Hindruðu viðtöl FME við starfsfólk 23. apríl 2010 00:01 Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, og Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sátu ársfund FME árið 2007, ásamt Lárusi Finnbogasyni, síðar formanni skilanefndar Landsbankans. Fréttablaðið/Pjetur „Glitnis- og Kaupþingsmenn voru mjög ósáttir við að rætt væri við starfsmenn um markaðssetningu sjóðanna. Á báðum stöðum fóru yfirmenn fram á að starfsmenn fengju að hafa lögfræðing hjá sér, en á endanum var dregið í land með það,“ segir í siðfræðiskýrslu rannsóknarnefndar og er vitnað til minnisblaða frá Fjármálaeftirlitinu (FME) sem nefndin fékk aðgang að. Eftir að lögfræðingur Kaupþings „féllst á“ það, tók eftirlitsstofnunin viðtöl við þrjá starfsmenn án þess að lögfræðingur væri viðstaddur: „en þar sem langt var liðið frá því að FME kom í bankann þá virtust allir starfsmenn vita um hvað málið snerist og svör þeirra voru mjög svipuð.“ Þar með lauk viðtölum FME við starfsmenn bankanna. Rannsóknarnefnd segir að starfsfólki allra bankanna hafi verið ráðlagt að kynna peningabréf sem áhættulausa fjárfestingu og líkja þeim við innlánsbækur en með betri vexti. Viðskiptavinir voru hvattir til að færa sparifé sitt í peningabréf. Stundum var haft samband við þá að fyrra bragði til að koma hvatningu á framfæri. Í skýrslunni segir að gagnrýni á peningamarkaðssjóði sé ótrúlega samhljóða fyrir alla bankana. „[E]ins og jafnan áður fylgir hver öðrum og undir litlu sem engu eftirliti Fjármálaeftirlitsins,“ segir þar. Erfitt hafi verið fyrir einstaklinga að gera sér grein fyrir aukinni áhættu í fjárfestingum enda hafi upplýsingarnar frá bönkunum í besta falli verið blekkjandi. „Þegar svo allir bankarnir standa að sams konar blekkingum er enn erfiðara fyrir fólk að nálgast réttar upplýsingar,“ segir í skýrslunni. Vitnað er til bréfs frá starfsmönnum Landsbankans þar sem sagt er við viðskiptavini: „gengi Peningabréfa er aldrei neikvætt, sem þýðir að þú átt aldrei að geta tapað höfuðstól eða uppsafnaðri ávöxtun.“ Annað kom á daginn. Viðskiptavinir sjóðanna töpuðu stórum hluta sinna fjármuna og hefðu tapað mun meiru ef hluti af bréfum þessara sjóða hefði ekki verið keyptur á yfirverði af nýju bönkunum stuttu eftir hrunið. Í skýrslunni koma fram upplýsingar um að ákvörðun um þau kaup hafi tekið Jónas Fr. Jónsson, þá forstjóri FME, og Björgvin G. Sigurðsson, þá viðskiptaráðherra. Rekstur peningamarkaðssjóða bankanna er meðal atriða sem rannsóknarnefndin vísaði til frekari meðferðar hjá ríkissaksóknara; ástæða sé til „að rannsakað verði hvort stjórn og framkvæmdastjórar og lykilstarfsmenn rekstrarfélaga sjóðanna hafi brotið starfsskyldur sínar við stjórnun og eftirlit þannig að refsingu varði“. peturg@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
„Glitnis- og Kaupþingsmenn voru mjög ósáttir við að rætt væri við starfsmenn um markaðssetningu sjóðanna. Á báðum stöðum fóru yfirmenn fram á að starfsmenn fengju að hafa lögfræðing hjá sér, en á endanum var dregið í land með það,“ segir í siðfræðiskýrslu rannsóknarnefndar og er vitnað til minnisblaða frá Fjármálaeftirlitinu (FME) sem nefndin fékk aðgang að. Eftir að lögfræðingur Kaupþings „féllst á“ það, tók eftirlitsstofnunin viðtöl við þrjá starfsmenn án þess að lögfræðingur væri viðstaddur: „en þar sem langt var liðið frá því að FME kom í bankann þá virtust allir starfsmenn vita um hvað málið snerist og svör þeirra voru mjög svipuð.“ Þar með lauk viðtölum FME við starfsmenn bankanna. Rannsóknarnefnd segir að starfsfólki allra bankanna hafi verið ráðlagt að kynna peningabréf sem áhættulausa fjárfestingu og líkja þeim við innlánsbækur en með betri vexti. Viðskiptavinir voru hvattir til að færa sparifé sitt í peningabréf. Stundum var haft samband við þá að fyrra bragði til að koma hvatningu á framfæri. Í skýrslunni segir að gagnrýni á peningamarkaðssjóði sé ótrúlega samhljóða fyrir alla bankana. „[E]ins og jafnan áður fylgir hver öðrum og undir litlu sem engu eftirliti Fjármálaeftirlitsins,“ segir þar. Erfitt hafi verið fyrir einstaklinga að gera sér grein fyrir aukinni áhættu í fjárfestingum enda hafi upplýsingarnar frá bönkunum í besta falli verið blekkjandi. „Þegar svo allir bankarnir standa að sams konar blekkingum er enn erfiðara fyrir fólk að nálgast réttar upplýsingar,“ segir í skýrslunni. Vitnað er til bréfs frá starfsmönnum Landsbankans þar sem sagt er við viðskiptavini: „gengi Peningabréfa er aldrei neikvætt, sem þýðir að þú átt aldrei að geta tapað höfuðstól eða uppsafnaðri ávöxtun.“ Annað kom á daginn. Viðskiptavinir sjóðanna töpuðu stórum hluta sinna fjármuna og hefðu tapað mun meiru ef hluti af bréfum þessara sjóða hefði ekki verið keyptur á yfirverði af nýju bönkunum stuttu eftir hrunið. Í skýrslunni koma fram upplýsingar um að ákvörðun um þau kaup hafi tekið Jónas Fr. Jónsson, þá forstjóri FME, og Björgvin G. Sigurðsson, þá viðskiptaráðherra. Rekstur peningamarkaðssjóða bankanna er meðal atriða sem rannsóknarnefndin vísaði til frekari meðferðar hjá ríkissaksóknara; ástæða sé til „að rannsakað verði hvort stjórn og framkvæmdastjórar og lykilstarfsmenn rekstrarfélaga sjóðanna hafi brotið starfsskyldur sínar við stjórnun og eftirlit þannig að refsingu varði“. peturg@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira