Íslenskt fyrirtæki tengt hundruð kílóa kókaínsmygli 10. júní 2009 18:45 Ísraeli og Hollendingur eiga íslenskt fyrirtæki ásamt Sigurði Ólassyni sem talið er tengjast alþjóðlegum glæpahring, peningaþvætti og mörg hundruð kílóa kókaínsmygli. Þremenningarnir eru allir í haldi lögreglu. Fíkniefnalögreglan hefur um nokkurt skeið rannsakað meint peningaþvætti sem talið er tengjast stórfelldu smygli á fíkniefnum. Grunur leikur á að fíkniefnin hafi verið flutt frá Suður Ameríku til Evrópu og um sé að ræða alþjóðlegan glæpahring. Rannsóknin hefur verið umfangsmikil og hefur lögreglan notið liðsinnis Europol en rannsóknin teygir anga sína til 13 landa. Þegar hafa verið haldlögð mörg tonn af sykurvökva sem talinn er innihalda hundruð kílóa af kókaíni. Þrír Íslendingar sitja nú í gæsluvarðhaldi, grunaðir um að flæktir í málið. Sigurður Ólasson var handtekinn á mánudag. Hann stofnaði fyrirtækið Hollis ehf þann 20. janúar sl. ásamt Ísraelanum Erez Zizov og Hollendingnum Ronny Verwoerd. Grunur leikur á að fyrirtækið hafi verið stofnað til að þvo pening sem er ágóði af fíkniefnamisferli. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Hollis undanfarna mánuði fest kaup á vörubílum, gröfum og öðrum vinnuvélum og flutt út til Sýrlands og víðar. Skoðunarmaður Hollis er Helgi Magnús Hermannsson, sem er framkvæmdastjóri vélasölunnar R. Sigmundsson þar sem Sigurður var handtekinn. Hann vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband við hann. Zizov og Verwoerd hafa verið hér á landi í ófá skipti undanfarna mánuði og hefur Sigurður ítrekað verið í sambandi við þá. Þá heimsóttu þeir Ársæl Snorrason á Litla Hraun en hann var handtekinn í klefa sínum þar í tengslum við málið. Sigurður hefur einnig heimsótt Ársæl á Litla Hraun. Síðast komu þeir Zizov og Verwoerd til landsins í maí og tóku við peningagreiðslum frá Gunnari Viðari Árnasyni. Hann var handtekinn 22. Maí og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Zizov og Verwoerd voru handteknir þegar þeir komu aftur Hollands. Þá hafa aðrir aðilar verið handteknir í Evrópu og Suður Ameríku grunaðir um að eiga aðild að málinu. Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Ísraeli og Hollendingur eiga íslenskt fyrirtæki ásamt Sigurði Ólassyni sem talið er tengjast alþjóðlegum glæpahring, peningaþvætti og mörg hundruð kílóa kókaínsmygli. Þremenningarnir eru allir í haldi lögreglu. Fíkniefnalögreglan hefur um nokkurt skeið rannsakað meint peningaþvætti sem talið er tengjast stórfelldu smygli á fíkniefnum. Grunur leikur á að fíkniefnin hafi verið flutt frá Suður Ameríku til Evrópu og um sé að ræða alþjóðlegan glæpahring. Rannsóknin hefur verið umfangsmikil og hefur lögreglan notið liðsinnis Europol en rannsóknin teygir anga sína til 13 landa. Þegar hafa verið haldlögð mörg tonn af sykurvökva sem talinn er innihalda hundruð kílóa af kókaíni. Þrír Íslendingar sitja nú í gæsluvarðhaldi, grunaðir um að flæktir í málið. Sigurður Ólasson var handtekinn á mánudag. Hann stofnaði fyrirtækið Hollis ehf þann 20. janúar sl. ásamt Ísraelanum Erez Zizov og Hollendingnum Ronny Verwoerd. Grunur leikur á að fyrirtækið hafi verið stofnað til að þvo pening sem er ágóði af fíkniefnamisferli. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Hollis undanfarna mánuði fest kaup á vörubílum, gröfum og öðrum vinnuvélum og flutt út til Sýrlands og víðar. Skoðunarmaður Hollis er Helgi Magnús Hermannsson, sem er framkvæmdastjóri vélasölunnar R. Sigmundsson þar sem Sigurður var handtekinn. Hann vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband við hann. Zizov og Verwoerd hafa verið hér á landi í ófá skipti undanfarna mánuði og hefur Sigurður ítrekað verið í sambandi við þá. Þá heimsóttu þeir Ársæl Snorrason á Litla Hraun en hann var handtekinn í klefa sínum þar í tengslum við málið. Sigurður hefur einnig heimsótt Ársæl á Litla Hraun. Síðast komu þeir Zizov og Verwoerd til landsins í maí og tóku við peningagreiðslum frá Gunnari Viðari Árnasyni. Hann var handtekinn 22. Maí og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Zizov og Verwoerd voru handteknir þegar þeir komu aftur Hollands. Þá hafa aðrir aðilar verið handteknir í Evrópu og Suður Ameríku grunaðir um að eiga aðild að málinu.
Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira