Landsbankinn varð af 48 milljörðum Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 11. febrúar 2009 00:01 Skilanefnd Landsbankans fékk 50 milljónir evra, jafnvirði um sjö milljarða króna, fyrir írsku fyrirtækjaráðgjöfina Merrion Capital og franska greiningar- og verðbréfafyrirtækið Kepler við sölu til stjórnenda fyrirtækjanna í fyrravetur, samkvæmt heimildum Markaðarins. Skilanefnd bankans hefur ekki gefið upp tölur varðandi söluna en fréttastofa Reuters birti kaupverð Merrion fyrir helgi. Þetta er 330 milljónum evra minna en Straumur samdi um að greiða að viðbættu breska verðbréfa- og ráðgjafafyrirtækinu Teathers Limited, áður en skilanefnd Fjármálaeftirlitsins tók yfir stjórn bankans í október í fyrra. Miðað við þetta varð gamli bankinn af 48 milljörðum króna, sé miðað við gengi krónu gagnvart evru í dag. Taka verður tillit til þess að með sölunni var komið í veg fyrir að fyrirtækin færu í þrot. Við það hefði gamli bankinn ekki fengið til baka það fé sem hann hafði lagt þeim til. Ekki liggur fyrir hvað Straumur greiddi fyrir nafn Teathers í enda október. Landsbankinn greiddi um tuttugu milljarða króna fyrir Kepler og 84 prósenta hlut í Merrion árið 2005. Við það bætast um þrettán milljarðar vegna Teather & Greenwood og Bridgewell, en það síðasttalda var keypt um mitt ár 2007. Fyrirtækin voru sameinuð undir merkinu Landsbanki Securities Ltd sama ár. Heildarverðmæti fyrirtækjanna lá í rúmum 31 milljarði króna. Viðmælendur Markaðarins segja samþættingu fjármálafyrirtækja Landsbankans í Evrópu hafa gengið hægar en til stóð og hafi stjórnendur ekki náð því flæði á milli þeirra sem stefnt var að. Tvennt skýrir tafirnar: bankakreppan hér á vordögum 2006 sem varð til þess að íslenska fjármálalífið lagði allt kapp á að verjast gagnrýni erlendra greiningaraðila og fjármálakreppan, sem tók að bíta af krafti á seinni hluta árs 2007. Um mitt síðasta ár varð alvarlegs lausafjárskorts vart í sjóðum Landsbankans enda veikt bakland í Seðlabankanum. Eftir því sem næst verður komist horfðu stjórnendur bankans til þess að selja eignir bankans ytra og losa bankann við þungar byrðar á meginlandinu sem ekki hafði náð að samþætta samstæðu bankans. Í framhaldinu hafði Sigurjón Þ. Árnason, annar bankastjóra Landsbankans, samband við William Fall, forstjóra Straums, um kaup á fyrirtækjunum. Salan var handsöluð um miðjan september en tilkynning send út í byrjun október. Kaupverð átti að nema 380 milljónum evra, jafnvirði 55,4 milljarða króna að þávirði. Þar af voru 50 milljónir evra í reiðufé en rest með víkjandi láni og útlánum. Níu dögum síðar tók Fjármálaeftirlitið lyklavöldin í Landsbankanum og frystu bresk stjórnvöld eigur Landsbankans ytra í kjölfarið. Samningi bankans og Straums var rift daginn eftir þegar ljóst var að bankinn gæti ekki staðið við ákvæði um söluna. Hvorki náðist í Sigurjón Þ. Árnason né Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, þegar eftir því leitað í gær. Markaðir Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Skilanefnd Landsbankans fékk 50 milljónir evra, jafnvirði um sjö milljarða króna, fyrir írsku fyrirtækjaráðgjöfina Merrion Capital og franska greiningar- og verðbréfafyrirtækið Kepler við sölu til stjórnenda fyrirtækjanna í fyrravetur, samkvæmt heimildum Markaðarins. Skilanefnd bankans hefur ekki gefið upp tölur varðandi söluna en fréttastofa Reuters birti kaupverð Merrion fyrir helgi. Þetta er 330 milljónum evra minna en Straumur samdi um að greiða að viðbættu breska verðbréfa- og ráðgjafafyrirtækinu Teathers Limited, áður en skilanefnd Fjármálaeftirlitsins tók yfir stjórn bankans í október í fyrra. Miðað við þetta varð gamli bankinn af 48 milljörðum króna, sé miðað við gengi krónu gagnvart evru í dag. Taka verður tillit til þess að með sölunni var komið í veg fyrir að fyrirtækin færu í þrot. Við það hefði gamli bankinn ekki fengið til baka það fé sem hann hafði lagt þeim til. Ekki liggur fyrir hvað Straumur greiddi fyrir nafn Teathers í enda október. Landsbankinn greiddi um tuttugu milljarða króna fyrir Kepler og 84 prósenta hlut í Merrion árið 2005. Við það bætast um þrettán milljarðar vegna Teather & Greenwood og Bridgewell, en það síðasttalda var keypt um mitt ár 2007. Fyrirtækin voru sameinuð undir merkinu Landsbanki Securities Ltd sama ár. Heildarverðmæti fyrirtækjanna lá í rúmum 31 milljarði króna. Viðmælendur Markaðarins segja samþættingu fjármálafyrirtækja Landsbankans í Evrópu hafa gengið hægar en til stóð og hafi stjórnendur ekki náð því flæði á milli þeirra sem stefnt var að. Tvennt skýrir tafirnar: bankakreppan hér á vordögum 2006 sem varð til þess að íslenska fjármálalífið lagði allt kapp á að verjast gagnrýni erlendra greiningaraðila og fjármálakreppan, sem tók að bíta af krafti á seinni hluta árs 2007. Um mitt síðasta ár varð alvarlegs lausafjárskorts vart í sjóðum Landsbankans enda veikt bakland í Seðlabankanum. Eftir því sem næst verður komist horfðu stjórnendur bankans til þess að selja eignir bankans ytra og losa bankann við þungar byrðar á meginlandinu sem ekki hafði náð að samþætta samstæðu bankans. Í framhaldinu hafði Sigurjón Þ. Árnason, annar bankastjóra Landsbankans, samband við William Fall, forstjóra Straums, um kaup á fyrirtækjunum. Salan var handsöluð um miðjan september en tilkynning send út í byrjun október. Kaupverð átti að nema 380 milljónum evra, jafnvirði 55,4 milljarða króna að þávirði. Þar af voru 50 milljónir evra í reiðufé en rest með víkjandi láni og útlánum. Níu dögum síðar tók Fjármálaeftirlitið lyklavöldin í Landsbankanum og frystu bresk stjórnvöld eigur Landsbankans ytra í kjölfarið. Samningi bankans og Straums var rift daginn eftir þegar ljóst var að bankinn gæti ekki staðið við ákvæði um söluna. Hvorki náðist í Sigurjón Þ. Árnason né Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, þegar eftir því leitað í gær.
Markaðir Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira