Spilar fyrir milljónir Þjóðverja 11. febrúar 2009 04:00 Tónlistarmaðurinn Pétur Ben kemur fram í einum vinsælasta tónlistarþætti Þýskalands í lok mars. Tónlistarmaðurinn Pétur Ben kemur fram í vinsælasta tónlistarþætti þýska ríkissjónvarpsins, WDR, í lok næsta mánaðar. Milljónir manna horfa á þáttinn í hverri viku og því er um sérlega góða kynningu að ræða fyrir Pétur. Hann segist ekki hafa þorað öðru en að taka þessu boði því ekki veiti af frekari kynningu þar í landi. „Ég er ekki búinn að vera það duglegur að spila í Þýskalandi. Ég hef farið í túr um Þýskaland svona tvisvar en bara í mýflugumynd," segir hann og ætlar að nýta ferðalagið og halda þar fleiri tónleika. Pétur mun spila ásamt hljómsveit sinni í heilar 75 mínútur fyrir framan hóp sjónvarpsáhorfenda og þarf því að vera í hörkuformi þegar stóra stundin rennur upp. „Ég þarf að vera ansi vel búinn undir þetta," viðurkennir hann og hlakkar til verkefnisins. Þátturinn, sem heitir Rockpalast, verður tekinn upp eins og um beina útsendingu sé að ræða en hann verður þó ekki sýndur beint, heldur um tveimur vikum seinna. Pétur hefur annars í nógu að snúast hér heima. Hann tekur þátt í uppfærslu Íslenska dansflokksins á verkinu Velkomin heim auk þess sem hann er önnum kafinn við upptökur á nýrri plötu með Ellen Kristjánsdóttur sem er væntanleg fyrir jólin. Eftir að henni lýkur ætlar hann að taka upp sína aðra sólóplötu, sem einnig kemur út fyrir jólin ef allt gengur að óskum. - fb Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Pétur Ben kemur fram í vinsælasta tónlistarþætti þýska ríkissjónvarpsins, WDR, í lok næsta mánaðar. Milljónir manna horfa á þáttinn í hverri viku og því er um sérlega góða kynningu að ræða fyrir Pétur. Hann segist ekki hafa þorað öðru en að taka þessu boði því ekki veiti af frekari kynningu þar í landi. „Ég er ekki búinn að vera það duglegur að spila í Þýskalandi. Ég hef farið í túr um Þýskaland svona tvisvar en bara í mýflugumynd," segir hann og ætlar að nýta ferðalagið og halda þar fleiri tónleika. Pétur mun spila ásamt hljómsveit sinni í heilar 75 mínútur fyrir framan hóp sjónvarpsáhorfenda og þarf því að vera í hörkuformi þegar stóra stundin rennur upp. „Ég þarf að vera ansi vel búinn undir þetta," viðurkennir hann og hlakkar til verkefnisins. Þátturinn, sem heitir Rockpalast, verður tekinn upp eins og um beina útsendingu sé að ræða en hann verður þó ekki sýndur beint, heldur um tveimur vikum seinna. Pétur hefur annars í nógu að snúast hér heima. Hann tekur þátt í uppfærslu Íslenska dansflokksins á verkinu Velkomin heim auk þess sem hann er önnum kafinn við upptökur á nýrri plötu með Ellen Kristjánsdóttur sem er væntanleg fyrir jólin. Eftir að henni lýkur ætlar hann að taka upp sína aðra sólóplötu, sem einnig kemur út fyrir jólin ef allt gengur að óskum. - fb
Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira