Aðgerðaáætlun stjórnvalda um velferð kynnt 31. mars 2009 15:40 Ásta R. Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, kynnti á blaðamannafundi í dag aðgerðaáætlun stjórnvalda um velferð sem ríkisstjórnin hefur samþykkt í kjölfar áfangaskýrslu velferðarvaktar. Í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu segir að aðgerðaáætluninni sé ætlað að stuðla að öflugri velferðar- og almannaþjónustu. „Í henni koma fram helstu áherslur stjórnvalda í velferðarmálum næstu misserin.," segir einnig. Ráðherra segir að áætlunin sé mikilvægt leiðarljós í væntanlegum aðhaldsaðgerðum í ríkisrekstri. „Áætlunin felur ekki í sér loforð um aukin fjárútgjöld eða kraftaverk heldur er þetta raunsæ áætlun sem endurspeglar þau verkefni sem stjórnvöld þurfa að beina sjónum sínum að í velferðasamfélagi okkar á tímum aðhalds og sparnaðar," segir ráðherra. „Sérstaklega þarf að gæta þess „að sparnaður í einum hluta hins opinbera kerfis leiði ekki til aukins kostnaðar annars staðar og að við mótun sparnaðartillagna verði störf fólks varin eins og kostur er, sérstaklega innan velferðarkerfisins." Tilgreint er í áætluninni hvaða ráðuneytum er ætlað að bera ábyrgð á einstökum aðgerðum. Velferðarvaktin annast eftir atvikum nánari útfærslu einstakra aðgerða, framkvæmd og eftirfylgni. Áætlunin byggist á tillögum velferðarvaktarinnar sem hefur skilað skilaði áfangaskýrslu sinni og nýlegum tillögum starfshóps félags- og tryggingamálaráðherra um vinnumarkaðsaðgerðir. Í áfangaskýrslu velferðarvaktarinnar kemur fram að áhrif efnahagsþrenginganna á einstaklinga séu aðeins komnar fram að litlu leyti, þrátt fyrir mikið atvinnuleysi, erfiða skuldastöðu margra og verulega fjölgun aðstoðarbeiðna til félagsþjónustu sveitarfélaga. Velferðarvaktin telur mikilvægt að úrræði til að bregðast við fjárhagsvanda heimilanna séu samfelld. Þau miði í fyrsta lagi að því að aðstoða þá sem eiga í mestum vanda, í öðru lagi aðstoða þá sem eru í áhættuhópi og í þriðja lagi stuðning við þá sem standa sæmilega en hafa þörf fyrir einföld úrræði til að létta greiðslubyrði sína svo þeir komist klakklaust í gegnum þrengingar næstu missera. Velferðarvaktinni sem var skipuð af félags- og tryggingamálaráðherra í febrúar síðastliðnum, hefur verið falið að halda áfram störfum sínum. Áfangaskýrsla ásamt upplýsingum um störf hennar er aðgengileg á heimasíðu félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um velferð er aðgengileg á heimasíðu félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Kosningar 2009 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Sjá meira
Ásta R. Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, kynnti á blaðamannafundi í dag aðgerðaáætlun stjórnvalda um velferð sem ríkisstjórnin hefur samþykkt í kjölfar áfangaskýrslu velferðarvaktar. Í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu segir að aðgerðaáætluninni sé ætlað að stuðla að öflugri velferðar- og almannaþjónustu. „Í henni koma fram helstu áherslur stjórnvalda í velferðarmálum næstu misserin.," segir einnig. Ráðherra segir að áætlunin sé mikilvægt leiðarljós í væntanlegum aðhaldsaðgerðum í ríkisrekstri. „Áætlunin felur ekki í sér loforð um aukin fjárútgjöld eða kraftaverk heldur er þetta raunsæ áætlun sem endurspeglar þau verkefni sem stjórnvöld þurfa að beina sjónum sínum að í velferðasamfélagi okkar á tímum aðhalds og sparnaðar," segir ráðherra. „Sérstaklega þarf að gæta þess „að sparnaður í einum hluta hins opinbera kerfis leiði ekki til aukins kostnaðar annars staðar og að við mótun sparnaðartillagna verði störf fólks varin eins og kostur er, sérstaklega innan velferðarkerfisins." Tilgreint er í áætluninni hvaða ráðuneytum er ætlað að bera ábyrgð á einstökum aðgerðum. Velferðarvaktin annast eftir atvikum nánari útfærslu einstakra aðgerða, framkvæmd og eftirfylgni. Áætlunin byggist á tillögum velferðarvaktarinnar sem hefur skilað skilaði áfangaskýrslu sinni og nýlegum tillögum starfshóps félags- og tryggingamálaráðherra um vinnumarkaðsaðgerðir. Í áfangaskýrslu velferðarvaktarinnar kemur fram að áhrif efnahagsþrenginganna á einstaklinga séu aðeins komnar fram að litlu leyti, þrátt fyrir mikið atvinnuleysi, erfiða skuldastöðu margra og verulega fjölgun aðstoðarbeiðna til félagsþjónustu sveitarfélaga. Velferðarvaktin telur mikilvægt að úrræði til að bregðast við fjárhagsvanda heimilanna séu samfelld. Þau miði í fyrsta lagi að því að aðstoða þá sem eiga í mestum vanda, í öðru lagi aðstoða þá sem eru í áhættuhópi og í þriðja lagi stuðning við þá sem standa sæmilega en hafa þörf fyrir einföld úrræði til að létta greiðslubyrði sína svo þeir komist klakklaust í gegnum þrengingar næstu missera. Velferðarvaktinni sem var skipuð af félags- og tryggingamálaráðherra í febrúar síðastliðnum, hefur verið falið að halda áfram störfum sínum. Áfangaskýrsla ásamt upplýsingum um störf hennar er aðgengileg á heimasíðu félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um velferð er aðgengileg á heimasíðu félags- og tryggingamálaráðuneytisins.
Kosningar 2009 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Sjá meira