Þrír vogunarsjóðir eiga rúm tíu prósent krafna í Glitni 15. desember 2009 06:00 árni tómasson Formaður skilanefndar Glitnis segir mikið um varúðarkröfur í bú fallna bankans. Fréttablaðið/GVA Ætla má að kröfuhafar sem lýstu kröfum í bú Glitnis fái á bilinu 690 til 860 milljarða króna af þeim 3.436 milljörðum sem sendar voru inn, eða á bilinu 20 til 23 prósent. Þrír vogunarsjóðir eiga saman rúm tíu prósent krafna í þrotabú bankans, eða upp á um 350 milljarða króna. Fjármálafyrirtækið Burlington Loan Managment, sem skráð er á Írlandi en tengist bandaríska vogunarsjóðnum Davidson Kempner Capital Management, á hæstu kröfuna, sem hljóðar upp á 150 milljarða króna. Það jafngildir um fjórum prósentum af heildarkröfum. Hinir tveir eru alþjóðlega félagið York Capital Management og bandaríski sjóðurinn Eton Park Capital Management. Kröfulýsingar síðastnefndu félaganna falla undir nokkra undirsjóði. Krafa hvors þeirra hljóðar upp á um hundrað milljarða króna. Sjóðirnir, ásamt Davidson Kempner, áttu allir kröfu í bú Landsbankans og má gera ráða fyrir að þeir verði jafnframt fyrirferðarmiklir í kröfuhafahópi Kaupþings þegar frestur rennur út til að lýsa kröfu í búið um áramót. Á meðal annarra kröfuhafa eru hefðbundnari fjármálafyrirtæki. Þeirra stærst er breski bankinn Royal Bank of Scotland með kröfu upp á 130 milljarða króna. Þá gerir Deka Bank í Þýskalandi kröfu upp á níutíu milljarða og þýski bankinn KfW, kröfu upp á 34 milljarða. Aðrir bankar gera öllu lægri kröfur í búið. Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, segir að lýst hafi verið kröfum í búið upp á hundruð milljarða af varúðarástæðum. Þar á meðal er hundrað milljarða króna krafa frá Tryggingarsjóði innstæðueigenda, sem hafi verið lýst til vara ef neyðarlögin héldu ekki og upp á 127 milljarða króna frá Glitni í Lúxemborg. „Krafan frá Lúxemborg er varúðarkrafa sem var send inn til vara ef samkomulag við Seðlabanka Lúxemborgar um uppgjör við dótturfélag Glitnis þar gengi ekki eftir. Líkurnar á að okkur takist ekki að efna þann samning eru nánast engar," segir Árni en vill ekki segja til um hvað megi ætla að há krafa falli niður. Ljóst er að hún hljóðar upp á rúma tvo hundruð milljarða króna. Skilanefndin fundar með kröfuhöfum á næstu dögum þar sem farið verður yfir kröfuhafaskrána. jonab@frettabladid.is Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Ætla má að kröfuhafar sem lýstu kröfum í bú Glitnis fái á bilinu 690 til 860 milljarða króna af þeim 3.436 milljörðum sem sendar voru inn, eða á bilinu 20 til 23 prósent. Þrír vogunarsjóðir eiga saman rúm tíu prósent krafna í þrotabú bankans, eða upp á um 350 milljarða króna. Fjármálafyrirtækið Burlington Loan Managment, sem skráð er á Írlandi en tengist bandaríska vogunarsjóðnum Davidson Kempner Capital Management, á hæstu kröfuna, sem hljóðar upp á 150 milljarða króna. Það jafngildir um fjórum prósentum af heildarkröfum. Hinir tveir eru alþjóðlega félagið York Capital Management og bandaríski sjóðurinn Eton Park Capital Management. Kröfulýsingar síðastnefndu félaganna falla undir nokkra undirsjóði. Krafa hvors þeirra hljóðar upp á um hundrað milljarða króna. Sjóðirnir, ásamt Davidson Kempner, áttu allir kröfu í bú Landsbankans og má gera ráða fyrir að þeir verði jafnframt fyrirferðarmiklir í kröfuhafahópi Kaupþings þegar frestur rennur út til að lýsa kröfu í búið um áramót. Á meðal annarra kröfuhafa eru hefðbundnari fjármálafyrirtæki. Þeirra stærst er breski bankinn Royal Bank of Scotland með kröfu upp á 130 milljarða króna. Þá gerir Deka Bank í Þýskalandi kröfu upp á níutíu milljarða og þýski bankinn KfW, kröfu upp á 34 milljarða. Aðrir bankar gera öllu lægri kröfur í búið. Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, segir að lýst hafi verið kröfum í búið upp á hundruð milljarða af varúðarástæðum. Þar á meðal er hundrað milljarða króna krafa frá Tryggingarsjóði innstæðueigenda, sem hafi verið lýst til vara ef neyðarlögin héldu ekki og upp á 127 milljarða króna frá Glitni í Lúxemborg. „Krafan frá Lúxemborg er varúðarkrafa sem var send inn til vara ef samkomulag við Seðlabanka Lúxemborgar um uppgjör við dótturfélag Glitnis þar gengi ekki eftir. Líkurnar á að okkur takist ekki að efna þann samning eru nánast engar," segir Árni en vill ekki segja til um hvað megi ætla að há krafa falli niður. Ljóst er að hún hljóðar upp á rúma tvo hundruð milljarða króna. Skilanefndin fundar með kröfuhöfum á næstu dögum þar sem farið verður yfir kröfuhafaskrána. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira