 14. apríl. Um leið var lokað alveg fyrir umferð í austurátt við Hvolsvöll og fólki beint í hjálparmiðstöð Rauða krossins í Hvolsskóla þar í bæ. Klukkan sjö um morguninn höfðu 487 látið skrá sig í hjálparmiðstöðinni, að sögn Hrafnhildar Björnsdóttur vettvangsstjóra. Hún sagði að á rýmingarsvæðinu öllu hefðu verið á skrá rúmlega 700 manns og taldi heimtur með ágætum. „Sumir eru að heiman og svo hefur hluti hópsins líka farið í Varmahlíð, Drangshlíð og á Heimaland,“ sagði hún. Fyrri rýming átti sér stað klukkan hálf eitt um nóttina þegar rýmdir voru um 20 bæir undir Eyjafjöllum, frá Markarfljóti og austur undir Skóga. Fólki þaðan var beint á þá staði sem Hrafnhildur nefndi undir Eyjafjöllunum. Rýming á svæðinu gekk nokkuð fljótt fyrir sig og höfðu einhverjir á orði að þar endurspeglaðist líka æfingin frá 20. mars þegar gaus á Fimmvörðuhálsi og sama svæði var rýmt. Ekki liðu nema 25 mínútur frá því að ákveðin var allsherjarrýming þangað til fyrstu gestirnir komu í hjálparmiðstöðina í Hvolsskóla. Þar voru á ferð verkamenn sem vinna við gerð Landeyjahafnar fyrir Suðurverk, um 30 manna hópur. Upp úr því tók að drífa að fólk úr sveitunum, síðast úr Landeyjum, en þar varð einhver töf á því að boðun bærist á bæi frá Almannavörnum. Upp úr klukkan fimm voru um 100 manns í húsinu, en ekki létu allir ílengjast þótt þeir kæmu þar til að skrá sig og láta vita um ferðir sínar, heldur héldu áfram til ættingja eða þar sem húsaskjól var í boði. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, sagði rýmingu á svæðinu hafa gengið mjög vel, en aðgerðum var stýrt bæði frá varðstöð lögreglunnar á Hvolsvelli og aðgerðastöð björgunarsveitarinnar á Hellu. Kallaðir voru út allir lögreglumenn sýslunnar, auk þess sem á svæðinu voru að störfum lögreglumenn frá Selfossi, Reykjavík og úr sérsveitinni. olikr@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Fólk tók að streyma af rýmingarsvæðum í grunnskólann á Hvolsvelli rétt fyrir klukkan hálf fimm aðfaranótt miðvikudags. Blásið var til allsherjarrýmingar á hættusvæðum í Fljótshlíð, á Merkurbæjum, á Markarfljótsaurum og í Landeyjum klukkan fjögur aðfaranótt miðvikudagsins 14. apríl. Um leið var lokað alveg fyrir umferð í austurátt við Hvolsvöll og fólki beint í hjálparmiðstöð Rauða krossins í Hvolsskóla þar í bæ. Klukkan sjö um morguninn höfðu 487 látið skrá sig í hjálparmiðstöðinni, að sögn Hrafnhildar Björnsdóttur vettvangsstjóra. Hún sagði að á rýmingarsvæðinu öllu hefðu verið á skrá rúmlega 700 manns og taldi heimtur með ágætum. „Sumir eru að heiman og svo hefur hluti hópsins líka farið í Varmahlíð, Drangshlíð og á Heimaland,“ sagði hún. Fyrri rýming átti sér stað klukkan hálf eitt um nóttina þegar rýmdir voru um 20 bæir undir Eyjafjöllum, frá Markarfljóti og austur undir Skóga. Fólki þaðan var beint á þá staði sem Hrafnhildur nefndi undir Eyjafjöllunum. Rýming á svæðinu gekk nokkuð fljótt fyrir sig og höfðu einhverjir á orði að þar endurspeglaðist líka æfingin frá 20. mars þegar gaus á Fimmvörðuhálsi og sama svæði var rýmt. Ekki liðu nema 25 mínútur frá því að ákveðin var allsherjarrýming þangað til fyrstu gestirnir komu í hjálparmiðstöðina í Hvolsskóla. Þar voru á ferð verkamenn sem vinna við gerð Landeyjahafnar fyrir Suðurverk, um 30 manna hópur. Upp úr því tók að drífa að fólk úr sveitunum, síðast úr Landeyjum, en þar varð einhver töf á því að boðun bærist á bæi frá Almannavörnum. Upp úr klukkan fimm voru um 100 manns í húsinu, en ekki létu allir ílengjast þótt þeir kæmu þar til að skrá sig og láta vita um ferðir sínar, heldur héldu áfram til ættingja eða þar sem húsaskjól var í boði. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, sagði rýmingu á svæðinu hafa gengið mjög vel, en aðgerðum var stýrt bæði frá varðstöð lögreglunnar á Hvolsvelli og aðgerðastöð björgunarsveitarinnar á Hellu. Kallaðir voru út allir lögreglumenn sýslunnar, auk þess sem á svæðinu voru að störfum lögreglumenn frá Selfossi, Reykjavík og úr sérsveitinni. olikr@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent