Jose Mourinho getur nú kallað sig Dr. Jose Mourinho eftir að hann varð heiðursdoktor við Tækniháskóla Lissabon í heimalandi sínu, Portúgal.
Mourinho útskrifaðist úr háskólanum fyrir 20 árum síðan úr íþrótta- og þjálfunarfræði.
„Ég er ekki viss hvort ég eigi þetta lof skilið," sagði Mourinho. „Þetta kom mér á óvart. Deildin mín er væntanlega stoltir af mér en ég hef lítið leitt hugann að slíkum hlutum á mínum ferli."
Háskólinn sagði þetta vera viðurkenningu á árangri Mourinho. Hann varð Evrópumeistari með Porto tvö ár í röð, fyrst í UEFA-bikarkpeppninni árið 2003 og svo í Meistaradeild Evrópu ári síðar.
Með Chelsea varð hann síðan tvöfaldur Englandsmeistari frá 2004 til 2006.